Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Qupperneq 32

Fálkinn - 02.03.1964, Qupperneq 32
R©ynishverfi Framhald af bls. 17 er Þorlákur biskup hinn helgi k- minn. Kirkja hefur verið á Reyni frá fornu fari og telja sumir það einn af elzlu kirkjustöð- um á íslandi. Þar var bænda- kirkja eins og glöggt kemur fram í þjóðsögunni um kirkju- smiðinn á Reyni. „Einu sinni bjó maður nokk- ur á Reyni í Mýrdal, átti hann að byggja þar kirkju, en varð naumt fyrir með timburað- drætti til kirkjunnar. Var kom- ið að slætti en engir smiðir fengnir svo hann tók að ugga að sér að kirkjunni yrði ekki komið upp fyrir veturinn. Einn dag var hann að reika út um tún í þungu skapi. Þá kom til hans maður og bauð honum að smíða fyrir hann kirkjuna. Skyldi bóndi segja honum nafn hans áður en smíðinni væri íokið, en að öðrum kosti skyldi bóndi láta af hendi við hann einkason sinn á sjötta ári. Þessu keyptu þeir. Tók aðkomu- maður til verka. Skipti hann sér af engu nema smíðum sín- um og var fáorður mjög enda vannst smíðin undarlega fljótt og sá bóndi að henni mundi lokið nálægt sláttulokum. Tók bóndi þá að ógleðjast mjög„ en gat ekki að gjört. Um haust- ið þegar kirkjan var nærri fullsmíðuð ráfaði bóndi út fyr- ir tún. Lagðist hann þar fyrir utan i hól nokkrum. Heyrði hann þá kveðið í hólnum, sem móðir kvæði við barn sitt, og var það betta: ,,Senn kemur hann Finnur faðir þinn frá Reyn með þinn litla leiksvein.” Var þetta kveðið upp aftur og aftur. Bóndi hresstist nú og gekk heim og til kirkju. Var smiðurinn þá búinn að telgja hina seinustu fjöl yfir altarinu og ætlaði að festa hana. Bóndi mælti. „Senn ertu þá búinn, Finnur minn.” Við þessi orð varð smiðnum svo bilt að hann felldi fjölina niður og hvarf. Hefur hann ekki sézt síðan.” En nú er hér enginn hóll þar sem móðir situr og kveður við ungan svein. Ræktunarvélar tæknibúskaparins hafa séð fyrir þvf. I Reynisþingum voru fyrrum kirkjur á Höfðabrekku og Reyni. Þegar vaxa tók byggð í Vík„ þótti einsætt að þar skyldi kirkja rfsa, og er Höfðabrekku- 32 FALKINN kirkja war orðin ónýt og fokin í sunnlenzku ofsaveðri, reis steinkirkja,, traust og þung uppi á bjargi austan Víkur- þorps. Og þar sem nú Reynis- kirkja var orðin ómessufær,, var í fyrstunni meiningin að sameina sóknimar. En Hverf- ingar vildu hafa sína kirkju fyrir sig og Guð svo ekkert varð úr sameiningunni. Og óð- ar en varði var ný kirkja ris- in á grunni þeirrar gömlu og vígð af herra Sigurgeir og Sr. Jóni einn bjartan, fagran vor- dag fyrir tæpum aldarfjórðungi. Þá var mikil og almenn hátíð í Reynishverfi og setið að kaffi- drykkju við góðar ræður og glaðan söng í gamla samkomu- húsinu, sem jafnframt var skóli þeirra Hverfinga. En þeg- ar það var orðið fúið og forn- fálegt og fyllti ekki lengur kröfur tímans, tóku Hverfingar sig til og byggðu annað hús, að visu ekki stórt,, en vistlegt og hlýlegt með öllum þægind- um. Þar heitir á Eyrarlandi. Þar halda félög sýslunnar fundi sína og ráðstefnur og um helgar dansar æskan sig sæla og þreytta eftir erfiði lið- innar viku. En við komum suður í Reyn- ishverfi að þessu sinni hvorki til þess að virða fyrir okkur framkvæmdir nútímans né rifja upp fomar þjóðsögur. Við erum komin til þess að líta til baka —að vísu meira en tvö hundruð ár og virða fyrir okk- ur það sem þá var að gerast hér á þessum slóðum. Vestur á mýmnum sjáum við þrjá menn á ferð — ríð- andi með fjóra hesta undir