Fálkinn - 15.02.1965, Qupperneq 21
AIMKERIÐ AF BOUNTY
Seint ætlar sagan af uppreisninni á Bounty
að fyrnast, enda lítið aðhafzt, til þess að
hún geri það. Margar bækur hafa verið skrif-
aðar um þetta atvik sögunnar og kvikmyndir
gerðar. Og nú telja þeir sig hafa fundið
ankerið af hinni frægu skútu á eyjunni
Pictairn.
SJÓFERD í BAÐKARI
Þegar hann David Hulme frá Yorks í Englandi
fer í sjóferð í baðkerinu sínu, íklæðist hann hlífð-
arhjálmi eins og skellinöðrustrákar og lögreglu-
þjónar nota og fer einnig í nýrnabelti, og það
sakar ekki að geta þess, að hann býr í gömlu
húsi, sem getur hrunið, þegar hann skrúfar frá
krananum. En hvað um það hann hnýtir baðkerið
aftan í mótorbát, sem dregur hann á eftir sér á
fjörutíu mílna hraða. Stundum gengur þetta vel
hjá honum en það kemur fyrir, að ferðin endar
með þeim ósköpum, sem myndin sýnir. — Hvenær
skyldum við innleiða svona sjóferð? Máske það
verði bráðum stofnað „Félag baðkerasiglinga-
manna?“
REFFILEGUR REIÐSKJÖTI
Hún velur sér eklci reiðskjótann af verri endanum þessi.
Sá er þó gallinn á reiðskjótanum þeim arna, að hann
kann mun betur við sig í vatni og þess vegna er málun-
um máske á þann veg háttað, að reiðskjótinn hefur
valið sér knapann, í þetta sinn. að minnsta kosti er
daman í baðfötum.