Fálkinn - 02.03.1964, Page 12
Hann beygði sig niður til að
kyssa hana. Hvílíkur ilmur var
af henni, en hvað hún var töfr-
andi, eftir öll þessi ár! Hann
stillti sig um að kyssa hana af
ástríðuofsa. Grsena hálsbindið,
morgunninn, og ilmurinn af hári
hennar kom honum í uppnám.
Hann tók um axlirnar á henni
og þrýsti heitum vörunum að
rauömáluðum munni hennar.
„Vertu ekki að þessu.” hróp-
aði hún.
„Ástin, veistu annars, hvað
það er langt síðan við höfum
kysstst í raun og veru“, spurði
hann blíðlega.
^MI izzie getur komið inn
hvenær sem er,” sagði hún og
þurrkaði sér um munninn með
6ervíettu og bætti við. ,,Auk
þess hata ég blauta kossa!“
„Fyrirgefðu,” svaraði hann.
Honum fannst hann allt í einu
vera skoplegur, tók sér sæti og
breiddi úr handdúknum.
,,Vildirðu gera svo vel að
biðja Lizzie að sækja póstinn”
Þannig leið þessi mofgunn —
eins og allir aðrir. Hann blað-
aði gegnum bréfin sín og gerði
sér far um að tala við hana,
eins og ekkert hefði í skorizt.
Meðal bréfanna var þykkt um-
slag með útlendu frímerki.
,,Hvað er þetta” spurði hún
og gat ekki leynt forvitninni.
Hann reif upp bréfið, „Það er
frá Dhas í Kalkútta,” svaraði
hann og byrjaði á bréfinu. Hann
gleymdi henni og varð spennt-
ur.
„Ég fæ efni sent frá honum
og býst við að ég verði að bæta
við heilum kafla um Indland.
Mig langar óskaplega mikið tii
að fara þangað — ég verð ein-
hvern veginn að komast þang-
að.“
En jafnskjótt iðraðist hann
orða sinna. Hún svaraði engu og
hann skynjaði strax, hvers eðl-
is þögnin var.
„Ég get ekki farið til Ind-
lands,” svaraði hún. „Ég fæ
gæsahúð að þurfa að umgangast
Indverja. Auk þess væri það
ekki rétt að skilja Molly eina
eftir. Hún er að vonast eftir
að brúðkaupið hennar geti
staðið í ágúst, áður en Jim
þarf að hverfa aftur til vinnu
sinnar svo að þau geti eytt
hveitibrauðsdögunum í fríinu’”
Honum fannst vopnin slegin
úr höndum sér. Þannig var það
alltaf að Mildred eða bömin
komu í veg fyrir allar hans
ráðagerðir.
12
Þýzkalandsförin sem hann
hafði svo lengi langað til að
fara hafði farið útum þúfur.
Sumarið sem þau dvöldust þar
hafði Mildred haft allt á hom-
um sér og þröngvað honum til
að fara með sér aftur til Eng-
lands, þar eð hún nennti ekki
að ferðast ein.
Hvar sem hann skildi hana
KONA
SEM
EKKI
GETUR
ELSKAÐ
Smásaga
eftir
Pearl S. Buck
eftir var hún kyrr, unz hann
kom og sótti hana. Hann hefði
þurft margar vikur til þess að
skoða sig um í þýzkum rann-
sóknarstofum og gafst ekki til
þess nema tæpur mánuður.
Þ>
á vaknaði i honum sam-
vizkan, það var óréttlátt aö rifja
upp minningar frá þessu sumri
eftir svo mörg ár. Hún var þá
ung, óframfærin og kunni ekki
málið. Það varð hann að hafa
í huga. Árum saman hafði hún
verið honum góð kona, um-
hyggjusöm móðir, góð húsmóðir.
Oft hafði hann glaðzt yfir því,
að hún var ekki ein af þessum
sjálfstæðu eiginkonum, heldur
kvenleg fram í fingurgóma og
studdist við hann i einu og öllu,
þar eð honum fannst notalegt
að hugsa til þess, að hún þurfti
hans með.
„Ég hef boðið Browns-hjónun-
um til kvöldverðar", sagði hún
skyndilega. „Við skuldum þeim
kvöldverð og bridgepartí. Kem-
ur þér það nokkuð illa?“
Hann hugsaði sig um andar-
tak.
„Já, eiginlega gerir það það“,
svaraði hann í afsökunartón.
„Ég hefði eiginlega þurft að
vinna, þar eð ég er einmitt i
miðjum klíðum með mikilvægar
tilraunir með einfrumunga. Það
er mjög mikilvægt að rannsaka
árangur hverrar tilraunar strax
að kvöldi. Þetta tekur þó varla
meira en eina eða tvær vikur".
