Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Síða 6

Fálkinn - 15.02.1965, Síða 6
SLENZKAR HUSMÆÐUR OÐRUM HEIMSÁLFUMII var eitthvað í andrúms loffinu.B Texti: STEINUNN S. BRIEM Myndir: SIGVALDI HJÁLMARSSON Hvernig er að vera hús- móðir í Indlandi?" Það eru ekki margar ís- lenzkar konur, sem geta svarað þeirri spurningu af eigin reynslu, en frú Bjarn- ey Alexandersdóttir, eigin- kona Sigvalda Hjálmarsson- ar, forseta íslandsdeildar Guðspekifélagsins, er ein af þeim. Sjö og hálfan mánuð dvöldust þau hjónin í Adyar á Suður-Indlandi, ásamt dóttur sinni, Elfu, og á meðan Sigvaldi troðfyllti sig af austrænni speki í Vizkuskóla Guðspekifélags- ins, fékk Bjarney að kynn- ast hinum ýmsu vandamál- um, sem húsmóðirin þarf að glima við, þegar hitinn er um fjörutíu stig í skugg- anum og enginn ísskápur á heimilinu, leðurblökur, íkornar, eðlur, maurar og hvers kyns skorkvikindi gera sig heimakomin innan- húss, baneitraðar slöngur og sporðdrekar búa í garðin- um fyrir utan, og loftið er svo mettað raka, að lökin eru blaut í rúmunum og minnstu munar, að fötin mygli utan á fólkinu sem ber þau. Fyrsta flokks gegnumtrekkur „Ég skal játa, að ég sakn- aði blessaðra heimilistækj- anna minna hér,“ segir hún með kyrrlátu brosi. „Mér j fannst ég stöðugt vera að: þvo og sópa — ég er viss um, að ég hef aldrei á ævi minni sópað eins oft og mik-1 ið og á þessum mánuðum S okkar í Indlandi. Það voru j engar rúður í gluggunum, og þarna þykir skínandi i kostur á íbúð, að í henni sé hressilegur gegnumtrekk- . ur. íbúðin okkar var fyrsta flokks hvað þetta snerti — gusturinn var auðvitað sval- andi í hitanum, en hann blés líka inn ókjörum af laufblöðum og öðru slíku dóti, sem mér þótti nauðsyn- í legt að sópa burt jafnóðum, ' þó að það væri reyndar hálf- ; gerð kleppsvinna." „Hafðirðu ekkert þjón- ustufólk?“ „Ekki til að byrja með, en eftir rúmlega mánaðar- dvöl fékk ég þjónustustúlku, sem hét Mary og var krist- innar trúar. Hún var ríg- fullorðin kona — að vísu ekki nema þrjátíu og fimm ára, en þær eldast fljótt þarna austur frá. Mér veitti j ekkert af því að hafa hana mér til aðstoðar við alla þvottana og sópingarnar. Hún hugsaði lítið um að ná blettum úr flíkunum sem hún þvoði, en notaði gömlu indversku aðferðina að berja i þeim blautum í gólfið, þang- að til þær voru orðnar hreinar að hennar dómi.“ Ekkert nema gólf og þak „Hvernig var íbúðin ykk- ar?“ íbúðin virtist í fyrstu ekkert nema gólf og þak, enda var í henni hressilegur gegnum- trekkur, en það þykir öndvegiskostur á suðurind- verskum húsakynnum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.