Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Page 32

Fálkinn - 29.09.1964, Page 32
Aðeins venjulegur blettur! Þetta er bara fitublettur heyrist oft. — Hann fer úr með vatni segja sumir, aðrir notast við kartöflumjöl eða þá benzín. Af þessu þrennu er benzín það eina nothæfa, þó alls ekki það ákjósanlegasta. Hér er um að ræða fitu og því þarf að nota fituuppleysanlegt efni. Þau eru mörg en danskur lyfja- fræðingur hefur látið frá sér fara uppskrift af fituhreinsi- vökva, sem á við alla fitubletti. Ætti að vera hægt að fá þennan vökva blandaðan í lyfjabúðunum: 100 g triklorethylen (TRIKLORETHYLEN), 5 g amylacetat (AMYLACETAT) og 5 g eter (ETER). Blöndu þessa er sem fyrr segir hægt að nota á alla fitubletti en til þeirra heyra t. d. smjör, smjörlíki súkkulaði, smurolía, steikingafeiti, krem, skósverta, varalit- ur. Grundvallareglurnar við venjulegan fitublett: 1. Notið ætíð undirlag, sem drekkur vel í sig. 2. Notið eins lítið af hreinsivökva og hægt er. Sé notað of mikið, síast feitin út í efnið og skella verður eftir. 3. Leggið svo staðinn, þar sem bletturinn var milli hand- anna (hreinar) og núið, svo að hreinsivökvinn gufi sem fyrst burt. Þá er síður hætta á að blettur sé eftir. Sé hins vegar blettur eftir er honum náð úr með sama hreinsivökva, aðeins eins lítið og hægt er að komast af með í bómullarhnoðra, sem notaður er líkt og strokleður. Blettir af súkkulaði, svartri smurolíu, púðri, varalit — það er að segja fitu, sem innireldur litlar agnir eru meðhöndlaðir fyrst á röngunni. Bletturinn látinn liggja á þykku undirlagi, Þrýst síðan á röngu hans með bómullarhnoðra vættum í hreinsivökvanum. Athugið að flytja undirlagið oft, eins lengi og litur sést í því. Síðan er réttan hreinsuð. Sé um varalit að ræða er oft gulleitur blær. Hann er þveginn úr með handsápu og vatni, en ekki fyrr en allur hreinsivökvinn er gufaður burt og efnið orðið þurrt. Framhald á bls. 34. Tvílit ungbarnapeysa Hneppt á bakinu. Stærð: 6—12 mánaða. Efni: Nál. 100 g hvítt og 50 g gult smátt babygarn. Prjónar nr. 2Vz og3. 14 1. = 5 cm á breidd, 28 umf. = 5 cm á hæð. Mynstrið: 1. og 3. umf.: hvítt: 5 sl., ★ 2 br. laust af (bandið bak við 1.) 6 sl. ★ endurtekið frá ★—★, endað með 2 br. laust af, 5 sl. 2. og 4. umf.: 1 sl., 4 br., ★ 2 br. laust af (bandið f. framan 1.), 6 br. ★, endurtekið frá ★—★, endað með 2 br. laust af, 4 iar, 1 sl. Framh. á bls. 34 KVENÞJ0ÐIN RitstjórÍ! Kristjana Steingrimsdóttir húsmæðrakennari. Leggið slifsið á undirlag, sem drekkur vel í sig, notið eins lítinn hreinsivökva og hægt er og svo bómullarhnoðra. Nuddið svo hinn hreinsaða stað þurran milli hreinna lófanna. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.