Fálkinn - 02.03.1964, Qupperneq 7
um og þá viku sá ég bókstaf-
lega ekki krónu. Svona er það
allt sem stendur í þessari spá
5 kkar.
En af því að ég er nú að
skrifa ykkur þá vil ég nota
taekifærir og þakka ykkur fyrir
skemmtilega framhaldssögu og
þá meina ég auðvitað Eins og
þjófur á nóttu.
Kær kveðia.
OLP.
Svar:
Það er leiðinlegt þetta með
Stjörnuspána. Þú hlýtur að vera
mjög sérstæð fyrst ekkert kem-
ur heim. En okkur virðist það
koma fram f bréfi þínu að
nokkurs misskilnings gæti hjá
þér gagnvart þessari spá. Það
stóð ekki f spánni hvernig þetta
umrædda fimmtudagskvöld yrði
þér sérstætt. Það var bara sagt
að það yrði sérstætt. Og hvað
skeður svo? Jú, tengdamóðir þín
sem ekki hefur komið lengi í
heimsókn kemur þetta kvöld og
það verður jú að teljast nokk-
uð sérstætt. Og þetta með fjár-
málin. Þú segist ekki hafa séð
krónu þessa viku og þá hefðir
þú t.d. getað freistast til að slá
víxil og hvernig heldur þú að
þá hefði farið fyrir bér. Hve-
nær heldur þú að sá víxill hefði
veríð greiddur? Treystu stiörn-
u."”m og þá mun þér famast
vel.
S?’"'mður í strætisvagninum
Kæri Fálki.
i'Tildð voðalega getur það ver-
ið ’eiðinlegt betta fólk sem mað-
ur rétt kannast við og sezt hjá
ir?"ni f strætisvagninum og tal-
ar svo hátt við mann að allur
vímninn heyrir hvert einasta
orð Og umræðuefnið. Stund-
um er betta svo heimskulegt og
pe’-sðnulegt að maður vildi helzt
af öliu deyja. Ef þetta er ekki
dónaskapur bá veit ég ekki hvað
hm«t er að flokka betta undir.
Kona.
Svar:
Það er ekki kurteisi af svo
nær ókunnugum manni eða
konu að tala um einkamál yðar
í strætisvagninum svo hátt að
allir heyri. Hinsvegar er óvíst að
þetta fólk sem $vo hagar sér
kunni yfirleitt nokkra manna-
siði. Næst þegar þetta kemur
fyrir þá skaltu fara að ræða um
þe«s einkamál og gæta þess vel
að allur vagninn heyri.
Auglýsingakvikmyndir í bíó
Kæri Fálki.
Mikill munur er að sjá aug-
lýsingakvikmyndir heldur en
þessar skuggamyndir. Kvik-
myndin hefur miklu meira aug-
lýsingargildi og það mun áreið-
anlega borga sig að vera með
eina þannig mynd heldur en
eina skuggamynd allt árið. Sum-
ar þessara auglýsingakvikmynda
eru mjög skemmtilegar og þess
vegna tekur fólk mun betur eftir
þeim en hinum. Meiri auglýs-
ingakvikmyndir.
Bíógestur.
Hvað er hægt að gera í málinu?
Elsku Fálki.
Vegna þess að ég hef séð að
þú hjálpar sumum sem eiga f
vandræðum þá datt mér f hug
að skrifa þér og biðja þig um
að hjálpa mér. Þannig er mál
með vexti að daglega er ég sam-
ferða strák f strætisvagninum
sem mig langar mikið til að
kynnast. En ég hef aldrei talað
við hann og veit ekki einu sinni
hvað hann heitir. Hann kemur
f vagninn á annarri stöð en ég
en við erum oft saman að bíða
niðri á torgi. Hvað get ég gert
til að kynnast þessum strák?
Viltu vera svo vænn að gefa mér
einhver ráð.
Með þökk fyrir svarið sem ég
v-cnast eftir
OK.
Svar:
Það er n kki gott að gefa
þér ráð í þessu OK. Þú segist
ekki vita hvað hann heitir hvað
þá meir. Kannski þekkir þú ein-
hvern sem þekkir hann og þá
er málið miklu auðveldara við-
fangs. Þú segir að stundum bíð-
ið þið saman eftir vagninum
niður á torgi og þá gætir þú
reynt að spyrja hann hvað
klukkan sé þótt það sé nú
heimskulegt með tilliti til torg-
klukkunnar og klukkunnar á Ot-
vegsbankanum. Þú gætir líka
beðið hann um eld ef þú reykir
þótt sumir segi að það sé dóna-
legt af kvenfólki að reykja úti
á götu (og þá væntanlega torgi
einnig). En hverju má ekkí fóma
fyrir ástina?
Svar til Sigga.
Þú verður að reyna að sætta
þið við þessi málalok þótt þér
kunni að reynast það nokkuð
erfitt. Þú skalt samt ekki taka
þetta nærri þér heldur hugga
þig við þá staðreynd að farið hafi
fé betra. Þú skalt gæta þess vel
að leggja ekki fæð á keppinaut-
inn heldur sína honum innilegt
viðmót því svo getur farið að
eftir nokkur ár vorkennir þú
honum frekar en hitt. Og þá
verður þú orðinn sigurvegarinn
í þessu máli.
HARÐPLASTPLÖTUR
er vesturþýzk framleiðsla, — við-
urkennd gæðavara, er stenzt olla
samkeppni.
DUROpal fæst í fjölbreyttu Iita-
úrvali, í þrem úferðum, —- gljó-
pólerað, hólfnatt og matt.
Kynnið yður verð og gæði. Við of-
greiðum pantanir yðar beint fró
framleiðanda sé þess óskað. Auk
þess munum við á þessu óri geta
afgreitt af lager í Reykjavík þó
liti, sem YÍnsælastir eru.
EINKAUMBOÐ
MARINÓ PÉTURSSON
HEILDVERZLUN HAFNARSTR. 8 • SÍMI 171
FALKINN
1