Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Side 20

Fálkinn - 15.02.1965, Side 20
Hin makalausa MANSFIELD Og nú er hún Jayne Mansfield skilin við kjötfjallið sitt, hann Mickey Hagiarthy, sem á sínum tíma var kjörinn fegurð- arkóngur. En Mansfield er öllu vön, skilnuðum líka, og lætur sem ekkert hafi ískorizt, en heldur áfram að sýna sinn bústna kropp, sem sumir segja, að segi sex. f sumt ÖIVKURLEG EIVDALOK Þeir sem komnir eru til vits og ára, hljóta að vita, hver Mussolini var. En máske vita þeir ekki, hver endalok hans og frillu hans urðu, Ef svo skyldi vilja til, þá urðu þau á þann veg sem meðfylgjandi mynd sýnir. * Blöft frá Gutenbergjhus Þið munið kannski eftir greininni um heimsókn Fálkans til ALT for damerne í Kaupmannahöfn. Hér sjáið þið mynd af þeim viku- blöðum og tímaritum sem gefin eru út á vegum Gutenberghúss. Á dönsku koma út ALT for damerne, Hjemmet, Anders And, Flittige Hænder, Dansk Familieblad, Det Bedste fra Reader’s Digest og Alt for damernes Strikkebog, á norsku ALT for damene, Hjemmet, Det Beste fra Reader’s Digest og Donald Duck & Co., á sænsku Hemmets Journal, Hennes og Kalie Anka & C:0 (Andrés Önd), á þýzku Hobby, Micky Maus og Mickyvision, og á finnsku Aku Ankka (Andrés Önd). Allur ágóði af þessum blöðum rennur í sjóð, sem síðan er úthlutað úr til ýmiss konar góðgerðastarfsemi og aðstoðar við þá þjóðfélagsþegna er eiga við sérstaka örðugleika að stríða. UIMG IUÖÐIR Þetta er ung móðir eða aðeins tíu ára gömul. Hún heitir Maria Sanchez Gonzales og á heima í Mexíkó. Barn hinnar ungu móður var tekið með keisaraskurði. Ekki fylgdi fréttinni, hversu gamall faðirinn er, né heldur nafn hans, og verðum við að láta þessar upplýsingar nægja.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.