Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Side 6

Fálkinn - 02.03.1964, Side 6
Bréf um bjór. Háttvirta blað. Það er alltaf verið að skrifa um bjór í Pósthólfinu hjá ykkur og þess vegna finnst mér nokk- ur ástæða til að leggja þar orð í belg. Auðvitað ætti ekki að þurfa að eyða mörgum orðum í þetta mál því það liggur svo ljóst fyrir en við erum oft svo einkennilegir Islendingamir. Við öpum hitt og þetta eftir erlend- um þjóðum og tölum um að þetta og hitt sé svona úti í heimi og hvers vegna við eigum ekki að hafa það líka svo hjá okkur. En um jafn sjálfsagðan hlut og bjórinn þá getum við rifist dag- inn út og daginn inn. Því fyrr sem bjórinn kemur þvi betra og við viljum þióðaratkvæða- greiðslu. Bjórmaður. Af hveriu eru hnefaleikar bann- ■•ðir? Kæri Fálki. Hvemig stendur á því að hnefaleikar em bannaðir hér á 'andi? Þetta er falleg og göfug ■'brótt og mönnum er nauðsyn- 'egt að kunna hana til að geta varið sig ef á þá er ráðist. Ég hef aldrei getað skilið þessa ráð- stöfun og mér kemur hún mjög kiánalega fyrir sjónir. Við leyf- 'im t.d. japanska glímu og ég fæ “kki séð að hún sé neitt betri heldur en hnefaleikar. Er þetta “kki þröngsýni hjá okkur að banna þessa íþrótt? Við fylgj- umst ekki með tímanum. Með be?Ui ''*'oðjum. Boxi Svar: Suma hluti er nauðsynlegt að banna eins og t.d. hnefaleika. Við getum ekki tekið undir þá fullyrðingu þína að þeir séu fal- 'eg og göfug íþrótt þvf við erum á öndverðri skoðun. Og þú minntist á sjálfsvöm. Það er rétt hjá þér að oft getur verið gott að kunna eitthvað fyrir sér í þeim efnum en hnefaleikar em ekki rétta aðferðin. Japanska glíman sem þú minntist á í bréfinu mun sennilega mun happadrýgri. Og sú glíma er mjög falleg íþrótt og það ætti að gera hana að skyldugrein f skólum og svo má ekki gleyma íslenzku glímunni. Vill fara í mál við Caniel og Chestcrfield. Kæri Fálki. Nú er manni sagt að það sé hættulegt að reykja sígarettur og að maður fái krabbamein uppúr slíku og geti kannski dáið af öllu saman. En hvemig er það getur maður ekki farið í mál við þá sem selja manni betta eitur eins og t. d. Camel og Chesterfield? Auðvitað er þetta ekkert annað en eitur og það má ekki gefa fólki inn eitur því það er bannað í lögum. Heldur þú kæri Fálki að maður geti farið í mál við þessa menn? Með beztu kveðjum. Siggi. Svar: Þú getur reynt að fara í mál við Camel og Chesterfield og látið okkur svo vita hvernig gengur. En heldur mun það nú erfitt fyrir þig. Þess munu dæmi að vestanhafs hafi menn farið í mál við sígagrettuframleiðend- ur en málshöfðunarmenn munu hafa fengið heldur lítið út úr slíku. Hvað á hún að gera? Kæri Fálki. Ég skrifa þér af því ég er í voðalegum vandræðum þessa dagana. Þannig er mál með vexti að ég er voðalega skotin í strák en hann vill ekki sjá mig. Ég hef gert allt sem é° get til að vinna hylli hans en ekk- ert hefur gengið. Bezti vinur hans er góður vinur minn en hann vill ekkert hjálpa mér í þessu máli. Hvað á ég að gera? Ég er svo voða'eea skotin. Ble's Dúlla. Svar: Málið virðist ekki auðleyst og við erum ekki neinir sérfræðing- ar í einkamálum. Þú skalt reyna að láta sem þú sjáir ekki strák- inn og láta líta út eins og þér hafi snúizt hugur. Síðan skaltu reyna að húkka bezta vin h°ns og vita hvort málið tekur -Vki nýja stefnu. TJm Stjörnuspána. Háttvirta Pósthólf. Það er merkilegt með þessa stjörnuspá ykkar. Það kemur ekkert fram af því sem þið seg- ið. Um daginn stóð t.d. að fimmtudagurinn yrði nokkuð sérstæður en hvað skeður svo. Jú það kvöld þegar ég býst við einhverju sérstæðu kemur tengdamóðir mín f heimsókn en það hafði hún raunar ekk' ’ert lengi. Eina vikuna sögðuð Sið mér að fara gætilega í fjármál- 6 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.