Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Side 36

Fálkinn - 02.03.1964, Side 36
HaraldurM<r þykir leitt að hafa látið >ig híða.Þú hefðir ^ ekki átt að gerg ;®inTTÍ Rk. baðr Y Það hefði verið Bvína- legt að svíkja þig um kvöld- snarlið, L Maggaí AL CITY Bi Yeiztu að <g á enn eftlr tveggja / WK1 4 * K. JakoV er ekki ^ oara Jirælahaldari hann er eadisti líka, svel mix stunda vinnu í kvöld Reynishverfi Framhald af bls. 32 Og svo þegar þeir fara að náig- ast byggð, mætir þeim sunn- lenzka haustrigningin í al- gleymingi. Hún gerir þá á svipstundu holdvota gegnum fimm faldan, jafnvel sjöfald- an klæðnað. Og ekki tekur betra við þegar til bæja er komið, að Hamarsholti, efsta bæ í Ytri-Hrepp. Á þeirri að- komu er gefin ömurleg lýsing. Svo halda þeir austur í Mýr- dal. I leiðinni koma þeir í Holt til föðurbróður síns, ræðu- skörungsins og ráðdeildar- mannsins sr. Sigurðar Jónssonar. „Iionum brá við er hann sá okkur frændur sína, því hann ætlaði við mundum setjast upp á sig. Hann var mjög aðsjáll maður, frekar af vana og auð- legðarmóð en hann væri svo af náttúrunni. f Holti voru þeir einasta nóttina. Og nú fara þeir að nálgast hið fyrirheitna landið. Við Fúlalæk tekur Skaftafellssýsla við. I köldu landnvrðingsfiúki halda þeir yfir Jökulsá og heim að vestasta bænum í 36 Skaftárþingi, Sólheimum, bæ Loðmundar gamla. Þar er margbýlt og mikil húsakynni en þau standa ekki opin þess- um langhröktu ferðamönnum. Loks fá þeir inni i kirkjunni, þeir spretta af við sáluhliðið og snara trússinu inn f helgi- dóminn en hefta hestana. Þeir eru vel útbúnir eins og fyrr segir og þurfa ekki að vera upp á neinn komnir með beina eða aðhlynningu, og þegar Sól- heimingar sjá það, taka þeir ráð sín saman að betur sómi að bjóða þeim f bæinn. Fengu þeir hjá þeim góðan viður- geming og hey fyrir hestana ,„fyrir betaling þó”. Daginn eftir halda þeir aust- ur í Reynishverfi. Þangað er heitið þessari löngu ferð. Og þar ber fundum okkar saman við þessa ferðalanga þótt 200 ára bil sé á milli. Þeir eru allir á bezta aldri og vel á sig komnir. Sá sem er foringi fararinnar er 27 ára gamall, eykinn meðalmaður á hæð, þrekvaxinn en útlima- smár. rjóður í andliti, friður sýnum með blá augu, ljós á hár sem liðast með hrokknum lokkum á herðar niður. Hann er svo léttfær að hann getur stokið 8 álnir á sléttri jörð og snarað sér upp í hnakkinn með því að grípa í faxið. Hann getur hæglega látið upp 12 fjórðunga bagga, svo snar er hann í snúningum, að hann getur látið upp á hestinn hin- um megin þótt enginn standi undir. Hér má kenna Skag- firðinginn Jón Steingrímsson frá Þverá í Blönduhlíð, sem nú ætlar að flytja búferlum suður á land. Með honum er bróðir hans Þorsteinn og vinnupilt- ur, Jón Sigurðsson. Hvernig stendur á þeirra ferð í byrjun vetrar. Jón Steingrímsson býr á leigujörð nyrðra, en stjúpböm hans eiga jarðeignir — Reyni og Dyrhóla — f Mýrdal — sem komnar voru í lélegt stand, svo gjöldin af þeim voru orðin lítil og ónóg börnum til uppeldis I annan stað magnast harðindi í Norðurlandi en hann sér — þessi mikli forrstandsmaður að syðra er í mörgu bjargvæn- legra. Nú er hann kominn á áfangastað, þar sem hann ætiar að hafa vetursetu. Þeir halda rakleiðis að Hellum. Þar býr umboðsmaður Jóns yfir Reynishverfi, Einar Eiríksson og hans ágæta kona. Hjá þeim var hann um veturinn og gerðu þau við hann, sem bezt þau kunnu. En hér er ekki mikill húsa- kostur og fátt um „leiguher- bergi“. Sú eina vistarvera, sem þeir bræður fá er skemmu ..ofi vestan við bæjardyr. En þetta er engin venjuleg skemma, byggð úr torfi og grjóti og röftum, heldur er hún höggvin inn í bergið. Því er það, að þótt öll hús á Hellum séu löngu fallin, höfum við enn í dag fyrir aug- unum þessa fyrstu vistarveru Jóns Steingrímssonar í Skaftár- þingi. Vel fór um þá bræður í skemmunni. „Ég hjó hana svo stóra“, segir sr. Jón, ,,inn lengra í bergið, að ég kom þar fyrir rúmi mínu, borðkorni og bekk og öllu því, er þar meðferðis hafði og vorum við þar bræður báðir um veturinn, og áttum þar bezta og rólegasta líf“. En hræddur er ég um, að þeir, sem nú skoða þennan vetursetu- stað Eldklerksins mundu fljótt setja hann f dálkinn: ,,Ekki mannsæmandi xbúð“. eða kannski: „heilsuspillandi hús- næði.“, og viðkomandi sveita- FALK.INN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.