Fálkinn


Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 36

Fálkinn - 15.02.1965, Blaðsíða 36
HVAD GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. apríl: Afstöðurnar fyrri hluta vikunnar benda ekki til velgengni í ástamálum og skemmt- unum. Þú ættir því ekki að hafa þig mikið í frammi á þeim sviðum eins og er. Þú ættir ekki að leggja út í vafasöm við- skipti, iafnvel þótt vinur þinn mæli með þvi. Nautiö, 21. apríl—21. maí: Þú gerir þér mikið far um að vinna þig í álit, og þér hættir þvi til að vanrækja fjölskyldu þína um of. Reyndu eftir fremsta megni að gera þitt bezta bæði heima og á vinnustað. Þú ættir að vera heima um helgina fremur en að sækja skemmtanir. Tvíburarnir, 22. maí—21. júní: Eitthvert það atvik gæti komið fyrir í vikunni, sem yrði til þess að fólk missti álit á þér. Farðu því gætilega og láttu aðra ekki fá höggstað á þér. Notaðu vik- una tii að ljúka ýmsu sem þú átt ógert. Krabbmn, 22. júní—23. júlí: Það mun ganga á ýmsu hjá þér í vikunni, sérstaklega á sviði fjármálanna. Þú ættir að reyna að forðast alla óþarfa eyðslu. Anæg.iulegast mundi vera fyrir þig, að eyða helginni í hópi vina þinna. Ljóniö, 2k. júli—23. ágúst: Athygli annarra mun beinast nokkuð að þér fyrri hluta vikunnar. Forðastu því að gera nokkuð það sem haft gæti slæm áhrif á heiður þinn og álit. Þér hættir til að vera of þrasgjarn. Meyjan, 2k. áyúst—23. sept.: Gamall félagi þinn gerir þér tilboð, sem þú ættir að athuga gaumgæfilega. I því gæti falizt lausn á persónulegum vanda- málum þínum. Þú ættir að reyna sem minnst á þig fyrri hluta vikunnar, þvi þér er hætt við taugaæsingi. Vogin, 2lf. sept.—23. okt.: Þú ættir að láta félaga þína ráða ferðinni fyrri hluta vikunnar, og geyma skemmtanir þar til um helgina. Leggðu metnað þinn í að koma sem bezt fram við aðra. Þú ættir að skipuleggja fjármál þín betur. Drelcinn, 2k. okt.—22. nóv.: Þú ert með hugann fullan af áformum um að bæta hag fjölskyldu þinnar. Ef þú hefur gert þér vonir um betri stöðu er hætt við að þær verði að litlu. Þú ættir samt að koma hugmyndum þínum á fram- færi, það sakar aldrei að reyna. Boamaöurinn, 23. nóv.—21. des.: Áhugi þinn virðist nú beinast einna mest að íerðalögum, og hafir þú í huga að leggja upp í langferð, er ágætt að undirbúa ferða- lagið í tíma. Þú getur samt ekki búizt við áhuga hjá samstarfsmönnum þínum. Steingeitin, 22. des.—20. janúar: Athygli þín beinist aðallega að fjármál- unum. Þú ættir því að notfæra þér þau tækifæri sem kunna að berast upp í hend- urnar á þér fyrri hluta vikunnar. Það væri misskilningur hjá þér að eyða fé i skemmt- anir eins og er. Vatnsberinn, 21. janúar—19. febrúar: Dagleg störf þín munu ganga betur, ef þú forðast alla árekstra og deilur við félaga þinn og maka. Það er ekki hyggilegt að leggja út í fjármálabrask, og forðastu fram- ar öllu að skipta þér af málefnum annarra. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Þú ættir að leggja einna mesta áherzlu á heilsugæziu þessa viku. Ofneyzla matar og drykkjar gæti haft alvarlegar afleið- ingar. Þér mun bjóðast tækifæri til að sýna fórnfýsi þína. Vörubíladekkin endast yfir 100 þúsund km. BRIDGESTOIME mest seldu dekk á Islandi Treystið BRE9GEST0NE ^ BRIDGESTONE TIRE í falkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.