Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 24

Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 24
Það hefur geisað inflúenzu- faraldur í Sovétrikjunum, að minnsta kosti í helztu borgun- um, en hann mun nú vera genginn um garð án þess að hafa valdið verulegum skakka- föllum, þótt slíkir faraldrar komi ævinlega mikilli röskun á líf manna þar sem þeir geisa. Ekkert er hægt að fullyrða um að þessi inflúenza berist víðar, þótt reynsla sé fengin fyrir því að hún er sjaldan staðbundin og virðir engin landamæri. Inflúenzan hefur ekki alltaf verið jafn tiltölulega meinlaus og hún er orðin nú. Hún hefur gengið yfir heiminn með nokk- uð jöfnum millibilum (ýmist 20 eða 50 ár) í margar aldir og hófust helztu faraldrar sem sagan greinir frá árin 1627, 1729, 1788, 1830, 1847, 1872, 1890, 1918, og 1957. Af þeim mun faraldurinn 1918, „spánska veikin", hafa verið langmann- skæðastur og er þá talið að 10 milljónir manna að minnsta kosti hafi orðið honum að bráð. Hér á landi var mikill mann- dauði af vöidum inflúenzunn- ar 1918, ekki sízt í Reykjavík. Ekkert land í heimi mun þá hafa sloppið við sóttina. Inflúenza er mjög smitandi og berst smitið ýmist með snertingu eða í loftinu yfir stuttan veg. Meðgöngutíminn er einn eða tveir sólarhringar, og unglingum er sérstaklega hætt við veikinni. Þeir faraldr- ar sem ganga yfir allan heim- inn geta skollið á hvenær sem er ársins, en hinir sem tak- markast við einstök lönd eða byggðarlög koma að vetri til. Fólk sem lítil samskipti hefur við umheiminn verður sérstak- lega fyrir barðinu á inflúenzu. Það eru ekki nema rétt rúm þrjátíu ár siðan að sjúkdóms- valdurinn var greindur og reyndist vera veira, en áður höfðu menn talið hann vera bakteríu. Síðar hefur komið á daginn að það eru margar veirutegundir sem valda inflú- enzu og skiptast þær aftur í undirflokka. Asíuveikin svo- nefnda, inflúenzan sem barst út um heiminn frá Kína árin 1957—’58, var þannig af einum undirflokki hinnar svonefndu C-tegundar og sú sem gengið hefur í Sovétríkjunum af teg- undinni A-2. Hægt er að rækta veirurnar í músum og eggjum og vinna þannig bóluefni. Inflúenza gerir fyrst vart við sig með verkjum í höfði og vöðvum og sótthiti fylgir með. Þurrahósti fylgir á eftir einn eða tvo daga og hitinn hækk- ar. Venjulega eru veikindin stutt (fjórir til sex dagar), en fyígikvillar eins og t. d. lungna- bólga koma oft í kjölfarið og það eru þeir, en ekki inflúenz- an sjálf, sem hafa valdið hin- um mikla manndauða. Með til- komu hinna nýju lyfja, fyrst súlfalyfjanna og nú fúkkalyfj- anna, hefur tekizt að mestu að ráða bug á þessum fylgikvill- um. En jafnvel þótt engir slík- ir kvillar geri vart við sig, geta eftirköst inflúenzunnar verið löng og strembin, þótt það sé sjaldnast sem betur fer. Menn verða mjög ónæmir fyrir veikinni eftir að hafa haft hana, en ónæmið minnkar all- ört og hverfur á nokkrum mán- uðum. Engin sérstök lækning er til við inflúenzu. Þar sem veira er sjúkdómsvaldurinn duga engin súlfa- eða fúkkalyf, sem aðeins bitna á bakteríum. En þau lyf koma semsagt að góðu gagni við fylgikvillunum. Mestu máli skiptir að menn hvílist vel og lengi. Fram á síðustu ár hafa tilraunir til að koma í veg fyrir faraldur, eins og t. d. sóttkví, mistekizt, en bólusetning hefur gefizt vel og allar vonir til að framvegis verði hægt að koma í veg fyr- ir heimsfaraldra. • íslenzkar húsmæður Framh. af bls. 9. inn og gátuð iðkað sund á hverjum degi?