Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Side 26

Fálkinn - 02.03.1964, Side 26
Kona, sem ekki geíur elskað Framhald af bls. 13 „Éa hef einmitt verið að út- Bkýra það“. ..Þetta eru hvorki góðar né gildar ástæður", hélt hún áfram með djúpri skýrri rödd. „Brúð- kaup dóttur yðar — það tekur stuttan tíma — og jafnvel er hægt að fresta því — og meira að segja þurfið þér alls ekki að vera viðstaddur. Þér hafið aldrei gert það sem yður langaði til, aldrei. Þér hafið alltaf þokað yður til hliðar. Hér er komið hið gullna tækifæri — tækifærið fyrir yður og allar rannsóknir yðar — „Það er ekki alls kostar rétt“, stamaði hann. Það var mjög erf- ftt fyrir Barclay að horfast f augu við hana. „Frú Barclay vill ekki, að þér farið, það veit ég vel“, sagði hún kuldalega og hélt áfram: „Haf- Sð þér gert yður ljóst hversu oft þér hafið látið í minni pokann, þegar hún er annars vegar —“ Hann greip fram í fyrir henni, kafrjóður. „Ég get ekki hlustað á þetta", sagði hann ,,og þér dæmið hana rangt, þér ættuð ekki að láta yður slíkt um munn fara“. M ■ W ■ arion beit saman vör- unum og tók aftur upp skrif- blokkina sína. „Gott og vel“, sagði hún. „Ég mun orða þetta öðruvísi. Ég held að yður beri skylda til þess, starfs yðar vegna að fara til Indlands. Það er f hæsta máta rétt, að þér verðið að bæta við kafla um þetta indverska efni. En sem vísindamaður ættuð þér auðvitað að fara á vettvang og staðreyna efnið, að minnsta kosti ganga úr skugga um, að heim- ildir séu réttar. Þér verðið gagn- rýndir miskunnarlaust, þegar þér takið það sem góða og gilda vöru 6em herra Dhas sendir yður. Hverju munið þér þá svara gagnrýnendum yðar?“ Hann leit hjálparvana á hana, hún hafði á réttu að standa. Honum hafði sjálfum dottið þetta í hug og gat engu svarað henni. Og í fyrsta sinn í öll þessi ár sá hann í rauninni ardlit hennar, fallegt andlit, heiðar- legt, hreinskilið. Hún var brún- eygð, hún hafði stór brún augu og dökkt hárið var aðeins lítil- lega tekið að grána. 1 fimmtán ár hafði hún verið aðstoðar- stúlka hans. Hún mætti augna- ráði hans feimnilaust og bar ótt á: ,,Æ, farið þér, farið þér, farið þér,“ grátbað hún hann, „þér hafið aldrei fengið neitt, aldrei farið neitt — í raun réttri. Þér eruð stórmerkur og þýðingar- mikill maður. Að hugsa sér, hverju þér hefðuð getað komið í verk, ef þér —“ hún andvarp- aði og hélt áfram: „Þér eruð- fimmtugur að aldri og þér mun- uð aldrei fá neitt ef þér berið yður ekki að því. Hlustið þér á mig, langar yður til að fara?“ Hann starði á hana og hon- um varð óhægt um andardrátt. „Já“, viðurkenndi hann. Hún stóð upp. ,,Ég skal sækja farmiðann yð- ar“, hélt hún ákveðinn áfram. Svo leit hún á hann. „Fer frú Barclay með yður“, Hann hristi höfuðið. „Henni leiðist Indland". Marion varð hugsi og rödd hennar fékk annan tón. Hún varð ráðvillt. „Ég ætti ekki að láta yður fara einan“, sagði hún, „ég get ekki látið yður fara einan og fer með yður. Ég get séð um það“. „Ég veit ekki“, sagði hann hik- andi, en hún setti upp hattinn. „Nú fer ég“, sagði hún ákveð- inn og brosti til hans skyndi- lega, hlýju, glóandi brosi, og þar með var hún farin. Vitaskuld gekk þetta ekki svo einfaldlega fyrir sig. Kvæntur maður og tveggja barna faðir kaupir ekki bara farseðil og fer til Indlands. Það gerði hann sér ljóst og gekk því inn í vinnuher- bergi Marion Crowne og sagði: „Heyrið þér mig, látið far- seðlana eiga sig, þar til ég hef talað við frú Barclay". Hún opnaði munninn og lok- aði honum aftur og fór að hamra á ritvélina. „Gott og vel“, hrópaði hún gegnum glamrið, án þess að líta um öxl og hann gekk út aftur. Mestan hluta morgunsins braut hann heilann, ekki um það, hvort ætti að fara til Indlands, heldur hvemig hann gæti sann- að Mildred nauðsyn ferðarinn- ar, því að pú vildi hann og varð að fara. Honum varð lítið úr verki, hann góndi út í sólskinið, skynjaði milda vorgoluna og vissi, að hann varð að fara. Það var rétt: dag eftir dag hafði hann látið lífið renna sér úr greipum. Hann hafði að- eins fundið fullnægingu í vinnu sinni og óþrotleg andleg störf höfðu verið honum eina ævin- týrið, en hann hafði alltaf verið einn á báti, því að Mild- red hafði alltaf haft andúð á iðju hans, aldrei hafði hann gleymt orðunum: „jafnvel starf þitt ......