Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 14
HAUSKUPAN HEILAGA Smaisiaga eftir Pearl S. Buck Síðari hlntí Hann settist aftur við skrifborð- ið og lagði myndina af sér hrana- lega á grúfu. Þetta ungaeðislega andlit brosti breitt, rétt eins og faðir hans væri ekki látinn. „Padmaya,“ sagði hann, „ég eetlaði ekki að gera það.“ „Ég veit hvernig þér líður,“ sagði hún hugsi, „en þú verður að gera það.“ „Hann hafði til að bera beztu gáfur, sem ég hef nokkurn tíma kynnzt, djúpstæðustu, rökræn- ustu, frumlegustu gáfur. „Ég get ekki gert það,“ sagði hann þrákelknislega. „Ég vildi, að ég gæti gert það fyrir þig,“ sagði Padmaya lágum rómi. „Ég vissi, að þig langaði ekki til þess. En engum öðrum yrði nokkru sinni leyft það.“ „Ég husaði aldrei út í að dauða hans bæri að höndum, áður en ég sæi hann aftur,“ muldraði hann. „Ég hélt, að hann ætti lengi ólifað, aðeins fimmtíu og fjögurra. Var hann annars veikur?“ „Nei — ekki svo að við viss- um. Ég held, að hann hafi verið þreytulegur. En hann sagði ekk- •rt.“ „Padmaya!“ „Já?“ „Heldur þú að hann hafi trúað á framhaldslíf?" Hún kinkaði kolli í áttina að bókaskápnum. „Líttu á þessar bækur og segðu mér þitt álit.“ 14 FALKIMN Hann gekk rólega meðfram hillunum.Þær bæru vitni um frjóa og skapandi hugsun, áhuga á eðlis- fræði og háspeki, listum, lögum og heilabrotum. Hann hafði aldrei áður litið á þessar bækur sem spegilmynd huga föður síns. Hann og öll fjölskylda hans hafði hafið föður hans yfir alla gagnrýni. Þau höfðu talið það sjálfsagt, að ljós logaði hjá honum seint á kvöldin, að hann færi árla á fætur, að hann þegði lengi og íhugaði, að hann svaraði spurningum þeirra af var- úð og nákvæmni — stundum of mikilli nákvæmni, því að Rashil hafði alltaf hlustað þolinmóður á það, sem faðir hans hafði að segja. Hann hafði einfaldlega gengið út frá því sem gefnu, að faðir hans vissi allt, að hann hefði \aldrei getað vitað, hve nærri sanni þetta var, ef hann hefði ekki farið til Harvard. Samt hafði faðir hans aldrei yfirgefið Indland. „Ég get ekki gert það,“ endur- tók hann og gaf til kynna, að það væri útrætt mál. „Ég ætla blátt áfram að kalla fjölskylduna sam- an og segja þeim, að það verði að gera útför hans að hætti Englend- inga, í enska kirkjugarðinum. Pabbi átti marga enska vini á dög- unum fyrir sjálfstæðið." „Hann var líka vinur Gandhis,” minnti Padmaya hann á. „Hann var ekki alltaf sömu skoðunar og Gandhi,“ sagði Rashil hryssingslega. Hann fleygði sér í hægindastólinn og hallaði sér aft- ur á bak með augun lokuð og taut- aði í sífellu: „Ég get einfaldlega ekki gert það. Ég ætla blátt áfram ekki að gera það.“ Padmaya reis virðulega á fætur. „Jæja þá,“ sagði hún. „Ég skal boða fjölskylduna á fund. Það er ekki hægt að fresta útförinni.“ Þau biðu öll eftir honum hálf- tíma síðar, þegar hún sótti hann. enginn hafði yfirgefið húsið. Eins og Padmaya hafði sagt, var ekki hægt að fresta útförinni, en hann neitaði að leyfa sér þá tilhugsun, að faðir hans lægi á nástráunum í kulda íshússins. Það var fjar- stæðukennt og óviðeigandi. Hann strunzaði út úr herberginu og inn í stóran forsalinn. Eldri meðlim- ir fjölskyldunnar sátu á sessum á gólfinu, og börnin hlupu um. Þau biðu eftir honum til að leið- beina þeim. Jæja þá, hann skyldi leiðbeina þeim. „Kæru vinir,“ byrjaði hann og mælti á Hindi, sem þau voru vön- ust, enda þótt sumir ættingjar kæmu frá fjarlægum fylkjum. Þetta var stór fjölskylda, en þó sameinuð, og faðir hans hafði ver- ið viðurkenndur leiðtogi hennar, jafnvel á þessum tímum nýjunga. Hlýlegur kliður gagntók hann. Hann byrjaði hressilega: „Kæru vinir, mér þykir vænt um að vera heill á húfi í ykkar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.