Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Page 20

Fálkinn - 29.09.1964, Page 20
Heimsókn að Þórustöðum í Ölíusi og spjaUað við ung hoíníirzk hjón, sem nýlega festu kaup á þessu stórbýli og höfðu þó alið allan aldur sinn Flóttinn úr sveitunum heldur áfram 1 stríðum straumum, það eru ekki einvörðungu kotbændur á annesjum og í afdöl- um sem flosna upp af torfunni og hrekjast á mölina. Hvert stórbýlið á fætur öðru legst í eyði, jafnvel gróin höfuðból í kostaríkum héruðum. Þess eru dæmi að heilar sveitir og hreppar leggist í auðn á skömmum tíma. Þéttbýlið við sjávar- síðuna og þó einkum plássin á suðvesturlandi draga fólkið til sín með undarlegu seiðmagni, þar hnappast fólkið saman og hreiðrar um sig hvert ofan í öðru í stórum steinsteyptum báknum og hefur tekk fyrir gras og sjónvarp fyrir sólarlag, strætó fyrir reiðskjóta. Og fyrrum stórbændur á landnáms- jörðum og höfðingjasetrum, þeir fara á eyrina ellegar komast í pólitíið og rölta um rykugar götur höfuðstaðarins og hasta á ódæla krakka eða eltast við drukkinn ólánslýð. En heima í sveitinni þar sem nú er enginn lengur að nytja túnið, síðan bóndinn leiddi búsmala sinn í sláturhús og lokaði bænum í síðasta sinn, þar halda þeir innreið sína í bæinn, þeir frændur raki og fúi, þar heyrist ekki lengur hnegg í haga né baul á bási og þúsund ára sögu þessa býlis lýkur með auglýsingu í Tímanum: Jörð til sölu ... Það þykir því tíðindum sæta að hitta fólk, sem leggst gegn þessum þunga straumi tímans og fer hina leiðina: selur allt sitt í bænum og flyst búferlum í sveitina. Fyrir skemmstu komum við í heimsókn á stórbýli austan fjalls þar sem ung hjón af mölinni hafa byrjað búskap í stórum stíl og láta engan bilbug á sér finna, 20 FÁLKINN ' Flestir munu kannast við Þórustað í ölfusi einhverja mestu búskaparjörð sunnanlands. Fram að stríðsárum var þarna um að ræða meðalbú, en þá festi reykvískur kaupsýslumaður kaup á jörðinni og hóf þar mikil umsvif, braut land til rækt- unar og ræsti fram víðáttumiklar mýrar. Hann reisti stór og vegleg íbúðarhús og gripahús á jörðinni og á fáum árum var þarna komin ein mesta bújörð landsins. Nu í sumar ákvað Pétur á Þórustöðum að draga sig í hlé enda hniginn á efri ár og farinn að lýjast. Hefur hann þó verið þrekmaður hinn mesti og er það helzt til marks að hann var kominn á sex- tugsaldur og hafði ekki unnið líkamlega vinnu fram að því, er hann keypti kotið Þórustaði og hóf það til vegs og virð- ingar. Það voru ekki gamalreyndir búhöldar eða hrútakóngar sem sóttu fastast eftir Þórustöðum þegar þeir urðu falir í sumar. Það voru ung hjón úr Hafnarfirði, sem alið höfðu allan aldur sinn í kaupstað. Ingólfur hafði staðið innan við búðarborð lengst af ævi sinnar, handlangað dósamat og harðfisk yfir diskinn og talið aurana úr lófa húsmæðranna. Hann var verzl- unarstjóri hjá Kaupfélaginu í Hafnarfirði og við höfum ann- arra orð fyrir því að hann var óvenju vinsæll í starfi sínu enda röskur og lipur. Fram til þessa var saga þessara ungu hjóna í litlu frábrugðin sögu ungs fólks á íslandi um þessar mundir, þau eignuðust börn og buru og komu sér „áfram'1 af kappi, nutu lífsins í ríkum mæli og heppnaðist flest fyrir dugnað og ósérplægni. Þau byrjuðu búskapinn hjá foreldr- um hennar og smám saman voru færðar út kvíarnar. loks

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.