„Mér þykir það leitt,” svar-
aði hún, meðan hún hellti kaff-
inu í bollann sinn með yfir-
lætislegum hreyfingum. „Ég er
búin að bjóða þeim“.
„Æ, ég skil,“ sagði nann, en
þagnaði. ,,Ég reyni að ijúka
starfi mínu í rannsóknarstof-
unni. Ef til vill getur Marion
verið eitthvað lengur og hjálp-
að mér að ljúka þessu.”
Hún svaraði engu. Hún svar-
aði aldrei neinu, þegar talið
barst að Marion. I heilan áratug
hafði einhver spenna ríkt á
milli þeirra viðvíkjandi Marion,
spenna sem ekki varð á einn
hátt skýrð og hann hafði ekki
skilið til þessa. En um alllangt
skeið hafði Mildred verið öðru-
vísi en hún átti að sér. Vikum
og mánuðum saman hafði hún
gengið um undarlega þögul og
fjarhuga. Hann neyddist til að
viðurkenna, að hann væri of
ágengur í ástum.
Jafnvel fyrst þegar hann hitti
hana, í garðveizlu, hafði hann
skynjað að hún var hlédræg og
kaldlynd, — þótt hún væri fín-
gerð — og hliðraði sér við
snertingu, en þessir eiginleikar
í fari hennar höfðu aukið að-
dráttarafl hennar. Hann þoldi
ekki hressilegar hispurslausar
konur. Hann hafði litið á hana
forðum sem unga lilju og f
hjónabandi þeirra hafði hann
látið sér annt um hana af
duldum ofsa. Einhvern tíma
kæmi að því, áleit hann, að
hann ynni hið gullna einmana
hjarta hennar. Hann hafði
jafnvel umgengist hana af meiri
ástríðu sem eiginmaður en elsk-
hugi.
En þá var hann — fyrir tíu
árum á apríllmorgni eins og nú
— vakinn og vissi, að öll von
var úti. Hann var fertugur og
hún þrjátíu og níu og allt var
um seinan. Hún var enn ósigr-
uð og hann mundi aldrei vinna
þetta virki. Því að í morgun-
skfmunni hafði hún snúið sér
að honum með hatursþrungnu
augnaráði, full mótþróa og vfs-
að honum á bug ískaldri
röddu: Geturðu aldrei skilið,
að kona getur orðið södd af
svona löguðu.
Á
a % því andartaki vissi
hann hvaða augum hún leit á
hina glóandi rómantísku ást
hans og þrá hjarta hans. I
hennar augum var það aðeins
„svona lagað”. Særður djúpu
hjartasári hafði hann farið
þennan dag á rannsóknarstof-
una, þar sem hann drap tím-
ann með þvf að brjóta tilrauna-
glösin og eyðileggja dýrmætar
filmur; um miðjan morgun hafði
hann hætt þessari iðju og hafði
gengið inn í vinnuherbergi sitt,
þar sem hann sat í sólskininu
og faldi andlitið í höndum sér
og stundi.
Þá hafði Marion komið á
vettvang og spurt hann vin-
gjamlega hvað amaði að. Hann
gat náttúrulega ekki sagt henni
allt af létta, en þó var gott til
þess að vita að einhver var til
sem kærði sig um hann, kom
til hans og spurði hispurslaust,
hvað amaði að. Marion hafði
blíða og djúpa rödd — óvenju
djúpa fyrir konu. Hann þekkti
rödd hennar og hönd, en hins
vegar hafði hann ekki horft oft
í andlit hennar. Hann hefði
varla getað sagt hvernig augu
hennar voru á litinn. Eftir þetta
gat hann að sjálfsögðu aldrei
nálgast Mildred framar. í fyrstu
hélt hann það yrði aldrei fram-
ar mögulegt að kyssa hana einu
sinni. Hann hörfaði, þegar hönd
hennar snerti hönd hans og þeg-
ar hún straukst við hann, herpt-
ist hjarta hans saman. Nei-nei-
nei. Hana grunaði aldrei, hvað
hann hafði gefið henni öll þessi
ár. Átti hann að varðveita gjöf
sína og halda áfram starfi og
rannsóknum það sem eftir var
ævinnar til þess að veita henni
það eina sem hún óskaði eftir
af hans hendi: peningana, sam-
veruna við matborðið og fylgd
hans í klúbbinn, kvöldverðarboð
og i leikhús. Hann vildi ekki
veita henni meira en hún óskaði
eftir. Hann fann jafnvel til með-
aumkunar með henni. Veslings
Mildred, sem hafði öll þessi ár
orðið að þola ástríðu hans og
ástarglóð með þögn o<» '’-'iin-
mæði.
I_|
■ ún var sífellt uppstökk-
ari, aldrei gat hann gert henni
neitt til geðs. í fyrstu gat hann
ómögulega skýrt þessa breytingu.
Eftir allt sem hún hafði sagt,
KALKINN