Fálkinn - 02.03.1964, Side 27
þvert á móti fannst honum hann
; vera frjáls og hamingjusamur.
f Víst unni hann fjölskyldu sinni,
en engu að síður var hann nú
fullkomlega frjáls og mjög glað-
ur. Auðvitað mundi hann hlakka
til að snúa heim aftur, eftir þrjá
— í lengsta lagi fjóra mánuði —
en þessa stundina var dásamlegt
að komast nú loksins burt og
geta jafnframt skoðað sig nokk-
uð um.
Hann beygði sig ákafur fram
og hrópaði til Marion Crowne:
„Kærar þakkir, Marion —
þakka yður alveg sérstaklega".
Þegar öllu var á botninn
hvolft — ef hún hefði ekki....!
,,Hafið engar áhyggjur af bók-
!nni“, hrópaði hún til hans. „Ég
get haldið áfram með skrána“.
Nei, hugsaði hann hlýlega, um
leið og skipið leið lengra frá,
hann þurfti ekki að hafa neinar
áhyggjur. Hún vissi allt sem
snerti starf hans, og gæti jafn-
vel skrifað þessa bók engu síð-
ur en hann. Hann sneri sér til
Mildred og sendi henni fingur-
koss og dró upp vasaklút og
veifaði á meðan hann greindi
hana í mannþrönginni. Hún var
falleg og stillileg, en þó fann
hún til gremju. Hann vissi að
vfsu ekki, hveru mjög henni
hafði gramizt, því að hún hafði
kostað kapps um að vera vin-
gjamleg. En þrátt fyrir það hafði
hún ekki fyrirgefið honum að
hann tókst á hendur þessa för.
Þegar hann kyssti hana í kveðju-
skyni hallaði hún sér stirðlega
að honum:
— Hafðu það gott, Kenneth,
sagði hún. Nú, jæja, hann skildi
hana.
u
B ann gekk glaður niður
í klefann sinn til að hefjast handa
með Indlandskaflann, sem hann
hafði í hyggju áð bæta inn í bók
sína. Langir dagar biðu hans, all-
i ir voru þeir fagrir og óráðstafað-
ir — engin kvöldverðarboð, eng-
in briddspartí, engin kvöldsam-
kvæmi þar sem hann varð að
skemmta og hafa ofan af fyrir
Mildred án þess að geta það,
vegna þess að hugsanir um
Starfið þrengdu sér inn í huga
hans. Nú máttu þær hugsanir
koma. Loksins var hann einn,
og engum háður og á leið til
Indlands fullur starfsorku.
Á bryggjunni sneri Mildred sér
kurteislega að Marion Crowne.
„Við metum sannarlega alla þá
hjálp sem þér hafið sýnt mann-
lnum mínum".
„Ó, minnist ekki á það“,
•varaði Marion stirðmælt. ,,Það
tilheyrir starfi mínu og mér er
borgað fyrir það“.
M _
hana, þoldi ekki rödd hennar
sem var með hvellum hljómi
þegar hún talaði. Það sem Mari-
on hafði sagt, jaðraði við ósvífni.
En sjálf var Mildred aldrei ó-
kurteis og spurði þess vegna af
þvingaðri kurteisi.
„Get ég ekki ekið yður aftur
til Háskólans? Það er enginn
krókur fyrir mig“.
„Víst er það krókur fyrir yð-
ur“, svaraði Marion. „Ég ætla
að senda herra Dhas skeyti, svo
að hann geti tekið á móti doktor
Barclay i Bombay“.
„Nú, ef svo er —“, tautaði
Mildred.
Síðan hélt hún heim með
börnum sfnum og Bob og kona
hans, Gay borðuðu hjá henni
i-...-’fcpu v'idu vera hjá
henni fyrstu stundirnar, svo að
hún væri ekki einmana. Hún
bar söknuð sinn með yndisþokka
og sagði blíðlega, að hún vonaði,
að Pabbi biði ekki tjón á heils-
unni vegna loftslagsins. Þau
reyndu öll að hughreysta hana
og Bob sagði af hjartans ein-
lægni:
„Pabbi hefur hestaheilsu. Hann
á í vændum dýrlega mánuði".
„Hann hlýtur samt að sakna
Mömmu afskaplega mikið“, greip
Gay fram í og leit mjög ásak-
andi á hann.
— „Að sjálfsögðu", flýtti Bob
sér að segja. Ég átti bara við
það að hann hefur alltaf verið
niðursokkinn í starfið og samn-
ingu bókarinnar og allt það —
ég man eftir þvf þegar ég var
smápatti að hann hefur varla
talað um annað en þessa bók.
Hvenær kemur hún eiginlega út,
mamma? spurði hann.
„Ég veit það ekki“, svaraði
hún. Ættu þau að drekka kaffið
í borðstofunni eða dagstofunni?
Þetta var örlagamikið vandamál,
þegar gestir voru hér.
„Um hvað fjallar hún ann-
ars?“ spurði Mollie annars hug-
ar, blés frá sér sígarettureyk og
leit á klukkuna. Jim gæti komið
á hverri stundu.
„Því miður veit ég það ekki
heldur", svaraði Mildred hnugg-
in.
