Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Qupperneq 29

Fálkinn - 12.10.1964, Qupperneq 29
ingar sínar að miklum mun. Árangurinn hefur orðið sá, að víða er sala á sígarettum komin í sama horf og hún var í, áður en skýrslan góða birtist. Áróðurinn gegn sígarettu- reykingum hefur ekki verið aukinn að sama skapi. Enda er kannski varla við því að búast, því víða eru heil þjóðfélög orðin háð sígarettureykingum. í Svo má að minnsta kosti segja • um íslendinga. Haldið þið kannski ekki að blessuðum 6 ríkiskassanum okkar brygði við, ef allt í einu hættu að seljast hérna sígarettur? Og í ef það bættist svo 'við að ríkið þyrfti að leggja út stórfé til i áróðurs gegn þessari miklu tekjulind sinni! Nei, það er víst varla von á þeirri vindátt í bráð, ef dæma á eftir öllum sólarmerkjum. Verst ef banda- rísk stjórnarvöld taka upp á þeim skolla, sem nú er talað um, að setja eiturmerki á um- búðir þessarar vinsælu mun- aðarvöru! En hvað sem því öllu líður, þá eru sígarettureykingar óhollar og það vita engir betur en miklir reykingamenn sjálfir, þótt þeir geti ekki séð óholl- ustuna með berum augum þ. e. sín eigin lungu. En við birtum hér, og þá einkum fyrir reyk- ingamenn og foreldra sem finnst það meinlaust, þótt krakkagreyin fái sér „smók“, myndir af lungum í sænskum reykingamanni. Það þarf nátt- úrlega ekki að taka það fram, að maðurinn er steindauður og að hann dó úr lungnakrabba- meini. AJfræðiorðabókin Framhald af bls. 23. ásamt þekktasta rithöfundi, sem hann gaf út eftir, Walter Scott. Constable hafði boðið hóflega í Britannica, og þegar Bell dó, bauðst hann til áð kaupa út- gáfuréttinn og það sem eftir var af upplaginu fyrirj 14.000 pund, en því var hafnað. Það var ekki fyrr en 1814, að fyll- ing tímans kom, hvað kaupin snerti en þá fékk hann Jíka allt saman fyrir 4500 pund. Verkið mátti þá heita strandað. Fjöldi greina var orðinn úr- eltur, nízka útgefendanna hafði ekki leyft þá breytingu á rit- stjórninni, sem nauðsynleg hefði verið ef verkið hefði átt að íylgjast með tímanum. Constable var maðurinn, sem gat komið lífi í tuskurnar. Hann var útgefandi á heims- mælikvarða og skildi að smá- munasemi var ekki leiðin til mesta hagnaðar. Hann vildi fá beztu starfsmenn, sem völ var á, og borga þeim vel. Dugald Stewart, prófessor í heimspeki, sem var þekktur maður á þeim tíma fékk t. d. 1000 pund fyrir að skrifa eina grein, það var- fimm sinnum meira en vesalings Smellie hafði fengið fyrir að skrifa alla fyrstu útgáfuna, árið 1771. Þegar Constable kom til skjalanna fór orðabókin að breytast í það trausta 'og ábyggilega verk, sem brátt var fyrirmynd í áreiðanleik heim- ilda og góðum stíl. Mjög góðir höfundar voru tengdir alfræði- bókinni t. d. Walter Scott sem skrifaði um riddaratímabilið sem var sérgrein hans. Sjálfur hafði hann orðið fyrir svo sterkum áhrifum frá stoltum venjum riddaratímans að hann neitaði að taka við borgun af ritstjóra verksins, sem heim- sótti hann á nýbyggða lands- setrið Abbotsford til þess að þakka honum fyrir greinina og borga um leið 100 pund. Rit- stjórinn varð að sannfæra Scott um það að peningarnir myndu lenda í vasa Contabie sjálfs, ef hann tæki ekki við þeim, til þess að rithöfundur- inn fengist til að þiggja féð. Hann kvaðst aldrei hafa látið sig dreyma um að taka við fé af bróður í andanum. Á þessum árum bættust fleiri ágætir menn við sem höfundar alfræðibókarinnar. Má þar nefna Heimspekinginn James Mill, föður Stuart Mill, og hagfræðingana Malthus og Ricardo. Constable hafði þá undirbúið 7. útgáfu þegar hann varð gjaldþrota árið 1826. Tvö síðustu ár ævi sinnar reyndi hann að greiða 200.000 pund en dó áður en þeirri greiðsiu yrði lokið. Þegar hann dó keypti firmað A & C. Black bókina fyrir 6000 pund, sem var aðeins dropi í hafið. Black lagði 110.000 pund í verkið og fleiri fræg nöfn bætt- ust við í samstarfshópinn. 1875 kom hin fræga 9. útgáfa, sem jafnvel fjallaði um biblíuna frá vísindalegu sjónarmiði. Þar með var hinu þröngsýna trúar- kerfi algerlega varpað fyrir Framhald á bls. 33. <8 ® (oj(°3f) CgJ ® V eftfa* mort Walker FAlmnn 29

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.