Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Síða 30

Fálkinn - 02.03.1964, Síða 30
Taugar Ditlevs voru alveg búnar að vera; svo gjörsamlega búnar að vera, að maður gat búizt við þvi á hverri stundu að hann félli algerlega saman. Hann var kvæntur, hann Ditlev, og það meira að segja hamingju- samlega kvæntur, svo það var sem sagt ekkert yfir fallegu ungu konunni hans að kvarta. En það sem að var, var nefni- lega það, að konan hans, sem hét Úrsúla, átti móður, og Ditlev þess vegna tengdamóður — og þessi tengdamóðir hafði þann leiðinlega ávana að koma f heimsókn f tíma og ótíma. Að vísu bjó hún í öðrum bæ, en það var nú því miður tii dálítið, sem hét samgöngutæki, og að því er Ditlev fannst, notaði hún tengdamóðir hans þau allt of mikið. Það leið aldrei svo vika, að ekki dytti bréf inn um bréfa- rifuna og í því bréfi stæði: Kæru börn! Ég kem á laugar- daginn og verð hjá ykkur nokkra daga, ef Ditlev verður svo góður að sækja mig á stöð- ina!. Ditlev hefði getað kyrkt hana, en hann gerði það auðvitað ekki, þvf hann var löghlýðinn og góð- ur borgari, góður eiginmaður og kurteis gestgjafi. Já, hann var meira að segja svo vel upp al- inn, að hann sagði: ,,Velkomin, tengdamamma", þegar hún kom En svo fékk hann heldur ekki tækifæri til að segja meira. Hitt sagði tengdamanna! Þegar hún hafði sent þeim þessi bréf sin f sautján vikur f röð og f þessar sautján vikur samtals búið hjá þeim f 107 daga, (aðeins verið heima hjá sér, þegar hún þurfti að vökva blómin) þoldi Ditlev ekki meira. Þegar við þetta allt saman bættist, að íbúðin þeirra var að- eins eitt herbergi og eldhús, svo Ditlev varð alltaf að sofa á eld- húsborðinu, þegar tengdamamma var í heimsókn, þá gefur að skilja, að lítið fór fyrir einkalífi ungu hjónanna, og það er ekkert sérlega heilnæmt, þegar menn eru ungir og ástfangnir í konun- um sínum. Sem sagt, Ditlev, skinnið að tama, brotnaði alveg og fór til læknis til þess að fá eitthvað við taugunum. — Ég skal segja yður nokkuð, sagði læknirinn, þegar hann hafði heyrt alla söguna, um eld- húsborðið, einkalífsleysið og allt það. Þér þurfið að komast burt frá öllu þessu dálítinn tima. Til dæmis að taka yður ferð á hend- ur með skipi. Það er ekkert til betra fyrir taugaveiklað fólk en þægileg sjóferð. — Já, en ég get ekki verið án Úrsúlu — konunnar minnar, á ég við. — Auðvitað takið þér hana með. Nú rann upp ljós fyrir Ditlev. — Nú, þannig, já, sagði hann og svimaði við sæluhugsunina um tveggja manna klefann, sem var hægt að læsa, og um tengda- mömmu, sem mundi verða þús- und mílur í burtu. Og þau myndu alveg hafa efni á þessu, þvi hann hafði erft hundrað þúsund kall eftir foreldra sína, og þau þurftu ekki að nota það allt, enda ágætt að eiga dálítið í fyrstu útborgun í stærri íbúð, sem þau höfðu þegar látið skrifa sig fyrir. Ditlev fór heim og lagði málið niður fyrir Úrsúlu. Hana hafði alitaf dreymt um sjóferð. — Ég kem með! sagði tengda- mamma, ég get alveg fengið hana frú Sörensen til þess að vökva blómin. Sjóferðin varð ein martröð. Þau höfðu þriggja manna klefa og það varð ekki um að ræða einkalíf fyrir fimm aura. Tengdamamma hékk yfir þeim frá morgni til kvölds, já allan guðslangan daginn. Og ofan á allt annað svaf hún i kojunni, sem var á miðjum veggnum! Þegar þau komu til Kanarí- eyja gerði Ditlev dálítið, sem menn gera aðeins í ævintýra- legustu sögum og þess háttar. Hann strauk frá borði með Úr- súlu sína, leigði sér árabát fyrir nokkra peseta og kom að landi á örlítilli, afskekktri og óbyggðri Kanarí-eyju, þar sem pálmar uxu, gnægð var af kókoshnetum, skjaldbökur siluðust áfram, og hvít sandströndin lá böðuð i suð- rænni sól. Sannarlega var þetta hin ákjósanlegasta Paradís á jörðu fyrir tvö. Ditlev flýtti sér að smíða rúm. Hann notaði pálmablöð og ven- usþang í undirsæng. Svo byggði hann lítinn kofa úr bambusviði og pálmablöðum, smíðaði tvo stóla og borð, og tilveran varð Framhald á bls. 40 30 FALKiNN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.