Fálkinn - 02.10.1963, Blaðsíða 34
Kvikmyndaþáttur
Framh. ai bls. 25.
Dirk Bogarde. Bogarde er kvik-
myndahúsgestum að góðu
kunnur því margar mynda
hans hafa verið sýndar hér
undanfarin ár.
Stjórnandi tónlistar í mynd-
inni er Morris Stoloff og Fil-
harmoniuhljómsveit Los Ang-
eles leikur. Einleikari á píanó
er Jorge Bolet. Þá kemur Rog-
er Wagner kórinn einnig fram
í myndinni. Auk verka eftir
Liszt verða flutt verk eftir
Chopin, Richard Wagner, Bach,
Paganini, Hándel, Beethoven,
Mendelssohn, Verdi og Robert
Schumann.
Meðal leikara sem koma
fram í myndinni má nefna
Capucine sem leikur prinsessu
Carolyne, Cenevive Page, sem
fer með hlutverk Maríu, Patr-
icia Morison sem leikur George
Sand, Lyndon Brook sem leik-
u? Richard Wagner og Alex
Davion sem leikur Chopin.
Þessi mynd mun á efa vera
kærkomin þeim sem unna
góðri tónlist.
Færeyjar
Framh. af bls. 19.
að oftast tekur það alla nóttina
að koma stúlkunum heim. Það
er nú ekkert óvenjulegt að
vaka heila nótt, og á bátunum
dansa menn og syngja hina
fjölmörgu færeysku söngva.
Og byrji Færeyingarnir einu
sinni að dansa hætta þeir ekki
aftur fyrr en dagur rís. Ég
gleymi aldrei nóttinni á
„Drottningunni“ á leiðinni frá
Færeyjum til íslands. Allt
skipið var í hátíðaskapi, allir
dönsuðu færeyska dansa og all-
ir sungu færeysku söngvana,
Bandaríkjamenn, Frakkar,
Þjóðverjar og Svíar, já allir
trölluðum við dansvísurnar, og
allir fundum við, að Færeying-
ar eiga nokkuð það, sem hver
þjóð getur öfundað þá af, þeir
hafa sína sérstæðu söngva og
lífsgleði. Færeyingar vita,
hvernig þeir eiga að fara að
því að koma fólki í gott skap,
að gera mikið úr litlu og enn
hljóma tónar færeyska mars-
ins í eyrum mér. Ég minnist
lagsins, og gleymi því aldrei;
hamingjusömu Færeyingar, þið
sem hafið svona mikið af lífs-
gleði.
Klakksvík.
Klakksvík var það, já, ég
elska þann bæ, hann er svo
34
persónulegur. í Klakksvík hitti
ég einnig fyrstu og einu Fær-
eysku stúlkuna, sem fór á
fiskiskútu til Grænlands. Jonva
Guttesen heitir hún, 17 ára
gömul, og hefur alltaf búið í
Klakksvík, unnið um tíma á
leigubílastöðinni og er stúlka,
sem sannarlega er góður full-
trúi Færeyja. Hún er lagleg,
veit heilmikið um önnur lönd,
vill sjá sig um í heiminum, en
hún á áreiðanlega eftir að
koma aftur til Klakksvíkur.
Hún vill samt fara burtu,
Grænland var aðeins fyrsta
takmarkið, sem hún hefur sett
sér, Kaupmannahöfn er næst á
dagskrá og síðan Svíþjóð.
Henni finnst ferðin til Græn-
lands hafa verið hreinasta æv-
intýri. Þar eð Jonva var fyrsta
stúlkan, sem fór þangað með
fiskibáti, hefur hún fengið um
sig margar greinar í færeysk-
um blöðum, allir dást að henni
vegna þessarrar ferðar, það er
ekki fyrir neina letingja að
vinna á fiskibátum, sér í lagi
ekki fyrir stúlkur, en Jonva
skilaði verkinu vel. Skipstjór-
inn á bátnum, sem heitir Ják-
up, vill gjarnan fá hana með
í aðra ferð. Allir um borð eru
fullir aðdáunar á dugnaði
hennar, og að hafa getað stað-
izt hið erfiða líf á fiskibáti, en
Jonva býr við innsiglinguna til
Klakksvíkur og hefur frá
bernsku séð bátana leggja upp
í langar og .erfiðar ferðir og
hefur alltaf hugsað sér, og
þráð, að fara með í eina ferð á
fiskibáti og þegar henni gafst
tækifæri, þá vissi hún ná-
kvæmlega, hversu erfitt en um
leið skemmtilegt það ætti eftir
að verða.
Kirkjan er miðpunkturinn.
Færeyingar eru mjög svo
kirkjurækið fólk, og þeir láta
ógjarna guðsþjónustuna á
sunnudögum fram hjá sér fara.
Þeir fara oft í kirkju, og það
er þeim nauðsyn. Trúin á guð
er íbúunum huggun í hinni erf-
iðu baráttu fyrir tilverunni.
Jafnvel unga fólkið fer oft í
kirkju, ef ekki á hverjum
sunnudegi, þá að minnsta kosti
jafn oft og mögulegt er. Þegar
ég ræddi við Færeyinga var
alltaf það fyrsta, sem hann
spurði mig um: „Hefur þú séð
kirkjuna okkar?“ Það skipti
ekki máli, hvort ég var I Þórs-
höfn, Klakksvík, Tveraa eða
einhvers staðar annars staðar,
menn vildu alltaf fá að vita,
hvort ég hefði séð kirkjuna
þeirra, hefði ég ekki komið i
hana enn, var ætíð einhver fús
að fara með mig þangað. Kirkj-
urnar eru fallegar í Færeyjum,
smekklegar að innan, og oft
eru þær gerðar eins og fiski-
bátar, eins og kirkjan í Tveraa,
og karmarnir á bekkjunum líta
út sem árar. í þaki hverrar
kirkju hangir skip og í guðs-
þjónustunni er alltaf beðið um
gott veður handa skyldmenn-
unum, sem eru úti á sjó og um,
að þeir komi sem fyrst aftur
heilu og höldnu.
