Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 6
Um samræður í kvikmyndahúsum. Kæri Fálki. Það var eitt kvöldið um aag- inn að ég fór í bíó einu sinni sem oftar ásamt einni vinkonu minni. Ég ætla ekki að skrifa þér um myndina sem var í alla staði skemmtileg heldur að segja frá atviki sem kom fyrir meðan á sýningu stóð. Við vorum eitthvað að hvíslast á og vitum ekki fyrr til en mað- ur sem sat fyrir framan okkur snýr sér við og biður okkur um að gjöra svo vel að halda okkur saman. Við önsuðum þessu að sjálfsögðu ekki neitt heldur héldum áfram eins og ekkert hefði í skorizt.. Vinkona mín var að útskýra fyrir mér myndina. Og þá snýr þessi maður sem ég sagði frá áðan, sér við aftur og segir rétt sí svona: Hvers konar kjaftagang- ur er þetta; Getið þið ekki haldið ykkur saman? Og ég ætla ekki að lýsa fyrir þér hversu undrandi við urðum. Við steinþögðum og sögðum ekki aukatekið orð meir. Mér þykir það orðið nokkuð hart ef fólk má ekki hvíslast á nokkrum setningum meðan á sýningu stendur. Og þessi fram- koma mannsins finnst mér fyr- ir neðan allar hellur. Þetta er að mínu viti hin grófasta ókurt- eisi. Svo þakka ég ykkur fyrir allt gott efni sem þið hafið flutt og vænti þess fastlega að þið birtið þetta bréf mitt. K. O. Svar: Þegar menn fará í bíó þá fara þeir til aó sjá myndina og um leiS aS hlusta á þaS sem persónur hvíta tjaldsins segja. SamrœÖur sýningargesta eru því mjög óvin- sœlar og aS ekki sé meira sagt hvimleiöar. Okkur liefur oft bor- izt bréf þar sem kvartaS er yfir þessum ósiS og eins aö láta skrjáfa mikiö i sælgætisumbúöum. Þiö þurfiö ekki aö hafa veriS neitt leiSinlegar þú og hún vinkona þín en samrœSur ykkar vöktu ekki áhuga þeirra sem nœstir sátu. Svar til H. Þú hefSir ekki átt aö reka hann út þetta kvöld sem hann heim- sótti þig heldur heföir þú átt aö rœöa viö liann málin og vita hvort þiö hefÖuO ekki getaO komizt aö niOurstööu. En úr þvi sem komiö er þá mun lítiö fyrir þig aö gera en þú skalt nú samt reyna allar leiöir til aö ná sáttum því sökin er ekki síöur þín en hans. Þaö er ekkert undarlegt þótt hann yröi vondur eins og þú komst fram viö hann og þótt þú kunnir aö álíta aö til þess heföir þú ástœö- ur heföi veriö betra fyrir þig aö hugsa máliö. Svona hluti gera menn ekki nema aö hafa til þess stærri ástæöur. Þaö er því { raun og veru skylda þín aö koma til móts við liann og þú átt aö stíga nœsta skrefiö. Þetta skaltu aö minnsta kosti hugleiöa í fullri al- vöru. Svo þökkum viö þér bréfiö sem var reglulega skemmtilegt þrátt fyrir allt og leiöinlegt aö mega ekki birta þaö. Svar til Steina: Áöur en þú hefst handa skaltu nú kynna þér máliö betur svo þú farir ekki aö flækja þig í meira klandur en oröiö er. Þú skalt aö minnsta kosti telja upp aö tíu áöur en þú kœrir manninn og þú skált vita hvort þú getur ekki náð rétti þínum á annan hátt. Um síöari liluta bréfsins er þaö aö segja aö viö getum þvl miöur lítiö ráö gefiö þér. Þú skalt snúa þér til annarra aöila sem þér ætti aö vera Ijóst hverjir eru og vita hvort þaö ber ekki árangur. Hvar í veröldinni áhannJames Darren heima? Kæri Fálki. Getur þú sagt mér heimilis- fang leikarans James Darren? Mér finnst blaðið ágætt. Með fyrirfram þökk. Sigga. P. S. Hvernig er skriftin? Svar: Því miöur getum viö ekki sagt þér heimilisfang James Darren, en ef einhver sem les þetta og veit heimilisfangiö þá biðjum við hann að skrifa okkur hiö fyrsta og munum viö þá birta smrið. Skriftin á bréfinu þínu, Sigga, er mjög góö og frágongur ágætur. Framhaldssögurnar. Kæri Fálki. Ég er fastur kaupandi Fálk- ans og ég verð að segja það að í heild er ég ánægð með blaðið, og þó sérstaklega framhalds- sögurnar. En það er eitt sem mig langar til að orða við ykk- ur. Getið þið ekki haft fram- haldssögurnar aðeins lengri hverju sinni? Með þökk. Kona. Svar: Framhaldssögurnar eru haföar svo langar lwerju sinni sem rúm blaösins frekast leyfir. FÁLKiNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.