farangri. Þeir em þreytulegir, enda em þetta langferðamenn komnir alla leið norðan úr Skagafirði. Þeir hafa lagt á stað skömmu eftir réttir um haustið,, hafa fengið ófærð og ótíð hina mestu á fjöllum „snjó í klyf- berafjöl,” svo hestamir kom- ust ei áfram og tjaldið næstum fennt í kaf. I dagstæða viku hafa þeir orðið að liggja við Biskups- þúfu en svo vel vom þeir ferðbúnir bæði til líkama og sálar að þeir örvæntu ekki . . . „Við höfðum lestrarbækur og annað nóg oss til dægrarstytt- ingar, kerti og mat svo næg- an, að við héldum við mund- um þar vel af komast fram á þorra.” En kjarkur þeirra,, útsjón og ferðasnilli fær borgið þeim. Framhald á bls. 36 HVAD GERIST í NÆSTU VIKU? Hrútsmerkið (21. marz—20. avríV. Yður hættir stundum til þess að draga rangar ályktanir og bess vegna er yður ráðlegt að aðhaf- ast ekkert I þessari viku nema að vandlega athug- uðu máli. Annars kynni illa að fara. Nautsmerkið (21. avríl—21. maíJ. Þetta verður sérlega róleg vika og lítið um stóra atburði. Þó eru líkur fyrir þvi að vandamál í sambandi við einkalíf yðar kunni að leysast yður til mikillar ánægju. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní). Þér ættuð að leggja allt kapp á að koma jafn- vægi á tilfinningalíf yðar og forðast sveiflur i þeim efnum. Þessi vika verður fremur róleg en þó er ekki útilokað að ýmislegt komi yður á óvart í þessari viku. Krabbamerkið (22. júní—22. júli). Það er hætt við að þessi vika kunni að valda yður vonbrigðum einkum þó í sambandi við yðar nánustu. Þér ættuð því að fara sem gætilegast í öllum samskiptum við aðra. Ljónsmerkið (23. júlí—23. áaúst). Ef þér hafið verið að áætla eitthvað stórkost- legt í þessari viku verðum við að hryggja yður með því að það eru engar líkur fyrir að það verði neitt úr því. Jómfrúarmerkið (2í. áaúst—23. sevt.). Þér ættuð að leggja allt kapp á að laga til ýmislegt á vinnustað, sem aflaga hefur farið. Þér ættuð einnig að taka þessa viku rólega og dvelja sem mest heima við. Voaarskálamerkið (2i. sept.—23. okt.). Þessi vika verður sérstaklega rómantísk og verður yður til mikillar ánægju í alla staði. Persóna, sem þér hafið lengi verið að gefa gætur mun koma yður mjög á óvart. Svorðdrekamerlcið (21. okt.—22. nóv.). Þér eruð ekki nógu ákveðinn og þess vegna mistekst yður stundum. Ef þér færist ekki meira í fang en þér ráðið við þá gætuð þér náð góðum árangri i því máli, sem yður stendur næst um þessar mundir. Boaamannsmerkið (23. nóv.—21. des.). Um þessar mundir eru ýmsar blikur á lofti i einkalífi yðar og þér ættuð af þeim sökum að fara gætilega. Minnist þess að oft er betra að slá aðeins af sinum kröfum heldur en að lenda í miklum vandræðum. Steinaeitarmerkiö (22. des.—20. janúar). Ef yður hættir til þunglyndis um þessar mundir þá er yður nauðsynlegt að rífa yður upp úr því. Það getur haft mjög víðtækar afleiðingar ef þér haldið ekki rétt á spilunum þessa dagana. Vatnsberamerkið (21. ianúar—18. febrúar). Þér gerið of miklar kröfur og þess vegna eruð þér stundum óánægðir. Ef þér venjið yður á það að heimta ekki ailtaf það bezta þá mundi yður líða miklu betur. Farið gætilega á fjármálasviðinu. Fxskamerkið (19. febrúar—20. marz). Nú eru skemmtilegir tímar framundan og ,.„ð ættuð þér að notfæra yður út í yztu æsar. Um- gangist vlni og kunningja meir en þér hafið gert að undanförnu og þetta verður skemmtileg vika.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.