Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 13

Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 13
Ég liafði buitdið allar mínar vonir við doktor Broderice, sem var eina manneskjaii, sem iner fannst ég geta treyst. — En nú vissi ég að það var árangurslanst — fyrir mig var engin von . . . i . Það, sem hefur gerzt: Líf mitt er búið að vera martröð og á hverjum degi spyr ég sjálfa mig, hvort ég sé að verða geðveik. Þetta byrjaði allt með því, að ég vaknaði dag einn og þekkti ekkert aftur, sem í kringum mig var. Ég hélt mig heita DORCAS MALL- ORY, ég væri átján ára, og ég væri í London komin þangað til þess að gifta mig JOHN WINSLOW, sem ég elskaði. í raun og veru var ég gift CHARLES LANDRY og átti uppkomna dóttur JOANNA. Ég mundi ekki eftir neinu úr hjónabandi okkar, þekkti ekki aftur andlit mitt í speglinum, en mundi greinilega eftir öllu, sem gerzt hafði fyrir árið 1943. En Charles skýrði þetta allt með sjúklegum ímyndunum mínum. Ég hafði ekki verið fósturdóttir fósturbróður hans, eins og ég ímyndaði mér, heldur hafði ég alizt upp í Kanada og þar gifzt Charles. Árið 1943 höfðum við flutzt til Englands. En þrátt fyrir það að hann sýndi mér fæðingar- og giftingar- vottorðin gat ég ekki trúað honum. Á Darlton hótelinu í London, þar sem faðir minn og ég höfðum fengið okkur inni daginn áður en ég átti að giftast John, rakst ég á nöfn okkar í gestabókinni frá 1943. Ég ók til Alderford, þar sem við höfðum átt heima, en það var búið að rífa húsið og mér skildist, að faðir minn var dáinn. En ég fann John, og þekkti hann þegar í stað aftur. Hann þekkti mig aftur á móti ekki — og hann var kvæntur. John sagði mér, að Dorcas Mallory og faðir hennar hefðu farizt í sprengjuárás kvöldið fyrir giftinguna, og lægju bæði grafin í kirkjugarðinum í Alderford. Ég fann gröfina, og jafnvel þótt ég vissi nú, að Dorcas Mallory var dáin, gat ég ekki losnað við hugsunina um, að ég væri hún. Hvers vegna mundi ég eftir öllu sem henni við kom í smá- atriðum? Hvers vegna þekkti ég aftur John, þótt hann þekkti mig ekki? Spurningamar létu mig ekki í friði, hvorki dag né nótt, Charles virtist trúa því, að ég væri geðveik. Ég finn hvernig hann vaktar mig og ég er hrædd við hann. Fyrir nokkrum dögum hitti ég af tilviljun þorpslækninn Doktor HUGH BRODERICK. Hann vann trúnaðartraust mitt, og þegar ég hitti hann aftur í dag greip ég tækifærið til þess að tala við hann. Ef til vill gæti hann hjálpað mér. — Er ég geðveik? spurði ég. Eða haldið þér. að sál ungrar stúlku hafi getað flutzt yfir í líkama minn? Fugl tísti í grein fyrir ofan okkur. Ég gat ekki séð hann, en ég heyrði háa, dill- andi tónana, sem voru miklu fremur sakn- aðarfullir en fagnandi. Þegar doktor Broderick hreyfði sig, hrökk ég við. — Kæra frú Landry, sagði hann, ég veit því miður svo lítið um sálina — það er líkaminn, sem ég reyni að lækna. Þ'að væri ef til vill betra, að þér sneruð yður til prests. Ég dró djúpt að mér andann. —■ Annað Ég Ieit á mig í speglinum og strauk með hendinni yfir hárið. Ég hafði ekki hugsað um það. en það var reyndar orðið heldur Ijósara á litinn. hvort hefur einhver andi tekið sér bólfestu í mér, eins og maður sagði í gamla daga, eða þá ég er geðveik. Ég hló við. — Hvort mynduð þér velja, doktor Broderick? Ef þér gætuð valið um þetta tvennt. — Þér þurfið ekki að vera annað hvort af þessu tvennu, sagði hann alvarlegur. — En hverju á ég að trúa? Þegar ég get ekki munað eftir mínu eigin lífi — heldur aðeins lífi ókunnrar stúlku — og hún hefur verið dáin í fimmtán ár? Hann bauð mér sígarettu, sem ég tók við með titrandi hendi. Ég leit snöggt á hann, en hann horfði ekki á mig. Hann sat og horfði út yfir skóginn, sem teygði úr sér fyrir neðan hæðina, þar sem við sátum. Ég fann á mér, að hann beið eftir því, að ég segði honum eitthvað meira, og ég byrjaði hikandi að segja frá. Ég sagði frá Dorcas Mallory, byrjaði með æsku hennar. Adrian Mallory tók hana sem barn sitt, þegar hún var þriggja ára, og hún mundi ekkert eftir raunverulegum foreldrum sínum né heimili. Hún mundi heldur ekki mikið eftir konu Mallorys, sem lézt einu ári síðar. En hún mundi vel eftir öllu, sem gerðist eftir það og eftir elskuðum fósturföður sínum, og hún mundi eftir Henriettu gömlu og hinni vin- gjarnlegu frú Bakewell... Ég sagði frá smá hversdagslegum atvikum, sem aðeins Dorcas sjálf hefði átt að geta munað eftir, því að þau höfðu enga þýðingu fyrir aðra. Ég talaði um Henriettu gömlu, um móður- kærleikinn, sem alltaf var af henni. Ég sagði frá Adrian Mallory og hlédrægni hans og viðkvæmni, og þegar ég var að tala um þetta, gerði ég mér 1 fyrsta skipti fullkomlega ljóst, að ég myndi aldrei fá að sjá hann aftur — já, að ég hefði ef til vill aldrei hitt hann í raun og veru, því hvernig hefði ég átt að geta það? Þegar ég fór að tala um John, fannst mér erfitt að láta röddina vera ópersónu- lega. Það var svo margt, sem ég gat ekki fundið réttu orðin yfir, jafnvel þótt það væri doktor Broderick, sem hlustaði og var svo skilningsríkur. Röddin brast, þegar ég að lokum kom að giftingunni, sem aldrei fór fram; ferðinni til London og hamingju Dorcas á hótelinu daginn áður en hún átti að giftast John .. . Ég þagnaði þar og sat með drúpandi höfuð, og horfði á visið lauf, sem vindur lék sér að við fætur mér. — Hvað gerðist svo? spurði doktor Broderick í mildum tón. Ég leit upp næstum örvæntingarfull. Hvað gerðist svo? endurtók ég. Ég reyndi að láta röddina vera eins ákveðna og ég gat og svo rólega, sem mér var unnt. Dorcas og faðir hennar létu lífið í loft- árás. Þau dóu samstundis bæði tvö. Hann sagði: — Og þér þá? — Ég vaknaði á giftingardegi Joanna og hélt að það væri minn giftingardagur. Ég þekkti ekki aftur herbergið og vissi ekki, hvar ég var, eða hvernig ég hafði komizt þangað, en ég var viss um, að þetta væri giftingardagurinn minn. Hann hreyfði sig, eins og hann ætlaði að grípa fram I fyrir mér, en ég hélt áfram: — Ég get frá engu sagt, sem við k»mur Lisu Landry Framh. á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.