Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 10
MÉR SKILST að knattspyrna sé hlutur sem beri að taka al- varlega. Knattsyrna er óút- reiknanleg og lýtur ekki nein- um lögmálum og þess vegna veit maður aldrei fyrir fram, hvernig leikar muni fara. Samt reikna blöðin leikina oft út fyr- ir fram, setja dæmið upp, reikna plús og minus — og komast að vitlausri niðurstöðu: Hins vegar eiga þau mjög auð- velt með að útskýra hvers vegna leikurinn hafi ekki far- ið eins og þau sögðu. Ég heiti Jón Jónsson og á heima á hæðinni og fer aldrei á völlinn til að horfa á knatt- spyrnu. Mér þykir vont að vera kalt og mér er sagt, að oft sé kalt á vellinum. Svo hefur mér líka verið sagt að knatt- spyrnan hér sé ekki eins góð og hjá þeim í útlöndunum. Ég las einu sinni í einhverju blaði að það væri ekki nóg með að íslenzku liðin töpuðu fyrir út- lendingum heldur töpuðu þau hvert fyrir öðru. Það skilst mér að sé stundum alvarlegur hlut- ur. Ég sagðist heita Jón Jónsson og eiga heima á hæðinni. Ég tók þetta fram til aðgreining- ar frá öðrum íbúum hússins. Maðurinn í kjallaranum er í Fram og sá í risinu er í KR. Þeir rífast oft. Ég á hæðinni er 10 FÁLKINN alveg hlutlaus. í vor urðu al- veg ógurleg læti í risinu. Son- urinn, tíu ára, fór að æfa með Val og faðir hans var eitthvað á öðru máli. Það var hryllilegt að horfa upp á andlegar þján- ingar mannsins. Hann vill nefnilega ala soninn vel upp. En strákurinn gaf sig ekki og hann er enn þá í Val. Það eru oft mikil læti á loftinu eftir að þeir hafa verið saman á vellin- um, feðgarnir. Þrátt fyrir þessa íbúa húss- ins er þekking mín á knatt- spyrnu mjög takmörkuð, eða réttara sagt var, því að um daginn fór ég á völlinn. Ég hafði þó hugmynd um að not- aður væri knöttur og leikurinn væri í því fólginn og koma honum í mark hjá andstæð- ingnum, en jafnframt skildist mér, að það væri ýmsum vand- kvæðum bundið. Ég hafði þó stöku sinnum hlustað á leik- lýsingu í útvarpinu mér til mikillar ánægju. Knattspyrnan í útvarpinu er oft skemmtileg og þar skellur oft hurð nærri hælum. Hvaða hurð það var hafði ég ekki hugmynd um. Svo hafði ég oft heyrt talað um að leikmenn væru ekki á skotskónum. Það fannst mér einkennilegt. Úr því að það var svona mikið atriði að vera á þessum skóm, því í ósköpunum fóru þeir þá ekki í þeim inn á völlinn? Svo hafði mér oft skilizt, að vitlaust væri raðað í landsliðið og það þótti mér enn þá furðulegra. Mér fannst það lítið sport að raða vitlaust í landsliðið og tapa, en hafa kannski getað unnið, ef rétt hefði verið raðað. Svo skildist mér að menn væru að skjóta boltanum langt frá markinu. Það þótti mér einnig einkenni- legt. Bæði það, að skjóta, því mér hafði alltaf skilizt að bolt- anum væri sparkað, og eins að vera þá að þessu úr því að menn hittu ekki markið. Ég hafði líka fengið það á tilfinn- inguna að markmaðurinn væri ekki alltaf staðsettur þar í markinu, sem boltinn kom. Nú hlaut hann að sjá, hvert bolt- inn stefndi, og þess vegna að geta náð honum. Já það voru margir hlutir í þessu, sem ég ekki skildi. Svo sá ég það í blöðunum um daginn, að fyrir höndum væri landsleikur í knattspyrnu gegn Bretum. Mér þótti þetta einkennilega til orða tekið, þvi mér fannst að leikurinn væri frekar fyrir fótum. Mér skild- ist á blöðunum, að við hefð- um talsverða sigurmöguleika. Þetta væru brezkir áhugamenn og þeir væru ekki góðir. Þessu með áhugamennina velti ég talsvert fyrir mér, því mér þótti einkennilegt að einhverj- ir væru í knattspyrnu, án þess að hafa áhuga. Þá upplýsti kjallara-maðurinn mig um, að til væru menn, sem hefðu það fyrir atvinnu að spila knatt- spyrnu og hefðu góðan pening fyrir. Ég spurði ekki meira en skildi ekki þetta með að „spila“. Jæja Bretarnir voru ekki sagðir góðir og jafnframt tekið fram, að ef okkar menn stæðu sig vel, sem ekki væri að efa, þá myndum við vinna. KR-ing- urinn í risinu sagði, að lands- liðið væri gott það væru í því sex KR-ingar. Framarinn í

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.