Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Side 23

Fálkinn - 12.10.1964, Side 23
Þeir höfðu komizt á snoðir um að fjárhagur The Times væri eitthvað bágborinn og álitu, að ef nöfn blaðsins og orðabókarinnar yrðu tengt hvort öðru, væri það einmitt hið rétta auglýsingameðal. Bæði blaðið og bókin voru gömul og höfðu á sér þennan gamla og æruverðuga menningarblæ sem auðvelt átti að vera að selja. Þeir álitu að þetta væri nærri því eins snjallt og að kaupa Péturskirkjuna af páfanum í Róm og flytja hana til New York. Hugmynd þeirra var í stuttu máli sú, að The Times skyldi gegn greiðslu auglýsa Britannica og ábyrgjast um leið að efnisval yrði eins gott og fáanlegt væri. í desembermánuði 1938 komu herrarnir til Lundúna og lögðu fram áætlanir sínar. Samningar hófust og þeir enduðu eins og til var ætlazt á því, að samkomulag náðist milli eigenda orðabókar- innar og The Times. Þetta átti að leiða til æfintýralegs árangurs fyrir gömlu alfræðiorðabókina, sem hafði aldrei látið fánánn falla síðan 1768. Alfræðibókin hóf göngu sína á fræðsluöldinni, þegar hug- takið konversationsleksikon, sem þýtt hefur verið alfræði- - bók á íslenzku var fyrst skapað af þýzkum útgefanda árið 1709. Handbækur, sem fjölluðu um allt milli himins og jarðar, höfðu verið þekktar allt frá fornöld, en sú tegund, sem við þekkjum nú, var grundvölluð á Englandi með Chambers Cyclopædia árið 1728. Á því verki byggði Diderot hinn franski, sem byrjaði á sinni miklu alfræðibók sem þýðingu á Chambers. Ekki leið samt á löngu fyrr en hann sá að undum, svo það, sem í bókinni stendur, er hreint ekki lélegt. Bell hafði prýtt verkið með eirstungum t. d. er þar að finna nákvæma mynd af örkinni hans Nóa, svo nákvæma að auðvelt á að vera að byggja aðra örk eftir henni. Þar var líka mynd, sem sýndi fóstur í móðurlífi, sú mynd varð fólki svo mikil hneykslunarhella að taka varð hana úr bókinni, svo hún spillti ekki trú barna á storkinn. Þegar fyrstu útgáfu var lokið, hafði Smellie fengið nóg af samvinnunni við hina tvo og gaf alls ekki kost á því að halda áfram við næstu útgáfu. Hann fór í þess stað að Þýða náttúrufræði Buffons og hafði bókmenntaklúbb í krá einni og þar kynntist hann Robert Burns, sem hann trúði fyrir þvi, að hann hefði samið alfræðibókina með aðstoð skæra og límkx-úsa. Útgefendurnir tveir virðast hafa haft glöggt auga fyrir illaförnum bókmenntamönnum, sem ekki gerðu miklar kröfur. Eftirmaður Smellie varð Ballon Tytler, sem fékk auk- nefni sitt vegna þess að hann gerði tilraunir með loftbelgi. Hann var að minnsta kosti eins sérvitur og di'ykkfeldur og fyrirrennarinn, en útgefendurnir fyrirgáfu honum það vegna þess að hann gerði ekki háar kaupkröfur, en var sífellt í peningavandræðum. Þeir voru meira að segja svo heppnir að finna hann í skuldafangelsi. Dvölin þar hlýtur að hafa gert hann samningalipran, því hann var ráðinn fyrir 17 shillinga á viku, en það voi’u alger sultarlaun, sem aðeins hrukku fyrir mestu nauðsynjum fjölskyldunnar. Fyrir IORDABÓKARINNAR EFTIR OLE STOltM hyggilegra væri að byrja frá rótum. Hann gafst líka fljótlega upp á því að notast við meira eða minna óþekkta samstarfs- menn, þótt þeir væru samvinnuliprari og vægari í kröfum en fagmenn. Smám saman fékk hann starfsmenn eins og Rousseau, Voltarire, Helvétius, Montesquieu, Necker, Marmontel og fleiri, sem með nöfnum sínum einum juku álit verksins og útbreiðslu. Hagnaðurinn af frönsku orðabókinni kom þremur herrum f Edinburgh af stað með Britannica árið 1768. Þessir menn voru prentarinn Macfarquhar eirstungumaðurinn Bell og bókmenntamaðurinn William Smellie, sem bæði var drykk- felldur og illa á sig kominn á ýmsan hátt. Hann varð ritstjóri orðabókarinnar. William Smellie hafði verið nemi hjá prentara Edinborgarháskóla og sem eins konar aukagetu hafði hann fengið leyfi til að hlusta á þá fyrirlestra við háskólann, sem hann hafði áhuga á, á þann hátt varð hann allvel menntaaður. Skáldið Robert Burns, sem kynntist honum síðar, hefur staðfest, að Smellie hafi verið vel greind- ur og skemmtilegur náungi en mikill vinur flöskunnar. William Smellie var afar duglegur að skrifa og kom ótrúlega miklu í verk, það skipti miklu máli fyrir verzlunarmennina. Það réði líka nokkru um valið á ritstjóra, að hann var ekki kröfuharður. Hann samdi alla orðabókina fyrir 200 sterlingspund eða 24.000 íslenzkar krónur samkvæmt núver- andi gengi sterlingspundsins. Mest af þessu tók hann frá öðrum bókum og hann hafði lag á því að stela góðum höf- þessum launum vann hann í 7 ár, án þes að fá neina kaup- hækkun. Hann hefur þannig verið fundið fé fyrir útgef- endurna, eins duglegur og hann var að stytta og fella saman það sem aðrir höfðu skrifað. Hvort verkið var í samræmi við síðustu uppgötvanir vísindanna, skipti minna máli. Sköpun heimsins var t. d. tímasett árið 4004 fyrir Krist, þ& speki fékk alfræðibókin frá skozkum biskupi, sem hafði reiknað þetta út með því að lesa biblíuna vandlega. Þá var auðgert að tímasetja syndaflóðið 2348 fyrir Krist og eftir sömu aðferð var ekki svo erfitt að ákveða, að Nói hlyti að hafa stofnað nýlendu einhvers staðar í Austurlöndum á þessum tíma, þess vegna hlyti hann að vera stofnandi Kína- veldis. Hvort þessi kenning á rætur sínar að rekja til biskups- ins, eða hins ágæta Ryewhiskyis skal látið ósagt. Tytler fór sína leið til Ameríku þégar hann kom auga á afleiðingarnar af pólitískum pésa sem hann hafði skrifað. Ævi hans endaði í ísköldum bandarískum skurði í janúar- mánuði 1805, undanfari ævilokanna var mikil dx-ykkjuveizla. En verkið lifir áfram. Árið 1797 fóru rithnuplarar að gefa það út án þess að borga nokkur ritlaun til fyrstu útgefend- anna, sem höfðu fengið þetta allt fyrir lítið. Macfarquhar dó 1798 og Bell hélt áfram á eigin spýtur með fjcrðu útgáfu undir smásjá Lundúnaútgefandans Constable, sem kallaður var Napoleon útgefendaheimsins. Hugmyndaríkur maður, sem hugmyndirnar komu að síðustu á kaldan klaka Framh. á bls 29. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.