Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Page 14

Fálkinn - 02.03.1964, Page 14
Þa» var ekki fyrr en í ársbyrjun 1945, að Jack var formlega leystur úr herþjón- ustu. Orslit heimsstyrjaidarinnar fóru þá ekki lengur á milli mála. Skipan al- þjóðamála og væntanlegir friðarsamning- ar voru komnir á dagskrá. Jack tók sam- an stutta ritgerð Við skulum reyna frið- inn. I ritgerðinni aðhyllist hann þá hug- mynd, að stórveldin þrjú, Bretland, Rúss- land og Bandaríkin semdu um takmörk- un vígbúnaðar síns. Á stofnþingi Sameinuðu þjóðanna 1 San Francisco var Jack blaðamaður fyr- ir Journal-American og önnur blöð Hearsts. Þegar stofnþingið hafði staðið í viku, skrifaði hann í fréttagrein, að Rúss- um liði ekki úr minni þau ár, sem litið var á Rússland sem annars flokks veldi, og þess yrði löng bið, að Rússar tryðu fyrir öryggi sínu annarri stofnun en Rauða hemum. Af þeim sökum „verða einungis sem beinagrind sérhver samtök, sem hér verða stofnuð. Máttur þeirra verður takmarkaður. Þau munu bera vitni beirri staðreynd. að djúplægur á- greinmgur er milli aðildarríkjanna“. I annar grein sagði hann: „Heimssamtök- in, se"v hleypt verður af stokkunum í San Francisco verða afsprengi sömu á- stríðna og sjálfsánægju, sem mótaði Ver- salasa"Tninginn.“ Eina vonarglætan leynd- ist í skilningj manna á því, að mann- kynið ætti ekki ráð á nýrri styrjöld. Síð- ar skvrði hann samt frá umtali manna um stríð á næstu tfu eða fimmtán ár- um. Stuðningi sínum við samtök Sam- einuðu þjóðanna Iýsti hann yfir að því tilskiHu, að þau brytu ekki f bág við Monroe-kenninguna. En hann leit enn svo á. að öryggismálum væri bezt borg- ið með samkomulagi stórveldanna þriggja, þótt ekki hefði miðað í þá átt á ráð- stefnunni, að honum virtist. Sumarið 1945 fór Jack fyrir blað sitt til Vestur-Evrópu til að skrifa um brezku þingkosningamar og Podstam-ráðstefn- una. Honum leizt sigurstranglega á Verka- mannaflokkinn, en Beaverbrook lávarð- ur fullvissaði hann um, að ihaldsflokk- urinn mundi bera sigur úr býtum. Og kom það sjónarmið fram í greinum Jacks. Þegar fundum þeirra Beaverbrooks bar síðar saman, var Jack vanur að minna hann á sigur Verkamannaflokks- ins 1945. Haustið 1945 var James Michael Curley kosinn borgarstjóri Boston. Hann sagði þá af sér sem þingmaður í fulltrúadeild- inni. Demókrataflokkurinn þurfti þá að velja f stað hans frambjóðanda í 11. 14 FÁLKINN kjördæmi Massachusetts við kosningarnar 1945. Kjördæmið náði yfir Austur-Bost- on og norðurhluta borgarinnar. Innan kjördæmisins var ennfremur Cambridge og Harvard-háskóli. Kjördæmið var þannig ekki „samþjappað og samfellt", eins og stjómarskrá Bandaríkjanna mælir fyrir, heldur hafði það verið „gerrymander-að“. Forystumenn demókrata höfðu lagað það í hendi sinni til að tryggja meirihluta flokksins í kjördæminu. Frambjóðandi þeirra var þess vegna talinn eiga sigur vísan. Um frambjóðanda demókrata fóru hins vegar fram prófkosningar. A þessu kjördæmi hafði Joe haft augastað. Eftir nokkra yfirvegun ákvað Jack að taka þátt í prófkcsningunum. í lok annarrar heimsstyrjaldarinnar voru löngu liðnir þeir dagar, er afar Jacks, þeir Pat og John F. Kennedy réðu lögum og lofum í Boston austanverðri og norðanverðri. Þótt írska þjóðarbrotið héldi völdum í Boston um alllangt ára- bil, kom að því, að þjóðarbrotum Itala og Slafa yxi fiskur um hrygg og þau krefðust íhiutunar um stjóm borgarinnar. Sumir stjómmálamannanna af írskum ættum, meðal þeirra John F. Fitzgerald, gengu til móts við þessi þjóðarbrot,

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.