Fálkinn


Fálkinn - 29.09.1964, Side 36

Fálkinn - 29.09.1964, Side 36
HEFNDIN ER SÆT Um árabil hafði ungfrú Callesen gegnt stöðu sinni í stórvöruhúsinu við góðan orð- stír. Hún sat í lítilli hringlaga stúku sem merkt var UPPLÝS- INGAR, og var staðsett á hern- aðarlega mikilvægum stað I vöruhúsmu. Þegar einhver var orðinn úrkula vonar um að finna deildina þar sem á boð- stóluni voru perlumóðurhnapp- ar, koddaver, vindsængur elleg- ar einhverja af hinum 117 deildum vöruhússins, þá var bara að snúa sér til ungfrú Callesen sem veitti stutta og gagnorða leiðarlýsingu til hinn- ar réttu deildar. í svona stofnun þarf valinn mann í hverju rúmi. Dag nokkurn gekk ungfrú Calle :n á fund deildarstjórans sem hún heyrði undir. — Ó, herra Mortensen, sagði hún, — gæti ég fengið að skjótast frá í tvo tíma? Ég þarf á brautarstöðina til að taka á móti frænku minni frá Hulstu- brú. Mortensen leit upp skilnings- vana og heldur úrillur. — Nú? Einmitt þegar ösin er mest, ungfrú Callesen? Nei, það kemur hreint ekki til mála. Þetta hefði hann aldrei átt að segja. Ungfrú Callesen dró sig í hlé og settist niður í hring- laga stúkunni sinni, sármóðguð. Hann ætti eftir að iðrast þessa! Fyrirtækið allt skyldi fá að iðr- ast þessa! Þetta var í fyrsta sinn þau tólf ár sem hún hafið starfað við stórvöruhúsið að hún hafði beðið um frí... og fékk þvert nei. Og þótt undarlegt megi virð- ast, þá tók að halla undan fæti fyrir stórvöruhúsinu Chick upp frá þeim degi. Salan minkaði, dag frá degi, viku af viku, mánuð eftir mánuð. í upphafi var aðeins gert ráð fyrir að hér væ: i um tímabundna sölu- rýrnun að ræða en þegar frá leið urðu eigendurnir uggandi um sinn hag. Það var reynt að lækka vöruverðið lítilsháttar en það stoðaði ekki, svo var reynt að hækka verðið en allt kom fyrir ekki. Forstjórinn klóraði sér í hnakkanum, hleypti brúnum og braut heilann. Það hlaut eitthvað að vera bogið við starfsliðið. — Starfsliðið verður að koma fram við viðskiptavinina af meiri alúð og nærgætni. Við verðum að hefja hneiginga- koll-kinkandi- og bros-herferð! ákvað hann og aðstoðarforstjór- arnir og deildarstjórarnir kink- uðu kolli. Allt starfsliðið gekk á hrað- námskeið í þeirri list að líta vingjarnlega út. Það kom ekki að neinu gagni. Salan hríð- minkaði. — Þetta gengur fjandakorn- ið ekki, þrumaði forstjórinn og barði í borðið svo aðstoðar- forstjórarnir hrukku allir í kút. — Nú tek ég til minna ráða! Ég skal svo sannarlega komast að raun um hvar hund- urinn liggur grafinn. Svo skipaði hann öllu þessu hyski á brott og útvegaði sér skegg og gerfinef úr deildinni sem hafði á boðstólum allt til skemmtunar og fróðleiks. Hann setti á sig gerfinefið og skegg- ið og gat nú dulist meðal starfs- liðsins án þess nokkur vissi hver hann væri. Hann stóð á hleri og gaf nánar gætur að afgreiðslufólkinu, deildarstjór- um og aðstoðarstúlkum en allir virtust kappkosta að rækja starf sitt af alúð og skyldu- rækni. Svo var það einn dag að hann tók sér stöðu á næstu grösum við litlu upplýsinga- stúlkuna hennar ungfrú Calle- sen. Þar bar að konu sem spurði um útsaumsdeildina. — Þessa leið að dyrum nr. 4, frú, benti ungfrú Callesen vin- gjarnlega, svo beygið þér til hægri, haldið áfram gegnum smámunadeildina, gangið gegn- um dyrnar á móti henni, snúið til vinstri, gangið gegnum fyrstu dyr til vinsti'i handar og spyrjið þar að nýju. Þér getið ekki villst, frú. Frúin þakkaði ungfrú Celle- sen brosti vingjarnlega. Ekki var hægt að greiða úr vandræð- um frúarinnar á kurteislegri hátt en þó dokaði forstjórinn við til frekara öryggis. Gamall maður birtist og spurði um axlabandadeildina. — Þessa leið gegnum dyr nr. 4, herra minn. Svo beygið þér til hægri, haldið áfram gegnum smámunadeildina, gegnum dyrnar á móti henni, snúið til vinstri, farið gegnum fyrstu dyr á vinstri hönd og spyrjið þar á ný. Þér hljótið að finna það. Maðurinn lyfti hattinum og hvarf í áttina að dyrum nr. 4. Forstjórinn lagaði á sér gerfi- nefið. Eitthvað fannst honum gruggugt við upplýsingar ung- frú Callesen. Þegar farið var í axlabandadeildina, þá var beinasta leiðin í gegnum hanzkadeildina. Forstjórinn ákvað að fylgja gamla manninum og gekk í áttina að dyrum nr. 4 sneri til hægri, eins og hann hafði feng- ið boð um, hélt áfram gegn- um smámunadeildina, gegnum hana uns hann kom að dyrun- um, út um dyrnar — og nú stóð forstjórinn á götunni sér til mikillar furðu — hann sneri til vinstri eins og ungfrú Calle- sen hafði sagt, hélt áfram eftir gangstéttinni uns hann kom að fyrstu dyrum á vinstri hönd, innum þær dyr — og nú hugs- aði forstjórinn miður vingjarn- lega til ungfrú Callesen — í því hann með blótsyrðum þreif af sér nefið og skeggið og tróð á því. Hann var semsé stadd- ur í stórvöruhúsinu Fix, en það var skæðasti keppinautur hans! _____Lj Willy Breinholst.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.