Fálkinn - 02.03.1964, Qupperneq 31
Látið blómin tala
Framhald af bls. 23.
þessi lönd, sagði hann, hún
hefur verið veik fyrir Asíu al-
veg frá því hún var í barna-
skóla. Það stóð alltaf til við
færum þetta saman og þess-
vegna dróst þetta ár frá ári,
ég komst aldrei frá. Loks
stakk ég upp á því hún færi
ein með þessum þýzku hjónum.
Ég sá ekki fram á ég mundi
nok'kurn tíma komast sjálfur
— bissnissinn, skiljiði. Hins-
vegar vildi ég ekki fyrir nokk-
urn mun hafa af henni þessa
ferð.
Það sló léttri þögn á mann-
skapinn við borðið vegna þess
að vinur okkar var ekki vanur
að halda svona langar ræður.
Svo fór hagfræðingurinn að
tala um Hamlet-sýninguna í
Þjóðleikhúsinu og sagði að
Gunnar ætti skilið að fá gull-
lampa en ekki silfurlampa fyr-
ir leik sinn. Og hló hrossa-
hlátri.
— Mér fannst sýningin held-
ur billeg, sagði fasteignasalinn,
og svo voru hauskúpurnar úr
þ'0st’. Hafiði vitað annað eins?
Hauskúpur úr plasti! Þetta
ka'10 ég svindl og blöff.
— Byggist ekki leikhúsið á
blf' ”" spurði söngvarinn.
— Og hvað veiztu nema þú
sért sjá’fur með hauskúpu úr
Kæn Astio,
Ég er fædd klukkan 7.45 að
morgni. Ég hef ekki enn fund-
ið starf við mitt hæfi og er mjög
gjöm á að fá leiða á vinnu. Ég
þjáist mjög af minnimáttar-
kennd og á því mjög erfitt með
að kynnast fólki og koma frjáls-
lega fram, en það langar mig
bvo mjög að geta því að ég er í
eðli mínu gefin fyrir skemmtanir
og ferðalög. Ég var árið 1062
mjög ástfangin af manni. Hann
er fæddur .... og var all náið
samband á milli okkar um tíma,
en svo yfirgaf hann mig og nú
virðir hann mig ekki viðlits. Ég
er alveg jafn hrifin af honum og
ég var áður og líð he^s "°r>nR
mjög. Hvernig er útliðið f ásta-
málunum árið 1964 og verð ég
hamingjusöm í hjónabandinu?
Fæ ég tækifæri til að ferðast
mikið um ævina? Bið þig vin-
plasti, sagði vinur okkar og
tísti m.iótt. Hver veit?
Þeir hlógu dálítið að þessari
einkennilegu fyndni vinar okk-
ar og hann lyfti koníaksglasinu
og lét dreggjarnar --nna á
tunguna í sér og síðan barst
talið að skákmótinu í Lídó.
— Mér fannst hann Friðrik
okkar Ólafsson standa sig slæ-
lega, sagði fasteignasalinn og
vonbrigðin leyndu sér ekki í
röddinni. Hann trúði á yfir-
burði íslenzku þjóðarinnar af
því hann ók um göturnar í
Mercedes Benz 300.
— Hann Friðrik, já, enginn
er spámaður í sínu föðurlandi,
sagði söngvarinn sem hafði
lært í Svíþjóð.
— En Guðmundur Pálmason
er séní, sagði hagfræðingurinn
fullur ákafa og hló ekki, þarna
gerir hann jafntefli við Tal. Af
hverju er þessi maður lokaður
inni á skrifstofu? Af hverju
fær hann ekki styrk eins og
landbúnaðurinn og er sendur
út í heim að tefla?
— Hann kærir sig ekkert um
það, sagði fasteignasalinn og
þóttist vita.
— Hann vill náttúrlega að
fjallið komi til Múhameðs,
sagði óöngvarinn.
Þeir höfðu borgað reikning-
inn og vinur okkar var síðast-
ur fram í fatageymslu; þeir
kvöddust og sögðust mundu
sjást á morgun og vinur okkar
staldraði við á gangstéttinni
og hagræddi gulum silkitrefl-
inum um hálsinn á sér Hann
andaði að sér fersku loftinu
með velþóknun og lét augun
hvarfla um Auíh”rvöll, dóm-
kirkjuklukkan sló hálf-tvö.
Þetta voru vinalegar bygging-
ar og virðulegar þótt ekki
væru þær stórar í sniðum og
raunalegt til þess að hugsa að
ráðhúsið í Tjai-narendanum
mundi skyggja á þær, þegar
það risi af grunni.
Fyrir framan Alþingishúsið
varð Guðríður Andréz á vegi
hans, hann lyfti hattinum
virðulega og brosti lítið eitt.
— Ég óska þér til hamingju,
sagði Guðríður Andréz og sveif
andartak í fang hans með
þungum ilmi og léttu brosi. Er
ekki skrítið hún skuli vera
næstum hinumegin á hnettin-
um á brúðkaupsafmælinu ykk-
ar? Jesús, hvað við söknuðum
hennar í saumaklúbbnum!
— Það er nú ekkert merkis-
a.fmæli, sagði hann hógvær-
lega. Hún biður að heilsa, ég
fékk kort frá henni, — skipið
lá í Alexandríu og þau höfðu
skroppið til Kaíró og hún er
búin að sjá píramídana og
koma á bak á úlfalda.
— Ég er alveg gáttuð á því
hún skuli ekki senda okkur
kort í saumaklúbbnum. Og
mátti ekki einu sinni vera að
því að kveðja.
