Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 8
ÞRÍTUGUR IÐJUHÖLDUR Viðtal rið Kirtfi Áffústssan hi'tstfuffn uírtun Iriðnn tla 1 Á síðustu árum hafa ýmsir dugmiklir ungir menn skotið upp kollinum í viðskipta- og atvinnulífi íslendinga. Eins og gengur hefur þeim vegnað mis- jafnlega; stjörnur sumra þeirra hafa birzt skyndilega, bjartar og skærar, en síðan sprungið og horfið, jafn snöggt og þær risu. Aðrir hafa farið sér hægar en stefnt jafnt og þétt að settu marki og náð ótrúlegum árangri. Fálkanum var um daginn bent á einn slíkan mann, sem fyrir tíu árum byrjaði með tvær hendur tómar, en á nú stórt Birglr Ágústsson á gangi í Brautarholtinu. Verksmiðja hans er nú til húsa á þrem efstu hæðunum í húsi Þ. Jónsson & Co. ionfyrirtæki, sem enn er í sioð- ugum vexti. Og þegar við kom- umst að því, að daginn, sem tölublað þetta er dagsett, verð- ur þessi maður þrítugur, fannst okkur bera vel í veiði að spjalla lítilsháttar við hann. Maðurinn, sem hér um ræð- ir, heitir Birgir Ágústsson, og rekur húsgagnasmiðju í Braut- arholti 6. Er fyrirtæki hans þar á þremur hæðum og þar eru framleiddar flestar tegundir húsgagna. Nafn fyrirtækis hans er ef til vill ekki eins þekkt meðal hinna almennu kaup- enda og nöfn sumra annarra húsgagnaframleiðanda, þar sem hann rekur enga verzlun og selur húsgögn sín einungis til verzlana, en margir eru þeir nú hérlendis, sem eiga húsgögn merkt með stimpli hans. 2 Við litum inn til Birgis einn góðveðursdaginn fyrir skömmu. Þótt húsið, sem fyrirtæki hans er í, sé hvergi merkt honum, fundum við fljótlega skrifstofu hans, þar sem hann sat við skrifborðið, sem væntanlega er ekki aðkeypt. Hann tók okkur mjög vel — þangað til við bárum upp erindið. Ekki svo að skilja, að hann vísaði okkur á dyr, en hann sagði það, sem okkur hafði raunar fyrir fram verið sagt, að hann myndi segja: „Ég skal segja ykkur strákar mínir, að ég vil ekkert blaðaviðtal. Ég er ósköp lítið gefinn fyrir svoleiðis. Svo er maður nú ekki orðinn svo gamall, að maður hafi frá neinu að segja.“ Síðan hófst þetta venjulega tafl, sem blaðamenn þurfa oft að tefla, við þá menn, sem ekki vilja komast í blöðin. Það tafl fer venjulega ósköp líkt fram; rök eru færð fram í hógværð á báða bóga. Fórnar- lambið vill ekki móðga blaða- manninn og blaðamaðurinn ekki fórnarlambið. Það er aðeins lokaspretturinn, sem getur verið breytilegur. Þessu tafli lauk ekki með máti; við gætum sagt að því hefði lokið með „patti“. Birgir gat sig eiginlega hvergi hreyft fyrir rökum okkar (eða eigum við að segja ágengni) og við lof- uðum að gæta fullrar hógværð- ar í öllum skrifum. 3 — Nei, ég er ekki Reykvik- ingur. Ég er fæddur á Fáskrúðs- firði. Foreldrar mínir hétu Ágúst Lúðvíksson og Marta Sveinbjörnsdóttir. Faðir minn var sjómaður og drukknaði, þegar ég var tveggja ára. Við erum fimm alsystkini og svo á ég tvö hálfsystkini. Nú — ég

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.