Fálkinn - 02.03.1964, Page 24
SJÓNVARP Á NÆSTA LEITI
Innlent sjónvarp er nú mjög á dagskrá. Sveinn Sæmundsson var fyrir
skömmu staddur í Berlín og heimsótti þá sjónvarpsstöðina þar, „Sender
Freies Berlin“. Hann segir hér frá þeirri heimsókn og í stuttu máli
frá þróun sjónvarpsins.
1 einum upptökusalnum var verið að undirbúa upptöku bamatíma. Smiðir unnu að smíði
lítilla húsa og landslags, sem lientaði í myndina.
Langt er síðan menn dreymdi
um að geta sent myndir milli
fjarlægra staða og tilraunir til
þess hófust þegar á öldinni
sem leið. Enda þótt þeir, sem
þessar tilraunir gerðu, yrðu
margs vísari um slíkar mynda-
sendingar, náðist þó ekki telj-
andi árangur fyrr en á þriðja
áratug þessarar aldar og
þá þóttu þeir menn sérstak-
lega bjartsýnir, sem töldu að
sjónvarp yrði að veruleika fyrir
öldina miðja.
Þegar sjónvarp ber á góma
okkar íslendinga, hvarflar hug-
urinn tíðast vestur um haf.
Kannski er þessu svo varið
vegna þess að eina sjónvarpið,
sem við höfum hér, á því
herrans ári 1964 er fyrir til-
stilli Bandaríkjamanna og allir
vita hve snar þáttur sjónvarpið
er í daglegu lífi þeirrar þjóðar.
En það eru fleiri en Banda-
ríkjamenn, sem telja sjónvarp
meðal þeirra lífsins gæða, sem
vert er að leggja eitthvað á sig
til þess að eignast og njóta og
víst er um það að Evrópubúar
eru engir eftirbátar þeirra fyr-
ir vestan í því að vilja eignast
sjónvarpstæki og telja það
nauðsynlegan hlut húsbúnaðar-
ins. Mér er meira að segja ekki
grunlaust um að notkun sjón-
varpsins, sé með talsvert meiri
menningarbrag austan hafs,
sérstaklega í Vestur-Evrópu.
Á fyrstu árunum eftir 1930
þótti sýnt að sjónvarp, enda
þótt það á þeim árum væri
lítið meira en skuggi þess sem
síðar varð, myndi í mörgum
tilfellum koma í stað venju-
legs útvarps. Þó átti útvarpið
eftir að fullkomnast og lang-
drægni þess að aukast og það
var t. d. fyrst 21. janúar 1930,
sem Georg V Bretakóngur
ávarpaði alla þegna sína í einu
í útvarpi.
Það var þá þegar álit þeirra,
sem lengst hugsuðu um þessi
mál, að sjónvarpið myndi ekki
ná fullkomnun né útbreiðslu
fyrr en upptaká og sendingar
byggðust að öllu leyti á elek-
tróniskum tækjum, en ,,scan-
diskurinn“, sem þá var látinn
setja línur í sjónvarpsmynd-
irnar, myndi hverfa.
Allir þeir tæknilegu sigrar,
sem um 1930 höfðu verið unn-
ir í sjónvarpstækninni áttu sér
24
falkinn