Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Síða 22

Fálkinn - 02.03.1964, Síða 22
Dag hvem sat hann við sama borðið á Hótel Borg — innstað borðið við gluggann pósthússtrætismegin Dag hvern sat hann ná'kvæmlega hálftíma eftir hverja máltíð og skeggræddi við kunningja sína, fasteignasalann, söngvarann og stundum hagfræðiséníið með hrossahláturinn. Hann fékk sér ætíð eitt glas af Courvoisier með kaffinu eftir matinn, reykti tvær sígarettur af de Reszke og fletti síðasta tölublaðinu af Newsweek. Hann var ævinlega snyrtilega til fara, eins og gangandi auglýsing frá Herta- deild P&Ó og gerði sig aldrei sekan um þá svívirðu að bera sjálfblekung eða skrúfblýant í brjóstvasanum. Hann lagði fátt til málanna en lagði eyrun við hjali kunningja sinna og skaut inn einstaka sinnum orði eða athugasemd. Athugasemdir hans voru allar skynsamlegar og gaumgæfilega yfirvegaðar enda hafði maðurinn próf úr dönskum verzlunarskóla og hafði fylgzt með skákfréttum um árabil. Hann gat brugðið fyrir eig gamni ef á þurfti að halda og kunni vel að meta k'mni annarra, hlustaði með athygli á gamansögur kunn- ingjanna og brosti síðan eins og spörfugl mundi brosa. Eftir föður sinn hafði hann erft tvílyft timburhús á góðri lóð í nánd við Tjörnina og fengið innanhúsarkitekt til að færa það í nýtízkulegt horf að innan. Hann lagði nokkra rækt við garðinn sinn og stundum á vorkvöldum þegar eyjarnar speglast á lognkyrrum sjónum og unga fólkið leiddist kring- um tjörnina, þá mátti sjá hann dútla við moldarbeðin og hreinsa grasflötinn. Þó fyrir- tæki hans væri annálað fyrir blómlegan hag, þá hafði hann aldrei leiðst út í þá freistni að kaupa sér Mercedes Benz 300 eins og vinur hans fasteigna- salinn sem þar að auki gekk með blóm í hnappagatinu hvunndags, heldur lét hann sér nægja Ford Zephyr. Hinsvegar gleymdi hann aldrei að næla frímúraramerkið á jakkaboð- unginn þótt hann þyrfti að hafa fataskipti í flýti. — Og hvað er svo að frétta af frúnni? spurði söngvarinn sem hafði lært svo vel að syngja í Svíþjóð að hann þurfti aldrei að halda konsert. — Jútakk, svaraði vinur okkar og hneigði sig Iítillega ósjálfrátt þótt hann sæti kirfi- lega á stólnum, honum var háttvísi og prúðmenska inn- borin enda hafði afi hans verið yfirvald í menningarplássi fyr- ir austan á öldinni sem leið. Jútakk, hún hefur það gott. — Ég get ekki ímyndað mér að hún hafi það betra en þú, sagði hagfræðingurinn og hló hrossahlátri, búinn að vera grasekkjumaður í þrjá mánuði og sjálfs sín herra! — Ætlar þetta ferðalag hennar aldrei að taka enda spurði fasteignasalinn og laum- aðist til þess svo lítið bar á að emeygja þumalnöglinni milli framtannanna til að losa kjöt- tægju sem þar sat föst.. Kon- an hlýtur að vei-a búin að fara um allan hnöttinn. Vinur okkar brosti lítillega eins og fugl mundi brosa. — Ég fékk póstkort frá henni í fyrradag, svaraði hann, annars er hún löt að skrifa enda margt sem fyrir augað ber og mikið um að vera á þessum stóru skemmtiferða- skipum. Skipið lá þá í Alex- andríu og þau höfðu skroppið til Kaíró og skoðað píramídana i og hún skrifar hún hafi komið á bak á úlfalda. Næst sigla þau Súesskurðinn og koma til Aden og síðan í Persaflóann og þaðan til Indlands — Þetta má sannarlega kalla verdens tournée! sagði söngvarinn og hagfræðingurinn hló hrossahlátri. — Finnst henni ekkert öm- 22 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.