“ „Það var indælt að fara á ströndina, en ómögulegt að synda í sjónum. Þetta var gal- opið úthaf, Indlandshafið sjálft með sínum ógurlegu holskefl- um, sem ég var dauðhrædd við, og auk þess fullt af hákörlum og sæslöngum. Sæslöngurnar eru baneitraðar en skaðlausar, því að þær ráðast aldrei á fólk. Oft eru þarna höfrungar að leika sér í sjónum, og þeir vilja gjarnan leika við menn- ina, en dettur aldrei í hug að gera neinum mein.“ „Hvernig kunnirðu við ind- verska matinn?" „Við lifðum mest á ávöxtum og grænmeti og sneiddum hjá sterkasta kryddinu. Hádegis- verðinn fengum við sendan heim úr indversku matstofunni sem rekin er á vegum Guð- spekifélagsins. Hann var svo ríflega útilátinn, að einn skarnmtur nægði okkur fjór- um og meira en það. Kvöld- verðinn framreiddi ég sjálf: oftast létta grænmetisrétti, salöt og stundum omelettur. Eggin voru x’eyndar ekki sem bezt og sjaldan ný. Dag nokk- urn var meira að segja full- skapaður ungi í einu þeirra — mér varð svo um, að ég missti það á gólfið í skelfingu." Bananar og kókoshnetur fótœklingaíœða „Hvaða ávextir voru algeng- astir?" „Það var mikið úrval. Við borðuðum ósköpin öll af banön- um — þeir voru mjög góðir, stórir og ódýrir: 24 stóreflis bananar fyrir tíkall — appel- sínurnar voru líka stórar og svipaðar mandarínum á bragð- ið, vatnsmelónurnar voru sval- andi í hitanum og kókoshnet- urnar mikið sælgæti. Bananar: og kókoshnetur voru algeng- ustu ávextirnir, enda kallaðir fæða fátæklinganna. Límur af tveim gerðum, stórar og sætar eða litlar og súrar, var mikið um, og sterkgrænum, perulagá ávexti, rauðum að innan, sem heitir papaya, borðuðum við talsvert af. Eplin voru aftur á móti bragðlaus og þurr. Þau komu ofan af hálendinu og voru dýr. Vínber voru heldur ekki góð, rauðleit og vatns- kennd. Döðlurnar voru afleitar, líkastar mold á bragðið, enda hafði ég ekki lyst á þeim eftir að sjá þær seldar á götunum — þar lágu þær í rykföllnum hrúgum, og seljendurnir höfðu hjá sér svipur til að geta stugg- að öðru hverju við flugunurú sem settust á þær. Undir vorið kom guðafæðan mangó á mark- aðinn. Það eru til einar 800 teg- undir af því í Indlandi, og þá tíu mánuði ársins sem það fæst ekki, tala menn um það með hrifningu og renna augunum til himna við tilhugsunina að fá það aftur.“ „Hvað drukkuð þið með matnum?" „Stundum súrmjólk, hleypta með sítrónusafa, en kúamjólk er dýr þarna um slóðir. Við fengum venjulega einn pela af buffalamjólk á dag. Hún er þykk og ógerilsneydd, ágæt á bragðið, en súrnar undir eins í hitanum, og við höfðum ekki ísskáp. Við fengum hana senda heim — þ. e. a. s. klukkan fimm á morgnana kom maður með hana í handarhaldslausri koparkrukku, en hann gat ekki sagt annað en ,Yes, sir‘ og ro,\M i cohtina mai*niiKar •iikigilMtlli 21 «ímar > SIÍÍO-21 BJR.» Uaukur (juðmutuÍAACH 91 o:í7 24 FALKI imn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.