Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Síða 29

Fálkinn - 15.02.1965, Síða 29
jlyermanni líknar og náðunar, jþegar höfuðsmaðurinn, sem ,allir vissu að var mjög strang- ur, hafði mælt svo fyrir að þeim skyldi refsað, ein- hverra agabrota eða ávirðinga yegna. Þá lét liðsforinginn í það skína, að það hefði verið ,á allra vitorði, að mjög hefði yerið kært með Northerton undirforingja og henni til gkamms tíma, „en höfuðsmað- urinn hefur vitanlega ekki hug- nyynd um það — og hví skyldi þpnn líka vera með einhverja rekistefnu út af slíkum smá- munum, á meðan hún veitir honum alltaf af slíkri rausn, að hann hefur svo sannarlega ekki yfir neinu að kvarta?“ sagði liðsforinginn. Hlustuðu allir á frásögn hans af mikilli athygli, en húsmóðirin, sem einnig sat þarna, vildi ekki hlusta á slíkt þvaður og fullyrti að unga konan væri heiðvirðileg og sið- prúð í alla staði; þyrfti ekki nema að líta hana til að sann- færast um það. í sömu svifum kom unga konan sjálf niður stigann. Bað hún að sér yrði fenginn ekill og lokaður vagn, þvi að hún vildi komast til síns heima. Húsmóðirin reyndi á allan hátt að hjálpa henni, en það reynd- ist allt koma fyrir ekki; öku- maðurinn, sem gistihúsið hafði í þjónustu sinni, hafði sezt að sumbli með liðsforingjunum og var orðinn svo drukkinn, að engum kom til hugar að trúa honum fyrir taumhaldi á hest- um. Féll ungu konunni það þungt, og leyndi sér ekki að hún vildi komast á brott sem fyrst, en nú átti hún ekki annarra kosta völ en að dvelj- ast í gistihúsinu yfir nóttina. Sneri hún að lokum aftur upp stigann, og bar vasaklút að augum sér og sáu allir að hún grét. Húsmóðirin í gistihúsinu horfði á eftir henni. „Vesalings unga konan,“ mælti hún og andvarpaði af samúð. „Segi fólk nú, að hún sé ekki trú og trygg eiginmanni sínum. Og falleg er hún ... það er eins og mig minni að ég hafi séð hana áður, en það getur varla ver- ið. ..“ TUTTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI. írskur herramaður ó leiS um garð. Komið var fram yfir mið- nætti, og allir í gistihúsinu sofnaðir, bæði starfsfólkið og gestir, drukknir sem tiltölu- lega ódrukknir, að Súsönnu, þernunni þó undanskilinni; hún varð að þvo eldhúsgólfið, áður en hún mátti veita sér þann þráða munað að ganga til hvíld- Framh. á bls. 37. P FÁLKINW

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.