Fálkinn


Fálkinn - 24.04.1963, Qupperneq 37

Fálkinn - 24.04.1963, Qupperneq 37
Slierlock Holmes Framh. af bls. 36. í fararbroddi stukkum við upp stigann, og gengum á hljóðið að dyrum einum. Þær voru læstar, en lykillinn var í skránni. Sherlock opnaði til að kom- ast inn en snéri við og setti lófann fyrir munninn. — Kolasvæla! Á miðju gólfi í herberginu stóð rjúk- andi glóðarker á þrífæti. Daufur, blár logi sló drungalegri birtu á vegginn, og í einu horni greindum við tvær mann verur. Hin óþægilega svæla rauk út. Við hóstuðum og gripum andann á lofti. En nú var hvert augnablik dýrmætt. Angistarkveinið úr horninu varð enn ógreinilegra. Holmes datt ráð í hug — hann hljóp út á tröppur, drá andann djúpt að sér og þaut aftur inn í her- bergið. Hann þreif glóðarkerið og fleygði því beint út um gluggann, áður en hann hljóp út aftur. Súgurinn breytti loftinu fljótt til batnaðar, og eftir eina mínútu hættum við okkur inn og dróg- um hina dauðvona út. Annar var Melas túlkur. Hann var rammlega fjötraður, og yfir öðru auga var sár eftir mikið högg. Hinn var magur og magnlaus og allt andlitið var óhugnanlega þakið plástrum. Hann dró ekki lengur andann, og var þegar vonlaust að bjarga lífi hans. En eftir mikla fyrirhöfn tókst mér að vekja Melas aftur til lífsins. Grikkinn hafði ekki frá mörgu að segja. Sá lotni hafði komið heim til hans og hótað að drepa hann samstund- is, ef hann kæmi ekki með sér. Síðan hafði hann orðið að fara til The Myrtes og túlka að nýju. Nú höfðu báðir Eng- lendingarnir hótað fórnarlambi sínu lífláti, ef það skrifaði ekki undir. Árangurinn varð enginn sem fyrr, og þá börðu þeir Melas í rot. Næsta morgun fórum við til Daven- port, sem hafði skrifað svarið við aug- lýsingunni. Hann staðfesti það, sem við höfðum getið okkur til. Stúlkan var af auðugri ætt, grískri, og hafði verið í heimsókn hjá vinafólki í Englandi. Síðan hitti hún Latimer, sem hafði svo mikil áhrif á hana, að hún fylgdi honum eftir. Það var óþægilegt fyrir vinafólk- ið, sem gerði bróðurnum Paul í Aþenu aðvart, en vildi að öðru leyti ekki blanda sér í málið. Um það, sem á eftir fór, var allt á huldu og við urðum að geta í eyðurn- ar. Paul kom, kpmst að samastað La- timers, leitaði hann víst uppi og var lokkaður í gildruna. Þar eð Latimer og sökunauti hans varð ljóst, að sagan var í þann veginn að kvisast út, gerðu þeir síðustu, misheppnuðu tilraunina og hefndu sín síðan grimmilega á þeim, sem hafði boðið þeim byrginn og hin- um, sem hafði komið upp um þá. Að því búnu tóku þeir stúlkuna með sér og hurfu á brott. Lögreglan rakti slóð þeirra til megin- landsins og áfram suður á Balkanskaga. Löngu síðar sá ég smágrein í ungversku blaði þess efnis, að tveir menn, sem ferðuðust ásamt ungri stúlku, hefðu hlotið hörmulegan aldurtila. Báðir fundust stungnir á hol. Lögreglan í Budapest taldi það einsýnt, að þeir hefðu myrt hvor annan í afbrýðisemi. En Sherlock Holmes og ég vorum allt annarrar skoðunar. Sophia Krat- nides kann áreiðanlega að segja frá því, hvernig hún hefndi dauða bróður síns. Rétta meðalið j Framhald af bls. 16. Hr. Fletcher,“ kallaði sköllótti mað- urinn. „Er lyfseðillinn tilbúinn?“ „í þann veginn, Vernon, í þann veg- inn.“ „Þarna sjáið þér,“ sagði hann glott- andi. „Það er alveg að vei'ða tilbúið.“ „Jæja, Vernon,“ sagði sá gamli. „Pakkið þessu inn fyrir heiðursmann- inn.“ „Já, hr. Fletcher.“ Hann pakkaði því vel inn í brúnan pappír og byrjaði að binda garni utan um litlu flöskuna með töflunum, þegar Charlie hrifsaði hana af borðinu. „Ég vil ekki fá það í gjafapakka, ég vil aðeins fá helvítis pillurnar. Hvað er þetta mikið?“ „Um fjórir dalir og þrjátíu sent,“ sagði aðstoðarmaðurinn. Charlie borgaði. „Komið aftur,“ sagði maðurinn glað- lega. Það voru aðeins og 30 metrar frá verzluninni að húsinu, þar sem hann bjó, en Charlie var ekki viss um að hann kæmist alla leið. Stigarnir voru verstir, en hann klöngraðist upp þá, og í hverri tröppu sigraðist hann á þján- ingum sínum. Hann hratt upp dyrunum á herbergi sínu, fleygði ferðatöskunni upp á skáp og féll endilangur á rúmið. Þar lá hann í fimm mínútur, frávita af sársauka, og gleymdi næstum því, hvar meiðslin voru. Honum fannst eins og allur lík- aminn hefði verið fórnarlamb kúlunn- ar, og endurminningin kom honum til að hata lögguna svo mjög, að hann var glaður yfir að tíkarsonurinn væri dauð- ur. Dauður? Var hann dauður? Hann stundi og teygði sig til að sriúa takkanum á útvarpstækinu á borðinu. Hann varð að hlusta á kúrekatónlist og auglýsingar í tíu mínútur áður en hann frétti það, sem hann vildi vita. ,, .... og skaut lögreglumann, Jacob Bender liðsforingja, til bana.....“ Skaut til bana. Turk og ráðlegging hans. Jæja, fjandinn hafi það, hugsaði Charlie. Það yrði ekki aftur tekið. En hann vissi, að Turk hafði á réttu að standa. Skjóttu löggu, og þeir gleyma þér aldrei. „Allt í lagi!“ sagði hann upphátt. „Svo að ég drap löggu. Gerðu mér greiða, Turk, gerðu mér greiða!“ En Turk var dauður. Turk með öll góðu ráðin og úrræðin, hann var dauð- ur. Turk hafði verið nógu sniðugur. En Charlie ætlaði að spjara sig. Hann brbsti við tilhugsuninni um peningana í ferðatöskunni. Það voru aðeins tvær milljónir, en tvær milljón- ir var ekki sem verst. Hann neyddi sig til að rísa á fætur og staulast að skápn- um. Hann smellti upp lásnum og horfði með ánægju á seðlahrúguna. Það voru tíkallar, hundraðkallar og fimmhundr- uðkallar, og það var mikið af þeim. Það líkaði honum; því fleiri seðlar, því betur leit það út. Og erfiðara að kom- ast á sporið. „Betra að koma sér af stað,“ sagði hann stundarhátt. Hann fór inn í snyrtiherbergið. Þar var ekki mikið að finna. Sportjakka, skó, tvö bindi. í skápnum fann hann skyrtu, ermahnappa úr gulli, nærföt. Þetta allt komst alveg í aðra ferðatösk- una hans. Peningarnir tóku ekki mikið rúm á botninum. Hann lauk við að_pakka niður og var ferðbúinn innan tíu mínútna. Hann lit- Sjá næstu síðw.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.