Fálkinn - 02.03.1964, Page 40
uppgötvun, að radíóbylgjur
endurköstuðust frá hlutum
sem yrðu á leið þeirra. Þessi
uppgötvun varð síðar notuð við
smíði.annars ekki síður merki-
legs siglingatækis, nefnilega
ratsjárinnar.
Áfram var haldið við full-
komnun sjónvarpstækjanna
bsggja megin Atlantshafsins,
en svo virðist sem Bandaríkja-
menn hafi talsvert forskot og
þetta ár var sjónvarpsstöðin
W2XBS opnuð í New York.
Sjónvarpsviðtækin voru þá
mjög frábrugðin því sem nú
gerist. Þau voru í stórum köss-
um, en sjálf myndin lítið stærri
en póstkort. Sjónvarpssendum
var komið fyrir á toppum bæði
Chrysler-skýjakljúfsins og Em-
pire State, hæsta húsi heims-
ins árið 1931 og fjöldafram-
leiðsla var hafin á sjónvarps-
viðtækjum, sem þó voru svo
dýr að aðeins efnamenn gátu
keypt.
Árið 1935 gaf „Sjónvarps-
nefnd“ Brezku stjórnarinnar út
tilkynningu þess efnis, að stofn-
að skyldi til sjónvarps þar í
landi án tafar. Ári síðar opnuðu
Þjóðverjar, sem aldrei höfðu
lagt tilraunir með sjónvarpið
alveg á hilluna þrátt fyrir
þrengingar stríðsins og krepp-
unnar, „sjónvarpslinu" milli
Berlínar og Lcipzig. Sama ár
ákváðu Hitler og kumpánar
hans, að undirbúningur skyldi
hafinn að reglulegu sjónvarpi
frá Berlín og var þegar hafizt
handa um undirbúning allan,
en stöðina átti að opna til af-
nota að fjórum árum liðnum,
eða árið 1940.
Hinn 30 apríl 1939 var heims-
sýningin mikla opnuð í New
York. Opnun sýningarinnar
markar spor í sögu sjónvarps-
tækninnar, er setningarræðu
Franklins D. Roosevelts forseta
Bandaríkjanna var sjónvarpað
og var það í fyrsta skipti sem
bandaríska þjóðin sá höfðingja
sinn í sjónvarpi. Ennfremur er
David Sarnoff, forstjóri Radio
Corporation of America lýsti
því yfir á setningardegi heims-
sýningarinnar, að þaðan í frá
væri sjónvarp sjálfstæður þátt-
ur í þjóðlífinu og sama dag
komu á markaðinn ný sjón-
varpsviðtæki fyrir heimili með
8XH tommu myndarstærð.
Vísindamönnum RCA hafði
fyrir nokkrum árum tekizt að
leysa „Scan-disk“ Nipkows af
hólmi með elektroniskum
tækjum og finna upp „raf-
magnsauga“ sjónvarpsmynda-
vélarinnar og þetta gerði tækin
ódýrari í framleiðslu og fyrir-
ferðarminni.
Hinn 3. september 1939 sögðu
Bretland og Frakkland Þýzka-
landi nazismans stríð á hendur
og þann dag tilkynnti BBC í
London, að sjónvarp frá stöð-
inni mundi hætt um sinn.
Sjónvarpað hafði verið tvær
klukkustundir á _dag frá því
síðsumars 1936. í Bandaríkj-
unum var sjónvarpstíminn
styttur, og enn frekar er þau
gerðust stríðsaðili.
Gagnstætt þessum ráðstöfun-
um, hófst sjónvarp í Berlín
1940 eins og áður hafði verið
ákveðið. Dagskrá var vel undir-
búin og unnin og send út með
þýzkri nákvæmni. Sjónvarps-
tæki voru hinsvegar fá, því þótt
unnið hefði verið að framleiðslu
þeirra um skeið er reglulegt
sjónvarp hófst, voru verksmiðj-
urnar fljótlega teknar til hern-
aðarframleiðslu.
