Fálkinn - 02.03.1964, Side 37
stjóm væri gert skylt að sjá í-
búunum fyrir hollari híbýlum.
Við skulum virða hann fyrir
okkur nokkru nánar. Það er
einmitt erindi okkar fram 1
Reynishverfi að þessu sinni..
Hellismunninn er um það bil
4 metra víður og seilingarhæð.
Hellirinn sjálfur er vfst einir
7 metrar á dýpt, lækkar eftir
því sem innar dregur, en er þó
allur manngengur. Þetta er því
allrúmgott værelsi og alls ekki
óvistlegt, þar sem það liggur í
skjóli klettanna opið fyrir sól
og sunnangolu.
Og svo vel kunna þeir þræður
að búa um sig og finna sér við-
fangsefni, að það er ekki að efa
að rétt sé, sem sr. Jón segir, að
þama áttu þeir hið bezta og ró-
legasta líf. Ekki voru þeir iðju-
lausír. M.a. tók Jón saman reg-
istur yfir Stapens Lexikon á
þýzku ,,og bar það saman við
vort móðurmál sem bezt ég
kunni.“ Ekki mun hafa verið bú-
ið í helli þessum síðan. en eitt-
hvað notaður til fundarhalda
eins og ekki mun hafa verið ó-
aigengt víða áður fyrr, áður en
öld félagsheimilanna rann upp
yfir landið.
Vorið eftir að Jón Steingríms-
son kom suður, sendi hann norð-
ur eftir konu sinni. Bjuggu þau
hjónin f Hellum í 5 ár við vax-
andi búsæld. Fór þar saman
bæði jarðnytjar og sjávarafli,
því að strax fyrsta veturinn
lærði Jón formennsku og alla
háttsemi á sjó. Svo vel tileink-
aði hann sér þá kennslu, að
hann reri margan róður þegar
aðrir sátu í landi og spáðu fyr-
ir honum að hann dræpi sig á
sjónum, „en Guð hagaði þvf svo
til, að þann fimm ára tíma, sem
ég var formaður, varð ei að
einni ár auk heldur meira."
í búskapnum var sama lán-
semin yfir honum. Bú hans
gekk fram á þessum háifa ára-
tug svo að hann, sem byrjaði
með sex kýr og 14 ær, átti eftir
fimm ára búskap 10 kýr og 125
að sauðfé. Varð hann þó á ári
hverju fyrir tjóni, sem nam einu
kúgildi — við það að skeppnur
hröpuðu til bana í klettum
Reynisfjalls.
En Jón Steingrímsson gerði
meira á Hellum en auka bú-
stofn sinn. Svo sem sómdi góð-
um bónda og framfarasinnuðum,
bætti hann jörð sína mikið með
ræktun og byggingum.
Á grundunum undir brekkun-
um austan við svonefnt Sand-
skarð var smá slægjublettur,
sem gaf af sér átta hesta. Þar
byggði Jón mikla garða, , bæði
til vörzlu fyrir skepnum og
vamar grjóthruni úr fjalli og
græddi svo upp, að þar varð
fljótt 30 hesta tún. Og þar
byggði hann bæði hesthús og
fjárhús.
Sr. Jón fór frá Hellum er hann
varð prestur og fékk Sólheima-
þing og flutti að Felli vorið
1761. Skömmu síðar hófst byggð
á Görðum og hefur verið búið
þar síðan. Þar er syðsti bær á
fslandi.
Hellur fóru í eyði vorið 1909.
Þá fluttust þaðan hjónin Sig-
urður Bjömsson og Halldóra
Ámadóttir með fimm bömum
sínum . Þau tóku þá til ábúðar
Svartanúp í Skaftártungu. En
Garðar hafa verið byggðir í 200
ár.
