Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 11

Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 11
svo fögrum morgni vildi hann sjá Mildred og kyssa hana. Hann opnaði dyrnar í snatri og sá hana sitja við borðsendann með kaffikönnuna fyrir framan sig. Hún beið hans. Hún var mjög lítil og Ijós yfirlitum og hafði varðveitt vaxtarlag og litaraft. Þegar hún hafði sofið vært leit hún út fyrir að vera yngri en hún var og sú var raunin í dag. „Þú ert seint á ferð, Kenneth” byrjaði hún. Hún leit á hann um- komulaus. „Ég veit það ástin“, svaraði hann fljótmæltur i afsökunartón. ,,Ég vann fram á rauða nótt að bók- inni minni, og í morgun ...” „Ég veit, hvað gerðist í morg- un“, greip hún hörkulega fram í „Þú verður að hugsa’” „Hvemig veiztu það,” sagði hann og fann til sektar, í því er hann beygði sig fram til að kyssa hana. „Ég heyrði steypibaðið buna og buna og vissi að þú stóðst þama og lézt það buna og buna, djúpt hugsi og gleymdir morgunmatnum. Ég hef beðið eftir þér“. „Þú þekkir mig niður í kjölinn, ekki satt“ sagði hann hálfbrosandi. „Mér þykir leitt þú þurftir aðbíða". r

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.