Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 4
SÖLUKEPPNI Með síðasta tölubl. Fálkans hófst sölukeppni meðal sölubarna, er standa mun yfir meðan sex næstu blöð (að því meðtöldu) verða til sölu á götunum. Tvenns konar verðlaun verða veitt. í fyrsta lagi fá öll þau börn, er selja ÞRJÁTÍU eintök eða meira af hverju þessara sex blaða ókeypis hringflugferð með hinni nýju flugvél Björns Pálssonar, TF-LÓA, yfir Reykjavík og ná- grenni. I öðru lagi má svo það bamið, er selur samtals flest blöð, af þessum sex sölublöðum, fara í Húsgagnaverzlunina Skeifuna og fá sér þar húsgögn eftir eigin vali fyrir TVÖ ÞtíSUND krónur. Þó koma ekki önnur börn til greina í þessu sambandi, en sem selt hafa þrjátíu eintök eða meira af hverju blaði og þannig einnig unn- ið til flugferðarinnar. SÖLUBÖRN! Verið með í þessari sölukeppni! Fáið skemmtilega flugferð og reynið að vinna ykkur inn ný húsgögn í herbergið ykkar, um leið og þið vinnið ykkur inn mikla peninga fyrir fyrir að selja FÁLKANN! Djúpárdrengir koma aftur Fyrir nokkrum árum voru hér á ferö fjórmenn- ingar, sem skemmtu Reykvíkingum með söng nokkur kvöld í Austurbæjarbíói við fádæma góð- ar undirtektir. Þetta voru þeldökkir Bandaríkja- menn og kölluðu sig The Deep River Boys — Djúp- árdrengina. Það er langt síðan þessir drengir fóru að vinna saman og í dag eru þeir einn vinsælasti söng- kvartett í víðri veröld. Þeir hafa ferðazt um Banda- ríkin þver og endilöng, um Kanada og Evrópu og allsstaðar hlotið mjög góðar viðtökur. Þeirra beztur er Harry Douglas bariton. Það er sagt að þegar Harry var ungur hafi hann langað til að verða frægur söngvari og að hann hafi hald- ið að aðeins tenórar gætu orðið frægir. Sem slíkur sótti hann um upptöku í kór nokkurn fyrir vestan, en hann var ekki kominn langt í próflaginu þegar prófdómarinn sagðist aldrei hafa heyrt svona góð- an bariton. Nú hefur bernsku draumur Harry rætzt. Nú eru þessir fjórmenningar komnir hing- að aftur á vegum Péturs Péturssonar og munu halda hér nokkrar söngskemmtanir. Við hittum Pétur Pétursson að máli fyrir nokkru og spurðum hann um þessa heimsókn. Hann sagði að The Deep River Boys mundu dvelja hér í viku tíma og fyrsta söngskemmtunin yrði 30. sept. Ekki væri enn á- kveðið hvort þeir héldu eina eða tvær söngskemmt- anir hvern dag. Um dagskrána sagði hann, að hún yrði nokkuð breytileg frá degi til dags. Pétur sagð- ist hafa sent þeim nokkur laga Jóns Múla ásamt enskum texta og allt útlit væri fyrir, að þeir mundu syngja þau lög. Verður gaman að heyra flutning þeirra á þessum vinsælu lögum Jóns Múla. Við bjóðum Deep River Boys velkomna og drög- um ekki í efa að Reykvíkingar munu veita þeim góðar viðtökur. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.