Þessi syðsti bær á íslandi er'
ekki neitt stórbýli frekar en
aðrar jarðir í Reynishverfi. En
það er notadrjúg jörð og þar er
vel búið af þeim hjónunum
Klemenz Árnasyni og Gunnheiði
Kristmundsdóttur, sem þar búa
með börnum sfnum. Hafa þau
hluta af hinu foma býli Jóns
Steingrímssonar til afnota. Þar
er enn vel hirt, grasgefið tún
upp á holtinu austur af Hellna-
bænum og þéttir, svartir skurðir,
sem skera í sundur mýrina fyrir
norðan túnið, sýna að hér er
ræktunarstarfið f fullum gangi,
eins og á dögum Jóns Stein-
grfmssonar. En vestur á balan-
um vex grasið upp úr gömlu
bæjarrústunum og minna á það
mannlíf, sem þama hrærðist fyr-
ir áratugum síðan. Og framan
í klettinum er enn með sömu
ummerkjum hellirinn. þar sem
Eldklerkurinn á Prestbakka átti
sér fyrst vetursetu á Suðurlandi.
G. Br.
Minkana veiðir...
Framhald af bls. 21.
upp hundagirðingamar með bíl-
ljósum um hánótt, öskra og
æpa og veina i því skyni að
trylla hundana. Sumir hafa orð-
ið svo atgangsharðir að Carlsen
hefur neyðst til að beita tára-
gasbyssu gegn þessum gestum.
Einn næturgesturinn kom í leigu-
bíl og fór að egna hundaskarann,
kallaði Carlsen laxaþjóf þeg-
ar hann vildi stilla til friðar.
Gesturinn hafnaði á lögreglu-
stöðinni og gaf dómaranum þá
skýringu morguninn eftir að
hann hefði ætlað sér að heim-
sækja frænku sína. „Og frær.ka
þír heldur sig þá með tikunum
hans Carlsens“ spurði dómar-
inn.
Af þeim 55 hundum sem Cart
sen gætir í Mosféllssveit á hann
sjálíur ekki nema sjö, hina
varðveitir hann fyrir 29 eig-
endur. Carlsen hefur alið upp
sérstakt minkahundakyn sem er
kynbætt með grenjahundum og
spaniel. Af því kyni oru flestir
hundarnir og þeirra frægastir
eru tíkurnar Prinsessa >g Bella
og góði dátinn Svæk, Carlsen
hefur einnig nokkra íslenzka
fjárhunda en þeir eru orðnir
fátíðir mjög og fást varla hrein-
ræktaðir nema í Kaliforníu. Þá
gefur að líta tvo risastóra blóð-
hunda með lafandi eyru og
þunglyndislegan svip, augna-
ráðið angurvært og tregaþrung-
ið. Þó tekur steininn úr þegar
þessar skepnur gefa frá sér
hljóð. .vart getur að heyra nokk-
urn söng sem Ivsir jri sorg
né tjnikomulauwj harmi.. Og er
þessi mæða blóðhundanna merki-
legri fyrir þá ■'ök að þeir eru
einstaklega ljúflyndir og blíðir
í lund og gera engum manni
mein, enda allar aðstæður -þeirra
þannig að þeir hljóta að vera
hamingjusamir. Þetta hlýtur því
að vera einskonar weltschmerz,
heimshryggð, eins og tiðkaðist
hjá erlendum stórskáldum á öld-
inni sem leið.
Um hádegisbilið leggjum við
Jóhannes Arason af stað í leið-
angurinn klyfjaðir í bak og fyr-
ir allskyns morðtólum pg leið-
beiningum Carlsens.
Fyrir skömmu hafði Helga á
Engi eða öllu heldur púturn-
ar hennar orðið fyriT leiðin-
legri heimsókn. Minkurinn hafði
gert sig heimakominn í hænsna-
húsinu og nú var markmið leið-
angursins að legvia skaðvald-
inn að velli. Förinni er heitið ',ð
ánni Korpu en þar má búast
við að minkurinr. r: sér heim-
ili.
