Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 30

Fálkinn - 29.09.1964, Blaðsíða 30
Æ uðvitað ailtaf PE31 pe Er geysisterkt „Long-play“ segulband. Sérstaklega hent- ugt fyrir t. d. skóla, verzlanir og hótel. PE 41 PE 41 Er „Double-play" segulband fyrir öll 2ja og 4ra rása segulbands- PE 65 PE 65 Triple Becord. Er þunnt, en sterkt. Er þrefalt lengra en venjuleg segui- tæld. bönd. Heildsölubirgðir: STEFÁM rHORARENSEN hJ. Laugaveg 16 HVAÐ GERIST j NÆSTU VIKU? Hrútsmerkiö (21. marz—20. aprílj. Þér ættuð að fara gætilega í þessari viku og leggja ekki í óþarfa hættu því afstöðurnar eru ekki sem heppilegastar fyrir yður um þessar mundir. Þetta veruður sennilega róleg vika. NautsmerlciÖ (21. avríl—21. maí). Þegar líður á þessa viku er allt útlit fyrir að þér þurfið að fara gætilega í viðkvæmu máli, sem ekki er auðvelt úrlausnar. Þér ættuð að hafast sem minnst að en sjá hvað situr. TviburamerkiÖ (22. maí—21. júní). Þessi vika verður á margan hátt skemmtileg fyrir yður. Þér munuð að líkindum lenda í skemmtilegum ævintýrum eftir því sem þau ger- ast nú á dögum og þér verðið sennilega sáttir við tilveruna. KrabbamerkiÖ (22. júni—22. júli). Þessi vika verður ekki með neinum sérstökum glæsibrag fyrir yður en hún verður heldur ekki neitt sérlega leiðinleg. Þér ættuð að fara gæti- lega í fjármálum og eyða ekki að óþörfu. LjónsmerkiÖ (23. júlí—23. ápúst). Þessi vika sem nú fer í hönd verður yður hag- stæð með ýmsu móti. Þér munuð að líkindum verða fyrir óvæntu happi á fjármálasviðinu og leiðindamál á vinnustað verður úr sögunni. Jómfrúarmerkiö (2U. ár/úst—23. sept.). Nú er um að gera fyrir yður að notfæra yður það tækifæri, sem yður kann að bjóðast i þessari viku. Þér skuluð samt minnast þess að flas er ekki til fagnaðar heldur fara gætilega. Vociarskálamerkiö (2h. sept.—23. okt.). Það kann svo að fara að þér verðið fyrir nokkr- um vonbrigðum í þessari viku en við þvi verður lítið að gera fyrir yður. Þér verðið að sætta yður við þessi vonbrigði en hugsa sem svo að komi timar og komi ráð. Sporödrekamerkiö (2h. okt.—22. nóv.). Fyrri hluti þessarar viku verður skemmtilegur fyrir þá. sem fæddir eru í október. Fyrir aðra sem fæddir eru i þessu merki er hætt við að vikan verði heldur tilbreytingalítil. BocjamannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.). Þér ættuð ekki að blanda yður i deilumál, sem kann að koma upp á vinnustað. Þér verðið að gæta þess vel að halda vður fvrir utan þessar deilur þvi annars kann illa að fara. Steinc/eitarmerkiö (22. des.—20. ianúar). Nú fara góðir tímar fyrir yður í hönd og þér skuluð gæta þess vel að notfæra yður þá eftir Því sem frekast er kostur. Fyrri hluti vikunnar verður skemmtilegur. VatnsberamerkiÖ (21. janúar—18. febrúar). Oft er svo að betra er að hafast eitthvað að en að sitja kyrr þótt litið kunni að miða. Þér ættuð að sinna áhugamálunum meira en þér hafið gert enda þótt Þér kunnið að hafa áhuga til þess. FiskamerkiÖ (19. febrúai—20. marz). Þessi vika verður að mörgu leyti skemmtileg fvrir yður. Þér verðið talsvert upptekinn þegar l'ður á vikuna og persóna sem þér hafið mikinn áhuga fyrir mun gefa yður meiri gaum en undan- farið. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.