Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Page 5

Fálkinn - 12.10.1964, Page 5
Sumir eru mjög liprir og vilja allt fyrir mann gera en aðrir eru þannig að við þá er ekk- ert hægt að tjónka. Þeir eru bæði ókurteisir og sína fyllstu óliðlegheit að ekki sé meira sagt. Mér finnst að þegar menn vinna hjá opinberum fyrirtækj- um þá eigi þeir að vera kurt- eisir og veita mönnum alla þá fyrirgreiðslu sem þeir mega. Þetta eru menn í opinberri þjónustu og þeim ber að vera kurteisir í starfi. Þetta lítur svolítið öðruvísi út þegar menn vinna hjá einkafyrirtækjum. L. P. Svar: Það er nú svo að menn eru ceði misjafnir hvort peir vinna hjá opinberum fyrirtækjum eða ekki. Og það fer eftir gerð manna hvernig þeir eru í afgreiðslu. Og málið lítur ekki öðruvísi út þótt menn vinni hjá einkafyrirtcekjum því þeim ber að kappkosta góða þjónustu. Erlendar bækur Pósthólf Fálkans! Ég veit ekki hvort allir eru mér sammála en mér þykir úrval erlendra bóka í bóka- verzlununum hér heldur lítið. Þetta á sérstaklega um skáld- sögur og það furðulega er að skáldsögur af Norðurlöndun- um fást hér naumast og alls ekki eftir unga höfunda. Þó finnst mér að það ætti að vera kappsmál bókaverzlana að hafa sem mest úrval á boðstólum. T. R. Svar: Segja má að úrval erlendra ' bóka í bókaverzlunum hér sé yfir- • leitt gott en að sjálfsögðu fer það nokkuð eftir hvaða bókaverzlun á í hlut. Skáldsögur hafa á seinni árum selzt mjög lítið hér að minnsta kosti innlendar og það er eðlilegt að bólcaverzlanir fari var- . lega í lcaup á erlendum bókum , eftir óþekkta liöfunda. En ef það er einhver sérstök bók sem þú , hefur áhuga fyrir, panta bóka- , verzlanir hana fyrir þig. Og l bókaverzlunum getur þú fengið lista yfir nýútkomnar bækur er- lendis. Almcnningssalerni. Háttvirta Pósthólf! Það er furðulegt hvað al- menningssalerni eru á fáum stöðum hér í borginni. Þó skyldi maður ætla að mönnum gæti orðið brátt á fleiri stöðum en í Bankastræti. Að vísu get- ur maður brugðið sér inn á veitingahús og notað salerni þar en engu að síður er heldur leiðinlegt ástand í þessum mál- um hér — eins og raunar fleir- um. Þið þurfið ekki að birta þetta bréf frekar en þið viljið, það má alveg eins fara í bréfa- körfuna hjá ykkur. Með beztu kveðjum. Steini. Svar: Þetta er alveg rétt hjá þér Steini minn, það mœtti gjarna fjölga hér i borginni almennings- sálernum. En svo er önnur hlið á þessu máli og hún kannski ekki lítil og það er umgengni manna á salernum. Sú umgengnismenn- ing er heldur á lágu stigi hér — eins og raunar margt annað.. Um Vesturbæinga, utanbæjarmenn og Þingeyinga. Það er reglulega gaman að lesa um þetta skítkast og sjálfs- hól hjá Vesturbæingum og sveitamönnum. Fleiri svona rit- snillinga fram á völlinn. Verst að Þingeyingar skuli ekki láta í sér heyra, því þeir slaga hátt upp í Vesturbæinga. Austurbæingur. Svar: Það mun skoðun Þingeyinga að þeir „slagi" ekki upp i Vestur- bæinga lieldur standi þeim tölu- vert framar. Það er ekki sjálfs- hól frd þeirra sjónarhóli héldwr augljóst mat á staðreyndum. Aðalniíljtjandi pólskrar vefnaðarvöru til fatnaðar Sienkiewicza %, Lódz Pólland Sími: 285-33 — Símnefni: CONFEXIM, Lódz ,C0NFEXIM' HEFUR Á BQÐSTÓLUM: ★ Léttan sem þykkan íatnað fyrir konur, karla og börn. ★ Prjónavörur úr ull, bóm- ull, silki og gerfiþráðum. ★ Sokka, allar gerðir. ★ Bómullar- og ullarábreið- ur. ★ Handklæði „frotte“. ★ Rúmfatnað. ^ ★ Hatta fyrir konur og karla. ★ Fiskinet af öllum gerðum. ★ Gólfteppi. ★ Gluggatjöld. Gæði þessara vara byggist á löngu starfi þúsunaa pjálf- aðra sérfræðinga og að sjálfsögðu fullkomnum nýtízku vélakosti. Vér bjóðum viðskiptavinum vorum hina hagkvæmustu sölu- og afgreiðsluskilmála. Sundurliðaðar, greinilegar upplýsingar geta menn fengið hjá umboðsmönnum vorum: ÍSLENZK ERIÆNDA VERZLII!\AKFGLA«I» ILF. Tjarnargötu 18, Reykjavík eða á skrifstofu verzlunar- fulltrúa Póllands Grenimel 7, Reykjavík. falm nn 5

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.