Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Qupperneq 25

Fálkinn - 15.02.1965, Qupperneq 25
skildi ekki orð af því sem við töluðum við hann, svo að ekki þýddi að biðja hann að líta inn heldur seinna. Eftir klukkan hálfsex varð engum svefnsamt fyrir krákunum í garðinum, sem alveg ætluðu að æra okk- ur, og þá fórum við á fætur, en við háttuðum líka milli níu og tíu á kvöldin.“ Ikomarnir hreiðruðu um sig undir rúmunum „Skriðu ekki slöngur inn til ykkar, þegar allt var svona opið?“ „Nei, nei, þær eru enn hræddari við mennina en mennirnir við þær. Það var helzt að þær dyttu niður á sval- irnar úr trjánum, en yfirleitt eru þær svo varar um sig, að maður sér þær sjaldan. Á hinn bóginn þóttust eðlur og íkorn- ar, leðurblökur, maurar og hvers kyns skordýr eiga heima í íbúðinni okkar; íkornarnir hoppuðu inn um allt og hreiðr- uðu um sig undir rúmunum okkar, leðurblökurnar sváfu yfir skrifborði Sigvalda, og veggirnir voru svartir af maur- um, flugum og fiðrildum. En við vorum svo heppin, að hús- þrestirnir komu hópum saman og átu köngullærnar, og eðl- urnar átu flugur og skordýr, tíndu jafnvel moskítóurnar af fótleggjunum á okkur, áður en þær höfðu ráðrúm til að bíta, og það vorum við þeim þakk- lát fyrir.“ Dýraveitingahús á svölunum „Sváfuð þið ekki undir moskítóunetum?“ „Jú, en þær voru naskar að finna ef einhver blettur var út undan eða pínulítið gat sem hægt var að komast inn um. Ég get ekki sagt, að ég hafi verið hrifin af skordýrum og slöngum, en þetta iðandi dýra- líf í kringum okkur fannst mér að öðru leyti indælt. Á svöl- unum höfðum við dýraveitinga- hús — við sátum aldrei ein- sömul við máltíðirnar, heldur flykktust að okkur íkornar og ýmiss konar fuglar, m. a. krák- ur, hrafnar og gráir fuglar sem heita ,Sjö systur', og stiíktu mat. Við gáfum þeim afgang- ana og eins þá rétti sem voru of kryddaðir fyrir okkar smekk, og þeir þágu allt þakk- samlega. Það heyrðist varla mannsins mál við borðið fyrir kjaftaganginum í þeim, og ég sakna þeirra oft hérna.“ „Var ekki fullt af slöngum í garðinum?11 „Jú, jú, bæði slöngum og sporðdrekum. Þeir eru ekki baneitraðir, en ef þeir stinga, fær fórnarlambið krampaflog í heilan sólarhring á eftir. Þegar dimmt var orðið, gekk fólkið um með vasaljós til að stíga ekki í ógáti ofan á slöngur eða sporðdreka, og aldrei var mér um að fara út á kvöldin. ,Fífl- inu skal á foraðið etja‘, sagði Sigvaldi og stikaði á undan, en við Elfa eltum hann dauð- skelkaðar — til allrar ham- ingju kom þó aldrei neitt fyr- ir. Garðurinn var líka fullur af húsmörðum, þessum yndis- legu og nytsömu dýrum sem lifa á slöngum. Þeir eru venju- lega tveir og tveir saman, því að þetta eru mikil fjölskyldu- dýr, og stundum líka mcð börnin í eftirdragi. Þeir eru á stærð við kött og tiltölulega spakir, en sjái þeir slöngu eða finni lykt af henni, umbreyt- ast þeir á svipstundu í grimm- ustu villidýr, og þá á slangan dauðann vísan.“ Ólýsanlegir töfrar „Saknarðu Indlands nokkurn tíma?