Minkurinn er ein ófélagslynd-
asta skepna í heiminum. Hann
er jafnan einn á ferð og á ekk-
ert saman við frændur sina að
sælda. Segja má að hver mi..k-
ur hafi sitt veiðisvæði eins og
stangveiðimaður í laxá Jg ræð-
ur þar lögum og lofum. Jóhann-
es segir okkur að hjónabands-
sælan standi ekki minknum fyr-
ir þrifum, þvi högninn og læð-
&n sjást aldrei nema rétt sem
snöggvast um fengitimann. en
síðan er högnanum eir- gott að
hypja sig brott sem skjótast
því annars á hann á hættu að
læðan híti hann hreinlega á
barkann þegar him hefur haft
af honum full not. Síðan sér
læðan ein fyrir uppeldi barn-
anna og er ekki að efa að upp-
eldið fari fram eftir kúnstar-
innar reglum
Minkurinn er að því ieyti ó-
geðfellt rándýr aö hann lætur
sér ekki nægja að drepa sé' til
matar' eins og birnir og Ijón,
heldur á hann þ-~ ...merkt
með manninum að hann virðist
stunda þettp s«=m hvert annað
sport. Hann á það til að drepa
heilan hænsnahóp og raða síð-
an hræjunum í snyrtilegan
stafla án þess svo mikið að
sjúga úr þeim blóðið.
Fjórir hundar fylgja okkur,
þrír minkahundar lágfættir og
kub'^iegir en ótrúlega þefvís-
ir og svo ein tík - sem
hafði hug á að kynna sér minka-
veiðar.
Jóha .n„s ei vopnaður tveim-
ur haglabyssum, önnur þeirra er
skammby^ sem Carlsen keypti
fyrir mörgum árum á 800 krón-
ur og hann hefur tíðast noíað
til þess að drepa minkinn, ef
hundarnir misstu hans. Þá höf-
um við í fórum okkar benzín-
brúsa, það er þjóðráð að
hella benzíni ofan í minka-
greni og kveikja síðan í og
svæla þanni° dýrið '* All oft
eru notaðar litlar dýnámit-
sprengjur til að róta upp grenj-
unum ef :,,t er að vinna dýr-
ið.
Þjálfun hundanna er þolin-
mæðiverk eins og áður er getið.
Hvolparnir fá að æfa sig á að
elta uppi mýs og rottur í upp-
hafi og kemur þá strax í ljós
hvort eðli þeirra segir til sín.
Síðan fá þeir að færa sig upp á
skaftið og kynnast hinum raun-
verulega óvini. í því skyni hefur
Carlsen mink einn i búri og er
búrið grafið djúpt i jörð þar
sem hundarnir sjá ekki til. Síðan
er hundunum sleppt lausum og
ef að líkum lætur hafa þeir inn-
an skamms fundið þefinn af
minkinum og tryllast þá alveg,
grafa í óða önn eftir dýrinu og
linna ekki látum fyrr en þeir
hafa fundið það.
Þar sem hitaveitustokkurinn
liggur yfir Korpu hefst leitin í
þetta sinn og Jóhannes hefur
nánar gætur á hundunum. Ýms-
um kynni að þykja þeir ekki
vera til stórræðanna þar sem
þeir vaga áfram í kargaþýfi og
munar litlu að þeim takist að
paufast yfir stærstu þúfurnar.
Einkum er Prinsessa þung á sér
og dregur kviðinn með jörðu.
Hundamir lötra í halarófu upp
eftir árbakkanum og við Jó-
hannes í humátt á eftir. Tvær
endur ofar á ánni hafa veður
af okkur og fljúga upp, hverfa
í dumbunginn. Við erum komn-
ir nokkuð upp eftir ánni þegar
Jóhannes staldrar við og bendir
mér á hundana.
— Nú hafa þeir fundið slóð
eftir mink, segir hann. Þá fara
FÁLKINN 37