Fálkinn - 15.02.1965, Síða 15
| versti „djevel“, sem hann hefði
haft í vinnu. Ég get sagt þér
það, að eitt sinn saumaði ég
einkennisjakka úr þykku efni
á einum degi — byrjaði klukk-
an átta að morgni og hafði lok-
ið við hann klukkan fimm.
Þann dag var ég reið, ævareið,
og þá hamaðist ég — kepptist
við klukkuna á Kolatorgi og
setti mér víst fyrir hvern háif-
tíma. Ekki man ég hverju ég
reiddist, það var víst ekki sér-
lega merkilegt, en svona var
skapið, þegar því var að skipta.
Þetta var fyrri veturinn minn
í Kaupmannahöfn — og ekki
í eina skiptið, sem ég tók á við
saumana.
— Já, það gerðist ýmislegt
þennan fyrri vetur minn í
Kaupmannahöfn. Meðal annars
trúlofaðist ég ungum, íslenzk-
um listamanni, sem orðið hafði
mér samskipa út um haustið og
var við nám í Kaupmannahöfn
þennan vetur. Hann fór svo til
Stokkhólms til náms haustið
eftir, en ég sat um kyrrt við
sauma í kóngsins Kaupmanna-
höfn þann vetur allan og fram
undir haustið. Þá hélt ég líka
til Stokkhólms.
Til borSs meS greifum og
héraSshöf Singj um.
Þegar þangað kom, tók ég
herbergi á leigu hjá fullorð
inni konu, sem átti heima í
grennd við Statshuset. Vinkona
hennar — mig minnir að þær
væru frænkur — bauð mér
iðulega heim. Hún var í kunn-
ingsskap við margt tignarfólk
þarna í Stokkhólmi. Þar á með*
al var eldri maður af háaðlin-
um sænska, Sparre greifi. Ég
sat oft til borðs með þeim,
henni og greifanum — og það
var nú kómedía, það get ég
sagt þér. Ég naut þess, að ég
var íslenzk — eða réttara sagt,
ég naut þess, að ég var ekki
sænsk; það hefði víst ekki þótt
viðeigandi að bjóða sænskri
saumastúlku að setjast að borði
á því heimili. En ég get þessa
fyrir það, að svo fór að ég átti
éinmitt konu þessari og kunn-
ingjahóp hennar nokkuð upp að
unna.
— Ég vann í saumastofu
fyrst eftir að til Stokkhólms
kom. En nú gerðist það, að
kona þessi fór að geta um mig
við kunningjakonur sínar, og
ég réðist til þeirra tíma og
tíma, oft hálfan mánuð, og
saumaði á þær og börnin. Með
þeim fyrstu var dóttir veiði-
varðar í Norrlandet, búsett í
Stokkhólmi, og ritstjórafrú
nokkur. Ritstjórafrúin átti upp-
komin og hálfuppkomin börn,
yngsta dóttirin að mig minnir
fimmtán ára og komin í mennta-
skóla, Södra Latin. Þetta barst
svo út; mig minnir að það væri
„jágermeistara“-dóttirin, sem
bauð til sín átta frúm, þegar
ég hafði lokið saumaskapnum
hjá henni í fyrsta skiptið og
sýndi þeim iðjuna, og það með-
al annars varð til að hleypa
skriðunni af stað. Eftir nokk-
urn tíma var svo komið, að ég
hafði ekki nokkurn stundlegan
frið; ég var fastráðin hjá viss-
um fjölskyldum hálfan mánuð,
eða um það bil, tvisvar á ári,
saumaði og saumaði á frúna,
börnin og jafnvel eiginmann-
inn, frá því klukkan níu á
morgnana og loks var svo kom-
ið, að ég hafði tekið að mér
meiri vinnu, en ég gat komizt
yfir með góðu móti. En þetta
var mjög vel borgað, eftir því
sem þá gerðist, enda allt efnað-
ar fjölskyldur, sem ég vann hjá
— já, eftirspurnin var svo mik-
il, að ég sá mér fært að setja
upp hærra kaup og bar ekki á
að ég þyrfti að fara í verkfall
til þess að fá því framgengt.
Og þetta var á þeim tíma, sein
atvinnuleysi var mikið í Stokk
hólmi og það bitnaði auðvitað
hvað mest á útlendingum — en
það hefði verið synd að segja
að ég fengi að kenna á því.
— Og loksvarþettaskemmti
legasta vinna. Ég kynntist
mörgu góðu fólki, og sumt af
því tók vináttu við mig, sem
entist lengi. Og nóg var til-
breytingin og margs varð mað-
ur fróðari, sem maður geymdi
í hugskoti sínu og var ekki að
flíka með.
Þú hefur kannski kynnzt við
fleira greifafólk en Sparre?
— Jú reyndar. Til dæmis
hollenzkum greifa Ránstjerne
........................►