“ „Já, oft, það er eitthvað seið- andi og angurvært við landið og einkennilegir töfrar sem hvíla yfir því. Ég get ekki al- mennilega gert mér ljóst i hverju þeir eru fólgnir, en það er eitthvað ólýsanlegt í and- rúmsloftinu — tímaleysi, til- finningin af ótal liðnum öld- um sem blandast nútíðinni, friður og kyrrð... ég man þessi unaðslegu hlýju tungl- skinskvöld þegar við sátum uppi á þaki og horfðum yfir ósinn á Adyar sem blikaði milli trjánna, stjörnubjörtu næturnar sem heilluðu mig, já, og suður-indverska kaffið sem við drukkum, bezta kaffi sem ég hef nokkru sinni bragðað — það er svo margt minnis- stætt, bæði smátt og stórt. Fólkið var elskulegt og ljúft, vingjarnlegt, þægilegt í fram- komu, engum lá neitt á, en ég gleymi heldur ekki örbirgðinni, þessari ömurlegu fátækt sem enginn virtist geta bætt úr, bækluðum börnum sem ekkert var gert fyrir . .. Við vorum heilt ár í ferðinni, komum viða og sáum margt, en bezt af öllu góðu var þó að koma heim. Samt verður mér stund- um á að óska mér í laumi einn- ar barnalegrar óskar — að Indland væri ekki alveg svona langt í burtu . ..“ ★ ★ Þetta er mesti letingi, sem ég hefi fyrirhitt, hann nennir ekki einu sinni að hreyfa fæturna! Kæri Astró, Ég er fædd 1945 kl. 9 að kvöldi fyrir norðan. Mig langar að vita það helzta um skapgerð mína. Einnig langar mig að vita hvað framtíðin hefur upp á að bjóða og þá helzt hvernig ástamálin ganga, um börn og flcira þess háttar. Með fyrirfram þakklæti. Lilla. Svar til Lillu: Það fyrsta, sem maður tekur eftir, þegar litið er á stjörnu- kort þitt, er, hvað þú hefur mikla löngun og þörf á góðum félagsskap, og hvað þú ert raun- verulega háð öðrum. Þetta er þó gagnstætt Ljónsmerkiseðl- inu, sem gerir fólk sjálfstætt í orðum og gerðum. Merki Ljóns- ins gefur þér talsvert mikla metnaðargirni og gerir þig áhugasama um að verða fram- ar öðrum í lifinu. Þér er virðu- leiki og stæi'ilæti í blóð borið. Stundum hefur þú of mikla tilhneigingu til að stjórna öðr- um, en ekkert er þér verra gert en þegar aðrir vilja fara að stjórna gjörðum þínum. Það er einhver versti galli Ljóns- merkinga að stjórnsemi þeirra gengur stundum of langt. Þú hefur ágætan skipulagshæfi- leika, en þér lætur betur að skipuleggja fyrir aðra. Skipu- lagning félags- og menningar- mála mun eiga vel við þig og einnig að leggja nokkuð mikla vinnu og orku í að framfylgja þeim einka- og félagsmálum, sem þú kannt að hafa áhuga á. Þegar þú giftist, má búast við að eiginmaður þinn verði nokkuð eldri en þú og að hann vilji hafa töglin og hagldirnar í hjónabandinu. Þetta mun verða töluvert ágreiningsefni hjá ykkur, og má búast við, að heimilislífið verði nokkuð árekstrasamt. Samt sem áður mun hjónabandið færa þér hamingju að svo miklu leyti sem Ljónsmerkingar geta orðið hamingjusamir i hjónabandi. Þú hefur góða hæfileika til að skilja aðra og gæti því fólk leitað til þín um skilning ef það á í einhverjum erfiðleikum. Væri vel til fundið af þér að starfa að málefnum varðandi sálfræði og félagslega leiðbein- ingarstarfsemi. Á þessu ári munu verða nokkuð miklar bi'eytingar hjá þér, og má búast við að þu skiptir um dvalarstað eða eitt- hvað þess háttar, en hér er um að ræða skyndilega breytingu. Einnig munu ástamálin hafa nokkuð mikið að segja þetta ár, en þó sérstaklega seinni hluta ársins 1966. Þá gæti verið að þú gengir í hjónaband. Árið 1967 verður aftur á móti nokk- uð erfitt, sérstaklega varðandi heilsuna og heimilið. Vertu um fram allt með bæði augun opin þegar þú gengur í hjónaband. 25 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.