Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 27
ÞJÓNINN
, Major að nafnbót. Árið 1947 lék hann í fyrstu mynd
sinni. Esther Waters. Næstu árin lék hann í nokkrum
kvikmyndum og lék alltaf tiltölulega sömu persón-
una: ungan afbrotamann á flótta undan lögreglunni.
Brátt fékk hann þó fjölbreyttari hlutverk og lék m. a.
í nokkrum gamanmyndum. Hvað kunnastar munu
vera myndir þær sem hann lék í ,,lækna“ flokknum
og Gamla Bíó sýndi fyrir nokkrum árum, Læknir til
sjós og Læknaneminn. Hann hefur nú leikið í um
fjörutíu kvikmyndum og farið með margvísleg hlut-
verk og er tvímælalaust í hópi beztu brezkra kvik-
myndaleikara. Leikur hans í þessari mynd er með
afbrigðum góður.
Með hlutverk Vera fer Sarah Miles. Hún nam um
stund ballett en hætti því og hóf leiklistarnám hjá
Royal Academy of Dramatic Arts. Hún fékk hlutverk
í nokkrum leikritum og náði góðum árangri á leik-
sviðinu. Hún lék fyrst í kvikmyndinni Term of Trial
á móti sir Laurence Olivier, en sú mynd var byggð
á sögu James Barlow. Næsta kvikmyndahlutverk
hennar var The Ceremony en þar lék hún á móti
* Laurence Harvey. Þetta er þriðja kvikmyndahlut-
verk hennar og vafalaust eiga mörg eftir að fylgja
í kjölfarið.
a Wendy Craig fer með hlutverk Susan. Hún hefur
um árabil leikið í fjölmörgum leikritum og getið
sér gott orð. Hún er gift Jack Bently og eiga þau
tvö börn.
James Fox fer með hlutverk Tony. Hann er fæddur
í London 1939. Hann hóf leiknám um 17 ára aldur
en eftir tveggja ára nám fór hann í herinn og var
m. a. um tíma í Kenya. Eftir að hann lauk herskyldu
Barrett brýtur Tony undir vilja sinn og gerist
húsbóndi á heimilinu.
íbúð Tony hefur verið nýstandsett og hamingjan er enn til st«ðar
milli hans og Susan.
Barrett kynnir Veru fyrir Tony sem systur sína og hún verður fljót*
lega ástkona Tony.
Tony og Susan leika sér í nýföllnum snjónum glöð og ánægð en það
er skammt stórra tíðinda að vænta.
FÁLKINN 27