Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 17

Fálkinn - 02.03.1964, Blaðsíða 17
Reynisfjall og Reynisdrangar. Framan í klettunum, sem næst eru á myndinni, er hellirinn, þar sem þeir bræSur Steingrímssynir bjuggu veturlangt. Um dauða Sveins Pálssonar hefur Þorv. Thor. þessa frásögn eftir sr. Stefáni á Kálfatjöm: Þegar Sveinn lá banaleguna, vildu synir hans senda eftir Skúla lækni (Thorarensen á Móeiðar- hvoli) en Sveinn bannaði það og sagði: „Ef ég á að deyja, þá dey ég, svo að það er ekki til neins” Samt sendu þeir eftir lækninum í forboði hans, og er Skúli kom inn til hans segir Sveinn: „Hvað þá ertu kominn Skúli. Nú hafa strákamir svikið mig.‘ Skúll var þar nú um daginn og vildi Sveinn engin meðul taka, sagði að hann mundi deyja samt, það væri ekki til neins. Loks beiddi hann Skúla að gera eina bón sína að ríða austur að Höfðabrekku til Magn- úsar sýslumanns (Stephensen, síðar í Vatnsdal, sýslu- maður í Rangárþingi, faðir Magnúsar landshöfðingja) og vera þar nokkru daga til þess að spila og skemmta sér á annan hátt. Magnúsi mundi leiðast og Skúii væri kærkominn gestur — „,því að mér finnst r-n ekki geta dáið, meðan þú ert héma Skúli frændi“ Það varð úr að Skúli fór að Höfðabrekku og kom svo aftur eftir nokkra daga, en þá var Sveinn Pálsson andaður. Þetta var 24. apríl 1840 og tæpum þrem vikum síðar var lík hans borið vestur yfir Reynisfjall og jarðsett í kirkjugarðinum, sem liggur hér grasivaf- inn í einni skjóllegustu sveit landsins. Hingað er bæði frítt heim að líta og héðan er fag- urt útsýni. Láglendið er ein samfelld grasbreiða framan frá sjávarkambi og upp að efstu brúnum byggða fjallanna — engar illyrmislegar skriður, engar leggjabrjótslegar urðir, engin brúnaþung kletta- belti. Allt gras og gróður hvar sem litið er. Og sóldýrð þessa bjarta og kyrra haustmorguns eykur á fegurð og mildi landsins, þar sem bænda- býlin þekku í Hverfinu hjúfra sig upp að grænum, grónum brekkum við rætur Reynisfjalls. Hér rennur landið og sagan saman í eitt í vit- und okkar eins og svo víða á sögueynni. Reyni — Bjöm hét sá, sem nam þetta land. Hann var auðugur og ofláti mikill, segir í Landnámu. Hann fór til íslands af Valdresi og nam land allt milli Kerlingarár og Hafursár, og bjó að Reyni. Hann átti illt við Loðmund gamla. Frá Reyni-Birni Framhald á bls. 32 Garðar — syðsti bær á íslandi,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.