Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1964, Side 42

Fálkinn - 02.03.1964, Side 42
Farið vel með Framhald aí bls. 34 þegar kaupa þarf sokka aftur. Skolið úr sokkunum á hverju kvöldi, undir ylvolgu rennandi vatni, berið örlitla handsápu í sólana. Þvoið þá svo vikulega úr ylvolgu sápuvatni, skolið þá vel og þerrið í handklæði, áður en þeir eru lagðir til þerris. Það margborgar sig að kaupa sár bómullarhanzka, eigi maður þá ekki, og hafa þá á höndunum, þegar farið er í sokkana. Það varnar því að hrjúfar hendur eða brotnar neglur dragi til í sokkunum, en í kjölfar þess fylgir venjulega lykkjufall. Athugið að halda bæði fótum og fótleggjum mjúkum, með því að bera á þá mýkjandi krem eftir hið dag- lega fótabað. Athugið líka að snyrta neglur á tánum vel. Vikulega er gott að bera á fæturna og nú þá vel með sér- stöku kremi, sem f jarlægir alla harða og dauða húð. Einnig þarf að fara yfir allar neglur með þjöl, eftir að þær hafa verið klipptar. En þótt sokkarnir séu ónýt- ir, er ekki þar með sagt, að þeir séu einskis nýtir. Ekkert er betra til að fægja yfir skóna en nylonsokkar. Einnig er gott að safna öllum sápuafgöngum, sem til falla í gamlan sokk og hafa við hendina t.d. í baðher- berginu Þá er augnabliksverk að hreinsa bæði handlaug og baðker. Gegnvæta sokkinn og nudda með honum síðan. Á ferðalögum er gott að geyma sífelld pils í nylonsokk- bol, einnig alla skó. Gróf og hlý peysa Framhald af bls. 34 Framstykkið: Prjónað eins og bakið, þar til handvegurinn er I7V2 cm. Þá eru felldar af 12 miðlykkjurnar, og hver hlið prjónuð fyrir sig, tekin úr 1 1. við hálsmálið 3svar. Prjónað beint, þar til handvegurinn er sá sami og á bakinu. Fellt af fyrir öxl. Ermar: Fitjið upp 34 1. á prj. nr. 5V2. Prjónaðar 6 umf. sl. og br. Sett á prj. nr. 8 og 4 umf. prjónaðar Tekið jafnt út í 11. umf.., svo 42 1. séu á. Sett á prj. nr. 10, aukið' út beggja vegna í 4. hverri umf. þar bil 60 1. enn á. Prjónið beint, þar til ermin er 40 cm löng. Felldar af 1 1. hvoru megin 7 sinnum. Fellt af. Hálsmálið: Takið upp 54 1. á prj. nr. 8 eða 60 1. á prj. nr. 5V2. Prjónið 3 cm. brugðning. Fellt af. Peysan saumuð saman, allir saumar pressaðir. Telpupeysa Framhald af bls. 35 Ermi: Fitjið upp 31 1. á prj. nr. 3V2 með hvítu garni, prjón- uð 7 cm breið brugðning. I síð- ustu umf. er aukið út um 3 1. svo 34 1. séu á. Nú er mynstrið prjónað á prj. nr. 4. Aukið út hvoru megin 7 sinnum í 6. hverri umf. og 3svar í 4. hverri umf. Eftir 56 umf. = 20 cm frá brugðningu eru felldar af 2 1. hvoru megin, svo er tekið úr í 4. umf. þar á eftir síðan 17 sinn- um í annarri hverri umf. (á rétt- unni, eins og á bakinu) Eftir 98 umf. = 34.5 cm er felld af 1 1. hvoru megin. Seinustu 12 1. geymdar. Frágangur: Allt pressað nema brugðningarnar. Saumarnir kast- aðir saman. Hálslíningin prjón- uð með hvítu gami á prj. 3l/a Prjónuð 1. umf. sl. frá réttu 3. og 4. 1. prjónuð saman 21 sinni. Brugðning prjónuð yfir 67 1. Eft- ir 3 cm er fellt af slétt og brugðið. Rennilásinn saumaður ósýnilegur í. Drengjapeysur Framhald af bls. 35 inu. Seinustu 7 1. felldar af í einu. Frágangur: Allt nema brugð- ingar pressað lauslega á rétt- unni. Saumarnir kastaðir saman Hálslíning: Geymda miðlykkj- an prjónuð slétt upp á sokkaprj. nr. 3 og síðan teknar upp 113 (101) 1. í kringum hálsmálið og prjónuð brugðning í kring' miðl. sl. 1. Til að mynda oddann. er miðl. prjónuð í hverri umf. saman með 1. á undan og eft- ir = 2 1. sl. laust fram af, 1 sl. lausu 1. dregnar yfir. Eftir 2 cm er prjónuð 1 umf. brugðin (til að brjóta um) Nú er aftur prjónuð brugðning og í hverri umf. er 1 1. prjónuð snúin upp úr bönd- unum beggja vegna við miðl. Eftir 2 cm er fellt af. Hálslín- ingin saumuð niður á röngunni. 42 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.