Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 21
FramVialdssaga eftir Erle Stamley Gardner i i t leggja spilin á borðið: Settuð þér auglýsingu í blöðin eftir ungri stúlku — — “ „Bull og vitleysa, herra Mas- on,“ sagði hún. „Verið ekki svona trúgjarn. Dorrie Ambler setti sjálf auglýsinguna í blöð- in og gaf leynþjónustufyrir- tæki fyrirmæli símleiðis úr ó- skráðum síma. Það segir sig sjálft að hún fékk starfið." Leyniþ j ónustuf yr irtækið veit það eitt, að það átti að ráða einhverja konu, sem væri áberandi lík tiltekinni ljós- mynd Og þar fyrir utan held ég ekki að Dorrie Ambler hafi komizt í málið fyrir eigin vél- arafli, ef svo má segja. Ég held að einhver fjársvikari eða mis- yndismaður hafi fengið veður af þessu og standi á bak við hana.“ „En hvað um bílslysið?" sagði Mason. „Ég get ekkert um það full- yrt,“ sagði Minerva. „En hún var í sambandi við glæpamenn. Það er augljóst af því að bíll- inn var stolinn. Og maðurinn, sem fannst í íbúð Dorrie Ambl- ers var njósnarinn, sem hafði hjálpað henni að koma þessu svindilbraski af stað, Marvin Billings. Ég er ekki með nein klögumál, en það verður að játa, að dauði hans er mjög heppilegur fyrir hana." Mason sagði: „Hefur botn- langinn verið tekinn úr yður, ungfrú Minden?“ „Botnlanginn? Nei. Af hverju?“ „Þetta er mjög óvenjulegt,“ sagði lögfræðingurinn, „en það vill svo til, að það skiptir tals- verðu máli. Væri yður á móti skapi að snúa yður frá mér og lofa ungfrú Street að ganga úr skugga um hvort þér hafið ör eftir botnlangaskurð?“ Stúlkan hló. „Hvers vegna þessi tepruskapur? Þér mund- uð sjá eins mikið af mér í bik- ini.“ Hún stóð upp, sneri sér að þeim, dró upp blússuna, losaði um pilsið dró það niður og teygði á húðinni þar sem örið mundi hafa verið. ,,Ánægðir?“ spurði hún. Áður en Mason gat svarað, var hurðinni hrundið upp og Tragg lautinant snaraðist inn í herbergið. „Hvað er að sjá?“ sagði hann. „Hvað er þetta — — nektarsýning?" Mínerva Minden sagði: „Herra Mason langaði til að sjá hvort það hefði verið tek- inn úr mér botnlanginn." „Ég skil,“ sagði Tragg. „En fyrst við erum öll hérna saman komin, ætla ég að bera fram nokkrar spurningar." „Hvað langar yður að spyrja?" spurði Mínerva Mind- en. „Hvað yður snertir, ungfrú Minden,“ sagði Tragg lautin- ant, „þá langaði mig að spyrja um morð, og þér gætuð verið grunuð öðrum fremur finnst skylda mín að ur á það.“ Morð á hverjum?" „Morðið á Marvin „Þér verðið að tala fræðing minn,“ sagði hún. Tragg sagði: „Þekkið þér Marvin Billings, manninn, sem fannst í andarslitrunum í íbúð ungfrú Amblers?“ „Ég veit ekkert um þessa íbúð,“ sagði hún hiklaust. „Og ég hef aldrei séð Marvin Bill- ings.“ „Konan sem sér um íbúðina þekkti mynd af yður sem leigj- anda hennar undir nafninu Dor- rie Ambler, og hún benti á yður í kvennahópi." Mínerva Minden sagði: „Áð- ur en hún fullyrðir að ég sé Framh. á bls. 24. wJÍBBKaliaUit'u'uiu,, | FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.