“------ Að lokum greip hann til rök- semdafærslu Marion gegn Mild- red. Hann leit rannsakandi augnaráði til hennar yfir há- degisverðarborðið. Hún hafði haft fataskipti og var klædd dökkrauðum kjól. „Ert þú að fara að spila bridds", sagði hann og skamm- aðist sín ofurlítið fyrir það að vilja undirbúa jarðveginn með því að gera andrúmsloftið. léttara áður en hann segði frá Indlands- ferð sinni. „Já“, svaraði hún fjörlega. „Við Molly förum fyrst að gera innkaup, ég þarf að sjá um, að hana vanti ekki neitt. Meðal annarra orða, mig vantar fé og síðan fer ég til Grace Barter að spila bridds". „Ég gef þér óútfylltan tjekk, þú getur fyllt hann út eins og þú þarfnast“. o g núna þegar hann leit í blá augu hennar og sá, að hún var róleg og ánægð. óx honum kjarkur og hann leiddi tal'ð að Indlandi. Meðan hann talaði hélt hann áfram að snæða og horfði i sífellu niður á diskinn sinn — „og þess vegna“, sagði hann að lokum, „held ég, að ég verði að fara til Dhas“. „En ég get ómögulega farið með þér“, svaraði hún þreytu- legri röddu. „Ég man ekki betur en ég segði þér það í morgun“. „Nei, ástin mín, ég get alls ekki ætlast til þess“, svaraði hann vingjarnlega um leið og hann lagði frá sér gaffalinn og leit á hana, og hélt áfram: „þar sem brúðkaupið verður í ágúst. En ég hef hugsað málið og kom- ist að raun um, að ég gæti verið kominn aftur í tæka tíð, — held ég, — eða ef þú telur það sé betra gæti ég frestað að fara — það mundi ekki skipta neinu máli“. Hann handlék kaffibollann •leit út um gluggann á grasflöt- ina og vissi skyndilega, að auð- vitað skipti það nokkru máli. Hann vildi fara núna — núna í vor. Hann gerði sér engar á- hyggjur af hitunum í Indlandi á þessum árstíma — hann vildi fara fara sem fyrst. „Þú getur ekki farið einn“, sagði Mildred einbeitt, „ég gæti ekki afborið það“. En að lokum samþykkti hún þó, að hann færi einn. Því að þegar hann minntist á Marion Crowne, brá aftur fyrir í augum hennar reiði og hatursglamþan- um, sem hann hafði orðið var við mörgum árum áður. „Hvað mundi fólk segja", and- mælti hún. „Að hún væri aðstoðarstúlka mín“, ansaði hann hálfmóðgað- ur. ,,Þó svo væri, þá vildi ég ekki hafa það“, sagði hún stutt 1 spuna. Og síðan gekk allt svo fljótt fyrir sig, að áður en hann vissi af var ferðin fyrir dyrum. Far- angurinn settur ni.ður í töskur, einnig útvegaði hann sér hita- beltishjálm og hvít föt, úrdrætt- inum var stungið f skjalamöppu og farseðlinum í veskið hans. Það var einmitt farseðillinn í veskinu hans sem leiddi málið til lykta fyrir fullt og allt. Því að þegar hann kom dag nokkum í rannsóknarstofuna hafði Mari- on Crowne tilbúinn farseðil hans. Hann opnaði munninn, til að segja henni, að konan sín.. en hún bandaði frá sér og neyddi hann til að taka við umslaginu. „Tilgangslaust — það er of seint“, sagði hún sigri hrósandi. ,,Ég hef nú þegar geypt far- seðilinn". Hún leit á hann og hélt hraðmælt áfram: „Nei, ekki minn — aðeins yð- ar. Ég veit, hvað frú Barclay sagði. Hún sagði: „Ég vil ekki hafa það“. „Hvernig vissuð þér það?“ spurði hann sakbitinn. En hún hló aðeins og stakk umslaginu með farseðlinum í veskið. hans. „Þér skuluð geyma. farseðilinn við hjartað yðar og vera hress í bragði“, svaraði hún. Og hann hafði því geymt farseðilinn þar og verið hress í bragði: Það virðist ótrúlegt, að hann gæti farið innan viku, og samt var hann viku síðar kominn um borð og allir voru á bryggjunni til áð kveðja; Mildred, Bob óg Mollie stóðu þar hokkru frá — greini- lega aðskilin — stóð Marion Crowne í dökkbláum kjól. „Ég skal bíða þangað til þú kemur aftur, ef þú flýtir þér“, hrópaði Mollie. „Ég heiti því að hraða mér“, kallaði hann á móti. Þá bles skipið, og hann sá dökkan reykinn líða upp úr skips- strompnum og bilið milli hans og hinna breikkaði smám sam- an. I rauninni átti hann að vera dapur f bragði, hugsaði hann, finna til einmanaleika og kvíða, En hann fann ekki til þessa; FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.