Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Page 29

Fálkinn - 29.09.1964, Page 29
' var jafn hrokafullur, töfrabros- ið var hægt að setja upp þegar ■ það átti við. Æjá. Hún trúði honum þegar hann sagðist hafa saknað henn- ar... saknað hennar af því hún var vön að greiða honum götuna, sjá um alla þá smá- muni sem þurfti til þess að verk hans yrði auðveld dægra- dvöl. Nú átti hún kost á að brjótast f út úr þessari tilveru, sem var í raun og sannleika ekkert annað en dulbúinn þrældómur. Hún leit upp þegar hún mælti, þá var rödd hennar ákveðin og styrk: — Mér þykir það leitt, Karl, en ég er hrædd um ég elski Iannan. Og kortið í vasa hennar var hlýtt og gott viðkomu. | Af mölinni ! Framhald af bls. 24. j skarkalinn í bænum, ærandinn og ysinn og þysinn. En nú er í v kyrrðin orðinn þáttur í líf i rþeirra, næturkyrrðin í Ölfus- inu og í fjarska má greina ár- . niðinn, það er Ölfusá sem þyl- ur sinn látlausa söng dag og nótt, öld af öld. En húsfreyjan trúir okkur fyrir því að ýmislegt kynlegt hafi komið fyrir sig, nýbakaða sveitakonuna. Þannig var það til dæmis þegar hún gleymdi að láta taka frá mjólk til heim- ilisins einn morguninn, mjólkin fór öll í mjólkurbúið! Og bað bónda sinn að skreppa niður á Selfoss og kaupa nokkrar hyrn- ur í mjólkurbúðinni þar. Nýi bóndinn á Þórustöðum harð- neitaði þeirri bón húsfreyju sinnar. — Það hvarflaði ekki að mér að fara, sagði hann. Og lái honum enginn þótt hann vikist í þetta sinn undan beiðni konu sinnar maður sem átti 34 kýr í fjósi! En það rættist úr vandræð- unum því gestur einn á bæn- um bauðst til að fara eftir mjólkinni niður á Selfoss og það lét bóndi gott heita. Þau hjónin eiga fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur og það kveður við sama tón hjá þeim öllum þegar við innum þau eftir hvernig þeim hafi fallið bústaðaskiptin. Þau þykjast himin hafa höndum tekið og langar hreint ekki aftur til leik- félaganna í Hafnarfirði, hér eru þeir sístarfandi allan dag- inn og hafa þó ekki fengið nóg að kvöldi, þá er leikið badmin- ton úti í garði og ýmis konar íþróttir hafðar í frammi. Heimasætan er yngst, aðeins sex ára, raunar sáum við varla framan í hana því hún var á sífelldum spretti út um tún og linnti ekki hlaupunum. Það var liðið nær miðnætti þegar við bjuggumst til heim- ferðar og kvöddum þessi ágætu hjón á Þórustöðum eftir góðan beina. Þann dag hafði ekki verið skýhnoðri á lofti, skyggni svo langt sem augað eygði til allra átta, í austri blasti við Hekla snævi krýnd í miðjar hlíðar og fjær Eyjafjallajökull, hann reis yfir grænt undir- lendið blár með hvítum kolli. Nú var myrkt af nóttu og enn eitt undrið bættist við, í suðri reis eldstrókur og bar í sort- ann, þar spjó Surtur eldi og eimyrju: nýtt land í sköpun. Við stóðum nokkra stund i garðinum umhverfis íbúðarhús- ið og virtum fyrir okkur þessi teikn og Ingólfur hafði á orði að sér fyndist Surti ekki nægur gaumur gefinn. Og bætti við í gamni: „Þarna er Atlantis að rísa úr sæ að nýju.“ Og kannski hefur hann á réttu að standa, í það minnsta er ég fullviss að sjálfur hefur hanr. fundið sitt týnda Atlant- is, riki hans eru 150 hektarar í Ölfusinu, 50 nautgripir og 200 svín, lax í Ölfusá og niður árinnar. Ég treysti mér ekki til að umreikna þessi verðmæti í andlega valútu en í augum bóndans og af brosi hans má ráða að þau verðmæti eru mikil. Stolnu árin Framh af bls 11. dýr, en það I mu tár í augu mín, þegar ég sá hann. Það var lítil kúpa úr gleri með landslagi innan í, og þegar maður hristi hana byrjaði að snjóa yfir skóg, hús og engi. Ég hafði einu sinni sagt Hugh, að ég hefði átt svona kúpu, þegar ég var barn, og mér hafði þótt svo vænt um hana. Ég fann til nákvæmleg.n sömu til- Framh. á bls. 34. 1 1 3 | J ■ | i J I C© CoJ (oj 0 CS © V e^ir Walker FALMInin 29

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.