Svo einkennilegt sem það í
fljótu bragði má virðast, þá
létu nazistar sig rekstur sjón-
varpsins litlu skipta og send-
ingarnar voru að mestu lausar
við hinn hatramma áróður sem
einkenndi útvarpssendingar í
Þýzkalandi á valdatímabili
Hitlers. Vafalaust hefur lítil út-
breiðsla sjónvarpsviðtækja ver-
ið orsökin, en sjónvarpstækin
gengu kaupum og sölum á
svörtum markaði eftir að líða
tók á styrjöldina.
Á stríðsárunum voru send-
ingar sjónvarpsins í Berlín með
næsta ólíkum hætti miðað við
það, sem nú gerðist um flest-
ar sjónvarpsstöðvar. Fátt var
frétta en dagskráin klassísk
leikrit, óperur og upplestur sí-
gildra verka. Þá var og útvarp-
að hljómleikum. Einnig var
kvikmyndum sjónvarpað, en
öðru efni beint frá upptöku-
stað að mestu. Fram eftir stríðs-
árunum sluppu íbúar Berlínar
og nágrennis við sprengjuárás-
ir að mestu er „Luftvaffe“
hafði í fullu tré við aðvíf-
andi sprengjuflugvélar Banda-
manna. En árin liðu og er halla
tók undan fæti fyrir stríðsvél
Hitlers, harðnaði á dalnum
hjá Berlínarbúum. Sprengju-
árásir urðu tíðar og fólk mátti
dúsa langtímum saman í loft-
varnarbyrgjum. Þá hugkvæmd-
ist einhverjum að smala saman
sjónvarpstækjum og koma þeim
fyrir í loftvarnarbyrgjunum
og þvi var það, að meðan
flugvélar Bandamanna sveim-
uðu yfir borginni, leitarljósin
lýstu himinhvolfið og loftið
titraði af skothríð loftvarna-
byssnanna, sátu Berlínarbúar í
byrgjum og horfðu á óperur
eða hlustuðu á leiicrit.
Er leið að leikslokum varð
dagskráin einhæfari, en áfram
var haldið og sjónvarpað þar
til sjónvarpshúsið varð fyrir
sprengju í lokaátökunum um
borgina vorið 1945.
Sem að líkum lætur hafði
fjöldi fólks flúið frá Berlín er
herir Rússa nálguðust, auk
þeirra sem áður höfðu verið
fluttir burt. Börnunum hafði
t. d. verið komið fyrir á örugg-
um stöðum í Tékkoslóvakíu og
víðar í Mið-Evrópu. Eftir að
vopnahlé komst á, leituðu
Berlínarbúar aftur til borgar-
innar, en fæstir fundu fyrri
hýbýli. Þrátt fyrir það hófust
menn handa um að hreinsa til
í rústunum og fyrr en varði
hófst uppbygging borgarinnar.
Um allt voru haugar veggja-
brota og annarra húsaleyfa.
Berlínarbúar óku þessu á einn
stað og haugurinn stækkaði og
stækkaði unz hann varð nánast
að litlu fjalli, sem síðan heitir
„Teufelsberg“ á máli inn-
fæddra.
En ný Berlín reis á rústum
hinnar fyrri og meðal þeirra
húsa, sem fljótlega var hafizt
handa um að gera við, var hið
fyrra sjónvarpshús. Berlín varð
á ný í brennidepli heimsfrétt-
anna, er Rússar lokuðu að-
flutningsleiðum til borgarinnar
og loftbrúin fræga varð til. Er
úr raknaði með flutninga til
borgarinnar, var framkvæmd-
um hraðað enn meir en fyrr
og í hinu forna sjónvarpshúsi
var sett upp sjónvarpsstöðin
SENDER FREIES BERLIN,
sem hóf sendingar nokkru eftir
1950.
