Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 11
Þótt Cardélia væri viljasterk og stolt, hafði hún hitt jafningja sinn, þar sem Keith var. Spurningin var, hvort þeirra yrði fyrra til að láta undan. ^ „Ooh, ég skil það,“ fullvissaði Hómer frændi, „en þið munuð leggja málið eins sannfærandi fyrir hann og unnt er, viljið þið það ekki?“ „Ég mun sannarlega," lofaði Anna, og hann fór aftur, vonbetri en þegar hann kom. Walter var bæði blautur og þreyttur þegar hann kom inn þetta kvöld, svo við minntumst ekkert á Cordelíu fyrr en við höfðum troðið hann góðum, heitum mat og komið honum fyrir í stóra stólnum hans við arininn. Þá þvoði ég upp, meðan Anna lagði málið um hjónaband Cordelíu fyrir hann. Þrátt fyrir æsku sína hafði Walter góða dómgreind og hann var mannþekkjari. „Ég held raunverulega að Keith litist á hugmyndina," sagði hann hugsandi. „Hann dáist að Cordelíu, það veit ég. Hann mundi verða feginn að losna við að þurfa að biðja hennar.“ Hann dró Önnu nær. „Og hún er ágætis stúlka líka. Hvernig eigum við að byrja .. . Hvað segir þú, frænka?“ , „Ég segi góða nótt,“ sagði ég, fús til að eftirláta þeim þennan ástarsamdrátt fyrir annað fólk. — Svo þau gerðu sínar áætlanir og á laugardaginn kom Keith Simmons til að snæða miðdegisverð með okkur og Cordelíu. Cordelía var dálítið feimin og hlédræg. Þ.að var alltaf gaman að horfa á hana, en í kvöld var hún blátt áfram töfrandi. Hárið var mjúkt og skínandi, kjóllinn féll þétt að og mjúklega um fagrar axlirnar og hún hlýddi hæversklega á samræðurnar. Keith var mjög ánægður með hana. Þetta varð fjörugur miðdegis- verður og hann fylgdi henni heim yfir brúna. Cordelía kom næsta dag til að segja okkur góðu fréttirnar. „Keith og ég höfum ákveðið að giftast,“ sagði hún og roðnaði dálítið. Engum hefði getað dottið í hug að við vissum nokkuð um aðdragandann. Anna faðmaði hana að sér. „Hvenær á brúðkaupið að fara fram?“ Cordelía hafði skipulagt allt, auðvitað. „Ég hef fastákveðið að faðir þinn gefi okkur saman anna. Hvenær kemur hann heim aftur?“ „Ó, kæra mín,“ sagði Anna skelfd. „Hann kemur ekki heim fyrr en um mánaðarlokin. Mundi ekki vera öruggara — ég meina hentugra, auðvitað — að þið Keith færuð til sýslumannsins í Butte- Ville í þessari viku?“ Cordelía var alveg örugg. „Það verður allt í lagi með okkur, svo framarlega sem við verðum gefin saman i nóvembermánuði. Nei. við bíðum Anna. í öllu falli verð ég sjálf mjög önnum kafin við að skipuleggja fjölskylduáætlunina mína.“ „Þína hvað?“ æpti ég. „Ó, frænka, ég er með svo miklar áætl- anir,“ sagði hún og ljómaði. „Nú, þegar ég er viss um að fá eftir allt saman dálítið land út af fyrir mig, er ég að hugsa um að gera Keith og alla aðra undrandi. Ég ætla að hafa dálítið bú og nokkr- ar fjölskyldur sem vinna undir minni stjórn og fá auðvitað laun, og hver þeirra með eina ekru af jörð út af fyrir sig, svo þær byggi hús og langi ekki til að flytjast á brott. Og ég ætla að láta land undir skólahús og kirkju, rétt eins og herragarðs- hefðarfrú.“ Hún bætti við hirðuleysislega smáatriði, sem eyðilagði hugarró mína og, af mínum völdum, allar dásamlegu áætlanirnar hennar. „Ég er þegar búin að fá Potters fjölskylduna og þau hafa lofað mér að þau flytji með sér bróður og tvö frændsystkini." „Sigríður Potter?“ spurði ég. „Það var fólk með þessu nafni heima í Ohio sem var hræðilegt fólk. Þjófar og óþjóðalýður. Getur verið að þessi Pottersfjölskylda sé frá Ohio?“ Cordelía svaraði með þeim kulda sem alltaf kom fram hjá henni, ef einhver efaðist um ákvarðanir hennar. „Ég kom þeim fyrir í aktygjageymslunni þar til þau gætu byrjað að byggja húsið sitt. Ég kæri mig ekki um að láta ónáða þau.“ Síðan vék hún talinu að brúðkaupinu. Það átti að vera síðasta daginn í nóvember, þegar Baird hjónin, foreldrar Önnu, kæmu heim. Þegar Cordelía var farin heim, tókum við Anna fram vatteringarrammann, til þess að ljúka við að vattera fyrir brúðkaupið. (Rúmteppi t. d.). í vikunnu, meðan Hómer frændi var að lagfæra girðinguna hjá sér. lét ég Önnu um baksturinn okkar og fór að athuga, hvað þyrfti að gera í húsi prestshjónanna til þess að það væri tilbúið þegar þau kæmu heim. Hómer frændi sá mig koma og kom hlaup- andi til að bjóða mér arminn, eins og ég vissi að hann myndi gera. Ég spurði hann: „Hvernig eru þessir Pott- er-ar?“ „Grófgerð og mjög slæg að sjá,“ sagði hann. „Ég er nærri viss um að maðurinn stóð við hliðina á mér á sýsluskrifstofunni og hlustaði á þegar mér var sagt með hvaða skilyrðum við gætum fengið jörðina. Mér finnst að hann hljóti að hafa elt mig hingað.“ „Ég verð að sjá þau sjálf,“ sagði ég honum. „Hvenær get ég komið?“ „Kannski á sunnudaginn. Við borðum morgunmatinn seinna en venjulega, þar sem, Keith Simmons verður gestur okkar þann dag. Cordelía mun hafa nóg að gera í eldhúsinu og það Þarf einnig að sjá þig.“ „Ég verð viðbúin,“ lofaði ég. Svo að ég fór snemma á fætur á sunnu- dagsmorguninn. Hómer frændi kom á móti mér og við fórum til hlöðunnar án þess að Cordelía tæki eftir okkur. Hómer Framh á bls. 31. FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.