En þegar öllu var á botninn
hvolft var þetta alls ekki mjög
erfitt. Hún hefði auðvitað sakn-
að hans meira, ef Mollie og
Jim hefðu afráðið að þau gætu
ekki beðið lengur. Hún gat auk
þess ekki áfellzt þau, því að
Kenneth hafði ekki minnzt orði
á heimferðina. Hann skrifaði
löng bréf og virtist yfir sig hrif-
inn af öllu sem hann tók sér
fyrir hendur, þótt hann virtist
raunar ekkert hafa skoðað sig
um, þar eð hann hefði farið
rakleitt til háskólans og herra
Dhas og sökkt sér þar niður f
starf sitt. Hrifning hans snerist
eingöngu um starfið og gerði þvf
bréf hans býsna þreytandi. Hann
minntist ekki orði á heimkomu.
Svo að hún tók að undirbúa
allt fyrir brúðkaupið og í fyrstu
brosti Mildred elskulega og
skilningsrík þegar gestimir létu
í ljós skoðun sína:
„Það er stórkostlegt, hvernig
þér hafið getað þetta allt ein
frú Barclay. Þér hljótið að sakna
eiginmanns yðar sárlega."
„Auðvitað", svaraði hún yfir-
gefin. „En mér virðist óréttlátt
að krefjast þess af börnunum að
þau bíði eftir honum, og á hinn
bóginn vil ég ekki blanda mér
f starf hans.“
En í rauninni saknaði hún
hans alls ekki. Hún saknaði hans
ekki einu sinni, eftir að Mollie
og Jim voru farin — hún sakn-
aði hans ekki fyrr en morgun-
ínn sem skeytið kom frá herra
Dhas, langt, samhengislaust og
ruglingslegt skeyti. Hún hafði
naumast veitt því eftirtekt, að
í síðustu bréfum sfnum hafði
Kenneth oftar kvartað undan
hinum ofsalegu hitum, og ef hún
hefði ekki verið önnum kafin
vegna brúðkaups undirbúnings
hefði hún kannski orðið áhyggju-
full. En hún hafði í of mörgu
að snúast til að hugsa um það
og hún hafði varla náð sér eftir
það allt, þegar skeytið kom. Það
var sent til ungfrú Marion
Crowne og hún bar henni frétt-
ina.
afnskjótt og hún sá Mari-
on vissi hún, að eitthvað var að.
,,Hvað hefur komið fyrir?“
spurði hún. En þótt undarlegt sé
varð henni aðeins hugsað til
Mollys og Jim sem voru í brúð-
kaupsferð sinni — og ekki til
Kenneth. Hann var svo hraust-
v.r og heilbrigður — miklu
hraustari en hún, sem alltaf
hafði verið fíngerð og pasturs-
lftil.
„Nú verðið þér að vera ró-
legar", sagði Marion Crowne
hrjúfri röddu og andlit hennar
var sem stirðnað. Síðan las hún
upp skeytið.
„Hefði viljað deyja í hans stað
— hann sökkti sér niður f starf-
ið — við sögðum honum hann
mætti ekki vinna dag og nótt —
hann var of ákafur — hann var
olltaf óendanlega góður við okk-
ur. Við gleymum aldrei alúð
hans — ekki meðan við lifum.
Við reyndum allt sem unnt var
en hann lézt úr kóleru á mið-
nætti í nótt og við munum láta
jarðsyngja hann með viðhöfn".
Ösjálfrátt hafði hún litið á
ungfrú Crowne og sá nú, að
hið hraustlega andlit hennar var
hvítt, jafn hvítt og veggurinn
að baki hennar. Jafnvel varir
hennar voru náhvítar. Allt í einu
sagði hún dálítið einkennilegt og
rödd hennar var annarleg og
skjálfandi:
,,Ég keypti farseðilinn hans.
Ég setti hann f veskið hans. En
hann þakkaði mér fyrir það að
lckum. Ég mundi áreiðanlega
gera nákvæmlega eins aftur.
hann þakkaði mér fyrir“, endur-
tók hún.
„Ég veit ekki, við hvað þér
eigið", svaraði Mildred og leit
undrandi og ringluð á ungfrú
Crowne.
„Það skiptir engu máli“, hélt
Marion áfram eftir andartaks-
hik. —
,,Það sem skiptir máli nú er
að hann er dáinn. Þér skuluð
gleyma, að þér hatið mig. —
Komið og grátið við öxlina á
mér. Þér verðið að gráta".
Mildred lét hana draga sig að
öxl sinni, en báðum Ieið óþægi-
lega.
A
hún yrði að gráta. öllum fannst
stórkostlegt, hversu still'lega hún
bar sorg sína, en þau voru öll á
þeirri skoðun. að hún hlyti að
falla saman og henni myndi létta
ef hún gæti grátið. Hana langaði
líka að gráta. Nótt eftir nótt lá
hún andvaka og fann kynlegan
sársauka f brjósti sínu, og þráði
það eitt að gráta. Kenneth,
maðurinn hennar var dáinn.
Þetta var allt svo óskiljanlegt
og tilgangslaust. Hann hefði alls
ekki átt að fara til Indlands, það
var alls ekki nauðsynlegt — ekki
í raun og veru. Hún mundi sakna
hans alla ævi og hún hugsaði
angurvær og með brennandi
augum um hann. Fáeinar tár-
títlur læddust hægt undan augn-
lokum hennar og niður vanga
hennar.
Og einn góðan veðurdag kom
farangur hans aftur, töskur hans
og skjalamappa — en hann sjálf-
ur kom ekki. Hún fékk ákafan
hjartslátt þegar póstþjónninn af-
henti töskurnar við húsdyrnar
hennar.
Framhald á bls. 38
27
FALKINN