Fálkinn - 15.02.1965, Side 30
9 Röndótti trefillinn
Framh. af bls. 13.
„Lyklarnir að húsinu eru í töskunni og peningarnir mínir og
bara allt sem ég á.“
„Ekki þó ég,“ sagði hann róandi.
„Nei, ekki þú,“ svaraði hún. „Ég ætla líka að vona, að ég
missi þig ekki svona skyndilega.“
Hann var búinn að kveikja á annarri eldspýtu og farinn
að leita lengra frá henni.
„Þú getur reynt að losna við mig,“ svaraði hann. „Það
er óvist, að þér takist það.“
Hún var farin að leita líka, það skrjáfaði í millipilsinu henn-
ar um leið og hún beygði sig niður.
„Heldurðu, að þú finnir hana? Það er svo agalega dimmt,“
sagði hún.
Hann kveikti aftur á eldspýtu.
„Ég verð búinn að finna hana eftir augnablik. Hvernig fórstu
eiginlega að þessu?“
„Ég sveiflaði henni bara í kringum mig, og svo skrapp hún
út úr höndunum á mér. Við verðum að finna hana.“
„Aúðvitað finnum við hana,“ sagði hann hughreystandi og
kveikti á hverri eldspýtunni á fætur annarri.
Þau leituðu þegjandi smástund. „Af hverju gat ég ekki
verið gætnari?" sagði hún einu sinni enn. „Fannstu hana?“
spurði hún næst. Og svo: „Hvernig getur heil taska horfið fyrir
augunum á manni?“ Rödd hennar fjarlægðis hann alltaf smám
saman.
„Þetta er síðasta eldspýtan mín,“ sagði Jóhannes loks. „Nú
hefði verið gott að hafa vasaljós.“
30 FÁL.KINN
„Hvernig gat ég verið svona vitlaus?"
„O, maður veit aldrei upp á hverju þetta kvenfólk tekur.“
„Það er verst, að þetta skyldi vera svarta taskan, hún sést
svo illa í myrkri.“
Þau lágu á fjórum fótum og þreifuðu í myrkrinu eftir
götunni. Allt í einu hrópaði María:
„Hérna er eitthvað!“
„Fannstu töskuna?“ spurði hann ákafur.
„Nei,“ svaraði hún, og rödd hennar var annarleg. „Ég rak
höndina í eitthvað. Ég veit ekki, hvað það er.“
Jóhannes rétti fram höndina eftir gangstéttarbrúninni, og
svo spratt hann á fætur sigrihrósandi. Hann hélt á töskunni
í hendinni.
„Hérna er taskan þín,“ sagði hann glaðlega. „Kysstu mig
nú í fundarlaun."
En María þagði.
„Heyrðirðu ekki, hvað ég sagði? Ég er búinn að finna i
töskuna þína. Ætlarðu ekki að gefa mér koss í fundarlaun?“
„Ekki núna,“ svaraði hún lágt og hann tók eftir því, hve
málrómur hennar var einkennilegur.
„Jú, einmitt núna á mínútunni. strax,“ sagði hann ákafur. i
„Jóhannes. .“
Nú hefur hún týnt einhverju öðru og þorir ekki að segja
mér það, hugsaði hann. Ósköp er hún alltaf mikill klaufi.
„Hverju týndirðu núna?“ spurði hann glaðlega.
„Ég — ég týndi engu.“
„Hvað er þá að?“
„Ég — ég fann dálítið.“
„Það er nýtt,“ hann hló. „Hvað fannstu?“
„Ég — ég held að það sé manneskja.“
„Manneskja?“ sagði hann undrandi og skildi alls ekki,
hvað hún var að tala um.
„Já, það liggur einhver hérna undir tröppunum við húsið.“
Jóhannes hló aftur.
„Ég mátti svo sem eiga von á því, að þú leitaðir í öllum
skúmaskotum sem þú fyr.dir. Láttu manninn liggja og komdu
hingað til mín og kysstu mig í fundarlaun. Þetta er sjálfsagt
einhver róninn, sem hefur fengið sér of mikið neðan í því og
leitað í skjól.“
„Ég held að það sé stúlka,“ svaraði hún, og óttinn greip
hana heljartaki um leið og hún orðaði hugsanir sínar. Henni
var kalt og leið illa, en óttinn var verstur, þessi ótti, sem
líktist köldu, svörtu regni og útilokaði alla birtu. Nafnlaus
ótti, sem hríslaðist um hana alla.
Jóhannes fann ótta hennar og smitaðist af honum. Hann >
greip þéttingsfast um axlir hennar, og það lá við, að hann
hristi hana til. Svo áttaði hann sig.
Það var meiri vitleysan að láta svona.
„O, stúlkur geta sofnað eins og aðrir,“ sagði hann og reyndi '
að vera glaðlegur. „Hefurðu ekki séð allar kvensurnar, sem
stunda strætið? Þær eru fleiri en ein og fleiri en tvær, skal
ég segja þér.“
Hann reyndi að kippa henni á fætur.
„Slepptu mér,“ sagði hún og rödd hennar var eitthvaö
svo undarleg, svo allt öðruvísi en hann þekkti hana. „Opnaðu
töskuna mína, fyrst þú fannst hana, og réttu mér gaskveikjar-
ann minn.“
Jóhannes opnaði töskuna og fálmaði í henni. Peningaveski,
lyklakippa, sígarettur og kveikjari. Þarna var hann. Hann
lokaði töskunni aftur og kveikti á kveikjaranum, slökkti svo
aftur og rétti henni hann.
Hún kveikti.
„Loginn er ekki nægilega mikill,“ sagði hann. „Þú sérð
ekki nóg. Skrúfaðu logann upp.“
„Já,“ sagði hún. ,Ég geri það.“
Eftir augnablik lagði flöktandi ljósbjarmann inn undir
kjallarátröppurnar. Það var ekki falleg sjón, sem mætti þeim.
María fékk sem snöggvast ofbirtu í augun, því loginn var
alveg við augun á henni, en Jóhannes, sem stóð fyrir ofan
hana, sá stúlkulíkama liggja þarna í snjónum undir tröpp-
unum.
Stúlkan lá á bakinu, höfuð hennar hékk út á hlið, og fæteur
hennar voru bognir. Varir hennar kipruðust saman frá tönn-
unum og hendur hennar, litlar og klæddar vettlingum, héldu