Hann brosti hægt:
— Þú veizt hvað hún er
pennalöt — og utan við sig.
— En hún hefur það gott?
— Hún hefur það guðdóm-
legt, svaraði hann og brosti —
eins og fugl mundi brosa.
— Þú manst að skila kveðju
frá okkur næst þegar þú skrif-
ar, sagði Guðríður Andréz, frá
öllum klúbbnum. Þú getur sagt
henni að Lúlla eigi von á barni
0" Bagga sé tekin aftur saman
við Ameríkanann og þau séu
að hugsa um að flytja i sum-
ar og læknirinn hafi sagt að
magasárið hennar Huldu verði
alveg gott ef hún bara fer vel
með sig og þú verður að segja
að við séum alveg öskureiðar
yfir því hún skuli ekki skrifa.
Hann kvaddi Guðríði Andréz
með hlýju handabandi og tók
ofan virðulega og hún brosti
aftur þessu létta brosi sem
rétt virtist tylla niður tánum á
andliti hennar og svo var hún
svifin brott umlukin sínum
þunga ilmi.
Hann lagði lykkju á leið sína
og gekk hægum skrifum yfir
gamla Bæjarfógetagarðinn þar
sem Skúli fógeti stóð á stalli
og hvessti augun í suður eins
og síðasti Móhíkaninn.
Það var krökt af fólki inn i
Vesturveri og vinur okkar oln-
bogaði sig af varkárni upp
stigann þar sem blómabúðin
er. Hann litaðist um nokkra
stund og dró hanzkann af
vinstri hönd og hélt á honum
Framhald á bls 39.
samlegast að sleppa öllum tölum
innan sviga og helzt að stytta
bréfið mest..
Lóló.
Svar til Lóló,
Þú fæddist þegar Sólin var
8o30’ í mei-ki Fiskanna. Það er
því mjög eðlilegt að þér finnist
oft örðugt að koma fram fyrir
aðra sakir minnimáttarkenndar.
Þetta mundi þó lagast mikið ef
þú reyndir að tjá þig á þann
hátt, sem þér er eðlilegastur.
Það er í sambandi við störf á
vegum góðgerðastofnana. Hjúkr-
unarstörf mundu t. d. henta þér
mjög vel þar sem þú gætir auð-
sýnt öðrum samúð og hjálpfýsi.
Þar eð Sólmerki þitt er Fisk-
arnir, þá ertu miög tilfinninga-
næm fyrir umhverfinu og þeim
persónum, sem umhverfis þig
eru. Þú rettir að varast að taka
inn mikið af deyfilyfjum, nema
undir læknishendi og einnig
helzt ekki að reykja, né neyta
áfengra drykkja. Þú þarft að
drega þig út úr skarkala heims-
ins helzt eina stund á dag og
endurnýja lífsþrótt þinn. Þú ert
ekki fallin til að stjóma öðrum,
en hentar vel að starfa undir
stjórn annarra.
Þú hefur sex plánetur í hin-
um svonefndu loftmerkjum, sem
standa fyrir hugsunina. Þú átt
því auðvelt með að nálgast hlut-
ina frá sjónarmiði raunhyggj-
unnar og ættir raunar að leggja
fyrir þig að mennta þig sem
allra mest í þessari jarðvist, því
slíkt liggur auðveldiega fyrir
þér, hvað hæfileikana snertir nú.
Menntun á sviði hjúkrunarinnar
mundi liggja mjög létt fyrir þér.
Einnig er þér ráðlegt að afla þér
sem fjölbreyttrastar menntunar.
Þú hefur Marz og Satum í
öðru húsi, þannig að litlar iíkur
eru fyrir því að veraldlegir
sjóðir þinir hrúgist upp og ryk-
falli. Þín auðæfi eru ekki í þessa
heims, eins og sagt var eitt sinn.
Sólmerki piltsins, sem þú gazt
um áðan myndar mjög óhag-
stæða afstöðu við sólmerki þitt,
enda kom á daginn að pilturinn
fór á brott. Þér mundi vegna
vel með manni sem fæddur væri
undir merki Krabbans á tímabil-
inu 22. júní til 23. júlí eða und-
ir merki Sporðdrekans á tíma-
bilinu frá 24. okt. til 22. nóv.
Ég mundi því ráðleggja þér að
vera ekkert að hugsa um Boga-
mannsmerkinginn, því það verð-
ur þér bara til ama.
Neptún í sjöunda húsi bendir
til löngunar eftir hinu fullkomna
hjónabandi, en ávallt veldur
hann einhverjum blekkingum
svikum og prettum. Venjum
makans kann oft að vera tals-
vert óbótavant því tilhneigingar
eru til drykkjuskapar, neyzlu
nautnalyfja, kynferðislegrar fpill
ingar eða annarra venja sem
verða að teljast óæskilegar.
Það er sem sagt nauðsynlegt fyr-
ir þig að gæta fyllstu varúðar
í vali maka og þú ættir að graf-
ast nákvæmt fyrir um fortíð
V.ans, því verra er að gaílarnir
komi ekki í ljós fyrr en allt er
um garð gengið cg of seint að
snúa við. Vog á geisla sjöunda
húss bendir til þess að þér sé
mjög nauðsynlegt að elska og
vera elskuð og yfirleitt að vera
í góðum félagsskap við einhvern
af hinu kyninu. Aðstæðurnar á
sviði ástarmálanna lagast mjög
mikið eftir tvö til þrjú ár og eru
ágætar þegar þú e>-t um 24 ára.
FÁLKINN 31