Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Page 28

Fálkinn - 02.03.1964, Page 28
Ce/l/re Einangrunargler Framleitl einungis úr úrvals gleri — 5 ára ábyrgð. (’antið timanlega KOKKIOJAIM H.F. SknU-mtu 57 - Simi 23200. ( blokk Framttald af bls. 9. Maður veit samt ekki hve ó- hreinindi eru mikil fyrr en þeim hefur verið jafnað niður á sextíu og sex tröppur. Það er hreint út ótrúlegt, hve mikill skítur getur leynzt undir einum bamastígvélum hvað þá þremum. Hin bömin í húsinu gengu aldrei upp á óhreinum stígvél- um. Það gerðu aðeins mínir dreng- ir Það var alveg sama þó ég sæi hin bömin gera það með mínum eigin augum. Ég sá bara ofsjón- ir. Þegar ég leyfði mér að halda því fram að þessi skítaklessa þarna væri eftir einhvern annan dreng en hann Gísia nú þá laug ég bara. Þegar ég hafði búið í blokk- inni minni í nákvæmlega átta daga var einhver svo óheppinn að hella mjólk niður á stigann, sem liggur fram hjá minni íbúð. Ég má víst til með að taka það fram að það var langt frá því að slóðin lægi upp að dyr- unum hjá mér. Frá mínum dyr- um og að mjólkinni voru á að gizka þrír, fjórir metrar. Svo hafði ég ekkert farið út um morguriinn. Þannig var nefnilega mál með vexti að synir mínir höfðu fengið einhverja magapest og lágu í rúminu og ég hafði mikl- ar áhyggjur af því að ég kæmist ekk) í vinnuna. Ég vann nefniiega eftir nádegi til að bæta upp á bágborinn fjárhaginn P’ramh. í næsta blsði 23 Jack fer til — Framhald af bls. 15. undirskriftum þingmanna frá Massachusetts, republikana jafnt sem demokrata, undir náðunar- beiðni til forsetans. Skrifuðu þingmennimir einn af öðrum undir skjalið. Þegar John Mc- Cormack kom til Jacks, spurði hann, hvort McCormack hefði rætt við forsetann. „Nei“, svar- aði McCormack. „Ef þú vilt ekki skrifa undir, skrifaðu ekki undir“. Og við það sat. Jack var kosinn í Verka- mála- og menntamálanefnd full- trúadeildarinnar. Verkamanna- löggjöf Bandaríkjanna, Wagner- lögin hafði verið sett á dögum nýju uppstokkunarinnar. Sam- kvæmt lögum þessum naut starf- semi verkalýðsfélaga ýmiss kon- ar vemdar. Löggjöf þessi var at- vinnurekendum þyrnir í auga. Eitt fyrsta verk hins nýja þing- meirihluta republikana var að bera fram fmmvarp um nýja verkamálalöggjöf, sem þrengdi kost verkalýðsfélaganna. Þegar fmmvarp þetta, sem kennt var við Taft og Hartley, kom fyrir Verkamálanefndina, þá skiluðu demókratar minnihlutaáliti, sem Jack undirskrifaði sem aðrir þeirra. En hann gekk feti lengra og skilaði ítarlegu séráliti. Þeg- ar Taft-Hartley-lögin vom sam- þykkt, lét hann ekki af and- stöðu við þau. Og eftir þrett- án ár tókst honum að fá þeim breytt. Annað mál, sem Jack lét sér mjög annt um á tveim- ur fyrstu þingum sínum vom húsnæðismálin. Hann var einn þeirra sem beitti sér fyrir því, að samtök fyrrverandi her- manna settu fram kröfur um nýja húsnæðismálalöggjöf. Þegar Jack hafði setið um hríð á þingi, tók hann ein- hverju sinni Iögfræðing sinn með sér á nefndarfund. Annar nýr þingmaður var þá að taia. Jack hnippti í lögfræðinginn og sagði við hann: „Þú munt ekki kann- ast við þennan náunga. Hann mun láta að sér kveða. Hann heitir Dick Nix-on". Meðan Taft- Hartley-lögin vom til umræðu, háðu Jack og Nixon kappræð- ur um þau í Pennsyivaníu. En þeir voru ekki margir, sem komu til að hlusta á þá. Þegar kjörtímabili Jacks lauk 1948, varð hann sjálfkjörinn bæði sem frambjóðandi demó- krata og sem þingmaður. John F. Kennedy var orðinn þjóð- kunnur stjórnmálamaður. H.J. (Lok greinaflokks). KVIKMYNDA ÞÁTTUR TÓNABÍÓ SÝNIR KONUR UM VÍÐA VERÖLD Um þessar mundir mun Tónabíó taka til sýningar myndina La donna nel mondo, segir þar af lifnaðar- háttum kvenna víða um heim. Sá sem stendur bak- við þessa mjmd er ítalinn Gualtiero Jacopetti. Javopetti er tiltölulega ný stjarna í heimi kvikmynd- anna ef tala má 1 þeim dúr. Fyrir nokkrum árum gerði hann mynd sem hann kaUaði Mondo cane og vaktl hún mikla athygli og hefur verið sýnd við mikla aðsókn víða um álfuna. Vinnubrögð Jacopetti eru þau að hann lætur mynda- vélina segja frá því sem hún sér ef svo má segja, þ.e. að ekki er neinn samfelldur söguþráður I myndunum. 1 myndinni Mondo Cane segir frá lifnaðarháttum fólka víða um heim, með ýmsum hætti. „Megrunarverksmiðja“ í Bandaríkjunum er heimsótt þar sem konur leggja mikla fjármuni í að megra sig. Síðan heimsækir mynda- vélin þjóðflokk í Afríku þar sem höfðinginn stríðelur brúði sína fyrir brúðkaupið svo hún verði í sæmilegum holdum. Þetta er aðeins lítið dæmi um vinnubrögð Jacopetti. Þessa mynd Mondo Cane mun Laugarásbíó taka til i Almnn

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.