Fálkinn - 02.03.1964, Page 21
Minkana veiðir Jóhannes
Arason
Mynd 5: Móðir og sonur
Dúna og Bangsi. Spor-
hundar sem bjargað hafa
mannslífi.
Mynd 6: Einn af fáum —
íslenzkur fjárhundur.
Mynd 7: Eftir velheppn-
aða veiðiför — Jóhannes
sýnir Carlsen fenginnj
minhaskott.
Carlsen hefur búið um sig i dálítilli kvos
og reist þar miklar girðingar utan um
hjörðina sína. Móttökuathöfnin er viðhafnar-
mikil þegar við rennum í hlað. Hundarnir
hnappast saman og reka upp eitt feiknar-
legt spangól, innan um kveða við langdreg-
in skerandi ýlfur og svo fáein heimilisleg
bo/s. Svo opnast dyrnar og Carlsen vindur
sér út. Það leynir sér ekki að gestir eru
á ferð.
Hann býður okkur inn að ganga og
snerpir á könnunni. Það er veiðimanns-
legt um að litast. Á veggjum hanga þrúg-
ur og skotvopn, afrikanskar grímur, sverð
og skildir og á rúmfletinu sem saman-
stendur af nokkrum trékössum, gefur að
líta hlekki og hand„járn“ sem Carisen hefur
skorið út úr viði. Hann er drátthagur og
völundur á ýmis efni, meðal annars flétt-
ar hann forkunnarfögur beisli,
Carlsen er orðin einskonar þjóðsagna-
persóna með íslendingum fyrir baráttu
sína við minkinn. Það er ekki heiglum
hent að halda uppi þrotlausri baráttu ár-
um saman við þetta grimma, slægvitra
dýr. En Carlsen er þolinmóður og hug-
kvæmur og lætur sér fátt fyrir brjósti
brenna enda af gömlum sjómannsættum
frá Borgundarhólmi og að langfeðgatali
20 FALKINN
af fröskum húgenottum sem flúðu land eftir
nótt hinna löngu hnífa. Þeir eru bræðra-
synir, Carlsen og Kurt Carlsen sem gat
sér heimsfrægð í janúarmánuði 1952 er
hann neitaði að yfirgefa sökkvandi skip
sitt á úfnu Atlantshafi og barðist einn
sins liðs við höfuðskepnurnar á hálfu skips-
flaki í tvær vikur Hann gafst ekki upp
fyrr en í fulla hnefana og vildi ekki þiggja
annað að heiðurslaunum en nýja skip-
stjórahúfu frá útgerðinni.
1 annað sinn hafði Kurt vakið á sér at-
hygli er hann var nýráðinn stýrimaður á
vakt um borð í skipi sínu í amerískri höfn
og maður nokkur kom um borð og gerði sig
heimakominn. Kurt bað manninn að hypja
sig brott því hér væri óviðkomandi bann-
aður aðgangur. Maðurinn svaraði því til
að hann væri eigandi skipsins, Xsbrandtsen,
stórútgerðarmaður og rammur að afli auk
þess og vildi hvergi hopa. Kurt bað hann þá
sanna það með skilríkjum hver hann væri
en það gat maðurinn ekki. Er ekki að orð-
lengja það, að þarna tókust sviftingar með
þeim og varð sá atgangur harður unz
yfir lauk og útgerðarmaðurinn lá ringl-
aður uppi á bryggju og varð að hypja sig
brott. Hann var spurður hvort hann ætl-
aði ekki að hegna hinum ósvifna stýri-
manni, en svaraði því til að einmitt svona
6
menn vildi hann hafa i þjónustu sinni.. Og mat
Kurt meira eftir en áður.
Carlsen minkabani var sjómaður á yngri ár-
um og á styrjaldarárunum hleypti hann heim-
draganum öðru sinni og var í siglingum með
hinum nafntogaða frænda sínum. Hann sagði Oikk-
ur að hann hefði eitt sinn hitt þann mikla mann,
Isbrandtsen. Og þá hefði einmitt slegið í brýnu
með útgerðarmanninum og skipstjóranum. Kurt
hefði krafist þess að útgerðin útvegaði skipverj-
um öll rúmföt eins og lög gera ráð fyrir á
bandarískum skipum. Isbrandtsen maldaði í móinn
og vildi spara sér útgjöld á þeim forsendum að
skipið væri skráð í Panama.
— Þá lamdi Kurt í borðið og sagðist ekki fara
fet fyrr en rúmfötin væru fengin. Fáum skip-
stjórum hefði leyfst að standa uppi í hárinu á
Isbrandtsen en Kurt hafði sitt fram og Isbrandt-
sen neyddist til að skrifa undir.
Carl segir okkur að hann hafi fyrst komið
hingað til lands snemma á þriðja tug ald-
arinnar og strax unað hag sínum vel, reri
nokkrar vertíðir suður með sjó og var í kaupa-
vinnu og kynntist því vel atvinnuháttum og
landshögum. Hann kvæntist íslenzkri konu og
átti við henni fjölda barna og barnabörnin eru
orðin æðimörg. Nú býr hann hinsvegar einn
síns liðs og unir vel einlifinu.
Þeir munu ekki margir á íslandi sem kunna
með hunda að fara eins og Carlsen. Hann hefur
verið óþreytandi að temja þá og þjálfa til veiða.
Það starf útheinfitir ótrúlega þolinmæði og lagni
ef vel á að fara. Því mætti ætla að maðurinn
fengi að stunda starf sitt nokkurn veginn í friði
eins og aðrir vinnandi þegnar þjóðfélagsins. En
því er ekki að heilsa. Iðulega gera fylliraftar
aðför að hundunum og hleypa öllu í bál og
brand og þess eru mörg dæmi að umrennandi lýð-
ur ódrukkinn geri sér skemmtun að því að lýsa
Framhald á bls. 37.