Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 18

Fálkinn - 14.09.1964, Blaðsíða 18
í Nigeríu borða þeir fleira en íslenzka skreið. Þar borða þeir apa og líka hunda — það er að segja eí hvítur maður heíur komið með hann með sér. Og þarna byggja þeir hús úr olíubrúsum og veiða að- eins til nœstu máltíðar. Um þetta og margt fleira rœðum við við Sigurð Klemenzson flugmann, sem dvaldi suður í Sierra Leone, Ghana og Nigeríu á vegum S. Þ. Við íslendiogar verðum ákaflega hissa, þegar sá sannleik- ur rennur upp fyrir okkur, að erlendir menn kunna ekki skil á landi okkar og menningu. Á hinn bóginn þykir okkur allt lof erlendra manna um land okkar gott og göngumst mjög upp við því, hvort heldur sem það er sagt af hrein- skilni eða kurteisi. Og við erum því miður allt of móttæki- legir fyrir erlendum áhrifum — áhrifum sem eru okkur ekki alls kostar holl eins og t. d. erlent sjónvarp. Ég veit ekki til að við íslendingar séum neitt sérlega fróðir um önnur lönd og þeirra menningu. Ég er t. d. alveg viss um að almenn þekking okkar á nágrannalöndunum, menningu þeirra og lifnaðarháttum íbúanna, er heldur lítil yfir það heila tekið. Hvað Þá um fjarlægar og framandi þjóðir. Hvað vitum við t. d. um hin nýfrjálsu lönd Afríku, og íbúa þeirrar svörtu álfu? Við heyrum í fréttum útvarps og lesum í blöðum um þessa og hina nýlendunar sem er að fá sjálfstæði sitt, en þeir munu færri, sem geta bent á viðkomandi nýlendu á landabréfinu hvað Þá annað. Svo gleymist þessi nýlenda nema svo illa takist til að íbúar hennar berist á banaspjótum og þeir atburðir verði mjög í fréttum. En sem sagt, það er ákaflega merkilegt að fólk í útlöndun- um skuli ekki kannast við okkur, þessar hundrað og áttatíu þúsund sálir, sem hér lifum sjálfstæðu og að sumu leyti mjög frumstæðu lífi. Hann heitir Sigurður Klemenzson og er 28 ára gamall. Hann er fæddur norður á Blönduósi en flutti ungur að árum hingað suður, gekk í Verzlunarskólann og vann í verzlun næstu árin þar á eftir en stundaði jafnframt því flugnám. Þegar því námi var lokið, var lítið hér að gera í þeim efnum, svo hann lagði enn land undir fót og hélt til Englands og hóf FALKINN vinnu þar sem flugmaður. Hann flaug víða um Evrópu og um tíma vann hann í Afríku. Nú kennir hann við flugskólann Þyt. Fyrir nokkrum vikum fékk Þytur nýja kennsluflugvél til starfsemi sinnar. Það var þá sem ég kynntist Sigurði, því við skruppum saman í smá ferðalag á þessari nýju flugvél. Þá fór hann að segja mér frá veru sinni í Afríku og mér þótti það bæði merkileg og skemmtileg frásögn. Svo liðu vikurnar, og einn daginn hringdi ég í hann og spurði hvort ég mætti ekki taka við hann viðtal. Hannsag ðist ekki hafa frá neinu merkilegu að segja en mér væri velkomið að líta til hans eitthvert kvöldið og rabba við hann. Ég fór strax sama kvöldið. Þetta var þungbúið kvöld og þoka yfir borginni og allt flug lá niðri. Þeir voru að ganga frá flugvélunum í flugskýlinu og þegar það var búið fórum við suður á Mela, þar sem Sigurður býr ásamt konu sinni enskri Margaret Jennifer. Þegar við vorum seztir í stofunni, sagði Sigurður: — Það er óvenjulegt að ég sé svona snemma heima á kvöldin. Ég hef yfirleitt ekki komið heim fyrr en eftir mið- nætti og stundum seint á nótt- unni, þegar veður hefur verið gott og hentugt flugveður. Það hefur verið mikið að gera í kennslunni og það á sjálfsagt eftir að aukast enn, því hér er mikill áhugi fyrir flugi. — Hvað kom til að þú fórst til Afríku? — Þegar ég var búinn að læra flugið, þá var lítið að gera. Ég hafði áður verið um tíma í Englandi og nú datt mér í hug að fara utan og reyna fyrir mér þar. Ég fór í árs- byrjun 1961 og réðist til starfa hjá flugfélagi, sem hét Tradi- air. Ég vann þar til haustsins, en þá varð félagið gjaldþrota, og 1. desember fór ég að vinna hjá öðru flugfélagi. Eitt það fyrsta, sem ég gerði hjá því, Hér eru starfsfélagarnir í heim- sókn hjá einni ættkvíslanna í Serra Leone. SUÐUR AFRÍKU

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.