Venjur og siðir.
Því meira sem maður athug-
ar líf og venjur Færeyinganna,
þeim mun meira sérkennandi
finnur maður. Þeir standa vörð
um allar venjur, og allt, sem
er færeyskt. Tökum sem dæmi
færeysku „mussuna", vissulega
eru það aðallega fullorðnir,
sem klæðast henni, en hún
helzt og á eftir að vera í
notkun í mörg ár. Jafnvel þótt
allar þjóðir eigi eftir að renna
meira og meira saman í eina
heild verður alltaf til einhver
sönn færeysk æð, sem ekki
deyr og stendur stöðugt vörð
um venjurnar.
Vissulega eru Færeyingar
hluti úr danska samfélaginu,
en landið liggur svo langt frá
Danmörku, hefur haft — og
hefur tækifæri til þess að við-
halda sérkennum sínum. Ferða-
menn uppgötva ekki — og því
miður vill það oft verða svo,
að ferðamennirnir eyðileggi
löndin, en það hefúr enn ekki
gerzt í Færeyjum. Tökum sem
dæmi Mallorca og Svíana, sem
þangað sækja: Mallorca var
sérkennileg litil eyja, en Svíar
og aðrir Norðurlandabúar hafa
orðið þess valdandi, að þar er
ekki annað en kaupsýsla um
ferðamenn, sem hefur haft það
í för með sér, að ekki er lengur
hægt að finna þar neitt
skemmtilegt. Það er hægt að
fá þar sænskar kjötbollur,
sænskt brauð og margt annað.
Við skulum vona að hinn aukni
ferðamannastraumur til Fær-
eyja eigi ekki eftir að leiða til
þess að íbúarnir hverfi frá sín-
um eigin venjum. Tímarnir eru
því miður þannig, að allar
þjóðir færast nær því að skapa
eina heild, sem um leið sléttar
út öll þjóðarmörk og gerir
fjarlægar eyjar — eins og Fær-
eyjar — nálægari. Við skulum
einnig vona, að Færeyingar láti
sér að kenningu verða það víxl-
spor, sem Mallorca steig, þann-
ig að Færeyjar haldi áfram að
vera það sem þær eru nú: Al-
gjörlega einstakar, lítill eyja-
klasi með sína eigin siði og
venjur, sem íbúar annarra
landa hafa ánægju af að kynn-
ast, athuga og segja frá. Við
skulum vona, að menn gleymi
ekki sínum eigin byggingarstíl
og marglitu húsunum, vegna
evrópska byggingastílsins með
stóru, gráu og leiðinlegu íbúð-
arkössunum.
Ég vona, að Færeyingarnir
geti enn sagt. eftir tíu ár:
„Þetta er land okkar, við elsk-
um það og þú, útlendingur,
getur ekki fundið neitt líkt því
í öllum heiminum, því þetta
eru Færeyjar, landið, þar sem
fiskurinn og sauðkindurnar
gera manneskjunum fært að
lifa.“
Hispursmey
Framhald af bls. 30.
færa sönnur á, að sakborningur
hafði fengið upplýsingar um að
Dorrie Ambler væri raunveru-
lega dóttir móðursystur ákærðu,
óskilgetin, og að hún og ákærð
áttu sama föður.
Við getum þessa einungis til
að gefa bendingu um sálar-
ástand hinnar ákærðu. Hún var
í Montroseklúbbnum á dans-
leik að kvöldi laugárdagsins
hins sjötta september og var
orðin ölvuð. Hún lenti í orða-
kasti við manninn, sem var með
henni þarna og fór burt af dans-
leiknum í reiðikasti.
Við teljum okkur geta sýnt
fram á, að hin ákærða rakst á
bíl á bílastæði klúbbsins með
vélina í gangi. Það var Cadil-
lac, skráningarnúmer WHW 694
og honum hafði verið stolið í
San Fransisco, þó að ákærðri
hlyti að vera ókunnugt um það.
Ákærð ók burt í þessum stolna
bíl. Við hornið á Vesturgötu
og Hollywoodstræti ók hún
gegn rauðu ljósi, rakst á fót-
gangandi mann, stökk út úr
bílnum, varð síðan hughvarf og
ók í burtu.
Nú skal sýnt fram á, að á-
kærð fann upp á mjög hugvits-
sömu ráði til að smeyja sér und-
an ábyrgð.Hún leitaði til
njósnafyrirtækis og setti aug-
lýsingu í blöðin eftir ungri
konu, sem fullnægði ákveðnum
skilyrðum um útlit. Dorrie Am-
bler svaraði þessari auglýsingu.
Hún var svo lík ákærðu í útliti,
að tortryggni hennar vaknaði.
Enn skal sýnt fram á, að ætl-
unin var að láta Dorrie Ambler
ganga um í návist vitnanna,
sem séð höfðu slysið. Ákærða
vonaði að áhorfendur mundu
telja sig kannast við Dorrie
Ambler sem slysvaldinn.
Er þeir hefðu einu sinni orð-
ið berir að mistökum í því efni,
þá taldi ákærð, að hún sjálf
Framh. á bls. 36.
FALKINN