Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1964, Síða 33

Fálkinn - 12.10.1964, Síða 33
Alfræðiorðabékin Framhald af bls 29. borð. Enginn gat nú lengur staðið í þeirri trú að Nói hefði grundvallað Kínaveldi og grein Thomas Henry Huxleys um Darwin og erfðakenningu hans, var harður biti fyrir þá, sem trúað höfðu sögunni um Adam og Evu. En jafnvel á þessum upp- lýstu tímum gat Britannica gefið tilefni til árekstra, sem endaði á því að guðfræðipró- fessorinn W. R. Smith varð að víkja úr kennslustól sínum, vegna greinar, sem hann hafði skrifað um biblíuna. í þessari grein hafði prófessorinn haldið því fram, að biblían væri bók- menntaverk en sem sögulegt handrit væri hún óábyggileg. Þótt allir nema þeir allra þröngsýnustu væru horfnir frá þeirri kenningu skozka bisk- upsins að sköpun heimsins hefði verið árið 4404 fyrir Krist, vakti það samt mikla reiði þegar guðfræðingur fór að efast um eitthvað sem stóð í biblíunni. Bókaútgefandi, sem keppti við Black um lesendur, notaði sér þessa deilu þannig, að hann auglýsti til tjóns fyrir guðleys- ingjaverkið Britannica sem hann kallaði svo. í tilefni af grein Huxleys um Darwinis- mann skrifaði hann: Ef erfða- kenningin er sönn er biblían ósönn. En biblían er sönn og þess vegna er erfðakenningin illgirnisleg andskotans lýgi.“ Og svo líða nokkur fremur tíðindalítil ár, unz hin mikla breyting gerist, þegar Banda- ríkjamennirnir tveir, Hooper og Clark, gerðu samning við The Times til þess að hagnýta nýjar söluaðferðir. auglýsingunni var leitt að því, að hina nákvæmu þekkingu væri að finna í Britannica. Hefði maður það verk undið höndum væri þátttaka í get- rauninni auðveld og menn gætu hafið nýtt líf sem virki- lega menntaðir og mannaðir menn. Á eftir þessari auglýsingu kom heilt syndaflóð af auglýs- ingum í sama dúr, allar sámdar af Bandaríkjamanni, Haxton að nafni, fremur hlédrægum, stamandi manni, sem aðeins virtist ná sér á strik þegar hann var að lesa fyrir auglýs- ingatexta, en það gerði hann reyndar nokkuð oft. Mest samdi Haxton á sumrin þegar aðrir fóru í sumarleyfi. Þá fór hann upp í sveit og las fyrir ritara, sem hann leigði í næsta bæ. Stundum fékk hann ritara sendan frá Lundún- um með vagni eða járnbraut jafnóðum og hann gekk fram af þeim með of mikilli vinnu. Bezt líkaði Haxton að sitja í árabát meðan hann var að semja, þá sveiflaði hann oft handleggjunum af ákafa meðan aumingja ritarinn hímdi dauðskelkaður í skut, vitandi, að hann mátti hvenær sem var búast við að Haxton stykki fyr- ir borð til þess að svala skaps- munum sínum. Hér eru nokkur sýnishorn úr auglýsingum Haxtons. „Maður- inn sem lét tækifærið ganga úr greipum sér.“ „Maðurinn er greip tækifærið um leið og það var að fara framhjá.“ „Maður- inn sem lét tækifærið ganga úr greipum sér“ var Boulanger hershöfðingi,er hefði getað orð- ið einvaldur á Frakklandi ef hann hefði þekkt sinn vitjun- artíma.“ „Maðurinn, sem greip tækifærið var Nathan Mayer Framh. á bls. 36. LE1GUFLU<; - A.UTLUAAmHG SJÚKKAFLUG lS*í .........Iiiiiittil 9 HELLISSANDUR PATREKSFJÖRÐUR ÞINGEYRI FLATEYRI REYKJANES GJÖGUR HÓLMAVlK REYKHÓLAR STYKKISHÓLMUR VOPNAFJÖRÐUR TIL LEIGUFLUGS HÖFUM VIÐ ÞESSAR FLUGVÉLAR BEECHCRAFT BONANZA (6 farþega) DE HAVILAND DOVE (9 farþega) TWIN PIONEER (16 farþega) CESSNA 180 .(3 farþega) Leitið frekari upplýsinga á afgreiðslu Flugþjónusta Björus Palssonar a Rejkjavíkurflugvclli Sími 21611 — 21612 31. marz 1903 kom fyrsta hljóðið úr horni The Times gamla. Það var heillar síðu auglýsing þar sem lesendur voru hvattir til að svara 20 spurningum um efni sem allir menntaðir menn yrðu að hafa þekkingu á. The Times hefur alltaf lagt áherzlu á andlega virkni, hvatt til að menn afli sér hagnýtrar þekkingar, sem að gagni má koma hvenær sem er. Allir sem taka þátt í keppn- inni munu auka andlega ein- beitingarhæfni og læra hvar hægt er að finna nákvæma fræðslu um ákveðin efni. Þetta er nýtt tómstundagaman sem opnar mönnum sjóði þekking- arinnar. Með fallegri skriít neðst á SPÍTALASTÍG 10 — (VUF) ÓÐINSTORG) ERU AFGREIDDIR MEÐ DAGSFYRIRVARA ^ V/lMOAfl EFIMI FALKINN ?

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.