í Vestur-Þýzkalandi eru starf-
andi tvö sjónvarpskerfi sem
hvort um sig samanstanda af
mörgum sjónvarpsstöðvum víðs
vegar um landið og ná til allra
landsmanna. Heitir annað kerf-
ið „Fyrsta dagskrá“ en hitt
„Önnur dagskrá“. Sender Frei-
es Berlin tilheyrir „Fyrstu
dagskrá", sem leggur megin-
áherzlu á kynningu ýmis konar,
flutning klassiskra verka og
frétta, „Önnur dagskrá" hins-
vegar leggur meiri áherzlu á
þjóðfélagsmál og stjórnmál.
Sjónvarpsgtöðvar í hverju
sjónvarpskerfi um sig, sjá um
dagskrárefnið til skiptis, en
hinar stöðvarnar endurvarpa
því svo jafnóðum, þannig að
það nær til allra landsmanna.
Þannig sjónvarpar t. d. sjón-
varpsstöðin í Frankfurt fyrri
hluta dagskrárinnar en Berlín-
arstöðin (Sender Freies Berlín)
síðari hlutanum. Þá er og farið
eftir því hvar fréttirnar gerast
hverju sinni og þess má geta,
að sambúð austurs og vesturs
og hinn illræmdi Berlínarmúr
hefur orðið sjónvarpinu ærið
fréttaefni.
Sjónvarpshúsið, sem Sender
Freies Berlín hefur aðsetur í
er gríðarlega stórt enda er
starfsemin umfangsmikil. í því
eru fjórir upptökusalir (stúdíó)
til upptóku á sjónleikjum, frétt-
um, barnatímum, húsmæðra-
fræðslu og ótal mörgu fleira og
þar eru stórar deildir sem sjá
um tæknilegar hliðar reksturs-
ins, auk sjálfs sjónvarpssendis-
ins. Þá eru skrifstofur þar sem
Framhald á bls. 43.
Paradís fyrir tvo
Framhald af bls. 30.
guðdómleg. Þau lifðu á skjald-
bökusúpu, kókósmjólk, bönunum
og ást og allt gekk eins og í
sögu í þrjá mánuði.
En svo gerðist - dálítið einn
fagran morgun. Ditlev sat í
skugga pálmatrés og var að
dunda við að beygja nagla sem
hann ætlaði að nota í öngul,
þegar hann sá Úrsúlu beygja sig
og taka eitthvað upp úr flæðar-
málinu. Eitthvað, sem hafði
skolað upp á hina sólbökuðu
hvítu strönd. Andartaki síðar
kom hún hlaupandi til hans.
Ditlev! hrópaði hún, héma er
flaska með bréfi f. Komdu með
naglann og taktu tappann úr svo
við getum lesið bréfið. Ef til vill
er það frá sjómönnum í sjávar-
háska.
En Ditlev harðneitaði að
hreyfa við tappanum.
— Ég get svo sem ímyndað
mér, hvað þar stendur, svaraði
hann beizkri röddu. Það er bréf
frá henni mömmu þinni um það,
að hún ætli að fara að koma
og búa hjá okkur!
Willy Breinholst.
Kvikmyndir
Framhald af bls. 29.
menn verið að fetta fingur
út í einstök atriði mynda hans.
Sagt er að þegar Jacopetti
var að taka þessa mynd sem nú
verður sýnd í Tónabíói hafi
hann farið um hin ýmsu hverfi
stórborganna með myndavélina
vel falda þannig að hlutaðeig-
endur vissu ekki af tökunni.
Þessi mynd er gerð árið 1963
og er gleðilegt til þéss að vita
að snemma á árinu 1964 skuli
hún berast hingað til Reykja-
víkur. Á Tónabfó þökk skilið
fyrir vikið en þetta er ekki í
fyrsta sinni sem þetta kvik-
myndahús er með glænýja
mynd á boðstólum. Er vonandi
að kvikmyndahússgestir kunni
að meta þetta og sjái þessa
umdeildu mynd.
FALKINN