Fálkinn - 15.02.1965, Síða 37
• Tom Jones
Framh. af bls. 35.
mikið var honum niðri fyrir,
að hann kom ekki upp orði
fyrst í stað. Loks spurði hann
þernuna, hvort hún hefði orð-
ið þess vör, að ung kona hefði
fengið þarna gistingu; kvaðst
hann vera að leita eiginkonu
sinnar, sem enn einu sinni hefði
hlaupizt að heiman og væri hún
að elta liðsforingja nokkurn,
eða öllu heldur höfuðsmann.
Sagðist hann hafa veitt henni
eftirför um hríð, en alltaf verið
svo seinheppinn, að hún hefði
verið nýfarin þaðan, sem hann
spurði eftir henni. Súsanna
þerna þóttist þegar vita, að
þarna mundi um að ræða ungu
konuna, sem liðsforingjarnir
kölluðu eiginkonu Waters höf-
uðsmanns. En Súsanna var orð-
vör þerna, og ekki þóttist hún
vita til þess, að þar dveldist
nein kona sem næturgestur —
ekki fyrr en írski herramað-
urinn hafði laumað að henni
nokkrum gíneum. Þóttist hún
þá sjá, eftir nokkra umhugsun
reyndar, að það væri ekki
nema góðverk, að leiða þessi
aðskildu hjón saman aftur, og
þegar hún hafði þannig komizt
að samningum við samvizku
sína, stakk hún á sig gíneunum
og fylgdi írska herramannin-
um upp stigann og vísaði hon-
um á svefnherbergi hinnar
ungu konu.
LILIULJ
IBilHBS
□□□□□
n
i
!□□□
illliIlHM flll 151151x1
ui i ii ii 11 ii i n
□□□□□□□□□□□
rHiiiiofiíiiiariii íiíiil~íiífipi iííiíiiuritiif;
□
□umumn
mmm
mrpirmoil nriŒriiru
SKULAGATA 63
UörUM FLUTTí
UÚSMCÐI
ódcjjrcxr!
trvjqglngar
■fqrlr
blndíndís-
menn
Skrifstofur okkar hafa verið fluttar í ný og
betri húsakynni að SKÚLAGÖTU 63 (á
horni Höfðatúns). GÖÐ BlLASTÆÐI.
Bjóðum bindindisfólki fjölbreyttar tryggingar
með hagkvæmum kjörum. Kappkostum að
veita góða þjónustu.
ABTROÐ
H
r
Tryggingafélrg
bindindismanna.
Símar 17455 — 17947.
Það hefur löngum þótt sjálf-
sögð hæverska með þeim þjóð-
um, sem kunna nokkra kurteisi
á annað borð, að eiginmenn
gengju aldrei inn í svefnher-
bergi konu sinnar, án þess að
drepa að dyrum. írski herra-
maðurinn virti að vísu þá hæ-
versku, en ekki verður sagt
að hann hafi knúið dyra lágt
og mjúklega, eins. og tíðk-
ast mun þegar allt fer með
felldu, heldur greiddi hann
hurðinni tíð högg og hörð
með svipuskaftinu, og þegar
hann svo reyndi á handfangið
og fann að hurðin var læst, lét
hann alla hæversku lönd og
leið og rak öxlina í hurðina
af slíkum krafti, að hún hrökk
upp með braki og brestum. Og
svo vel fylgdi hann eftir, að
hann féll kylliflatur inn fyrir
þröskuldinn, því að þetta var
ákafamaður, eins og margir
írskir.
Það var nokkurn veginn jafn-
snemma, að hann spratt á fæt-
ur aftur og Tom Jones snarað-
ist fram úr rekkjunni — að
vísu mun fáklæddari en gestur-
inn — og spurði heldur höst-
um rómi, hver þar væri á ferð
með slíkum ofsa og ryfi nætur-
svefn manna.
írski herramaðurinn hugði
fyrst að þarna hefðu sér orðið
á leið mistök, eða þá að þernan
hefði vísað sér á skakkar dyr.
Var hann að því kominn að
biðjast mikillega afsökunar, er
svo vildi til, að máninn gægð-
ist fram úr skýjarofi og skein
inn um svefnherbergisglugg-
ann; sá herramaðurinn þá alls
konar kVénfatnað, ytri sem
innri, liggja víðsvegar um gólf-
ið og var svo að sjá, sem þeirri,
er þau klæði hefði borið, hefði
legið meira en lítið á að losa
sig við þau, og þóttist hann þá
ekki þurfa neinnar afsökunar
að biðja. Stökk hann þegar á
Tom Jones, sem ekki var árás-
inni með öllu óviðbúinn og hóf-
ust nú hin hörðustu átök milli
þeirra á svefnherbergisgólfinu
og sparaði hvorugur þung högg
og hörð.
• • • • Framh. í næsta blaði.
• Dansað á Kea
Framh. af bls. 11.
spori með það sem hann bað
um, og ég drakk eitthvað, sem
brenndi mig í hálsinn, en ylj-
aði mér strax.
Þú ert kannski samferða
aftur vestur í fyrramálið,
spurði hann, við snúum við
hér. Ég veit ekki, sagði ég
ráðalaus, ég þarf að hitta
mann.
Jæja, sagði hann, ég hélt þú
þekktir engan hér fyrst þú
býrð á hóteli.
Gunnar var aftur farinn að
dansa við stelpuna, hann var
flóttalegur á svip, þegar hann
fór framhjá borðinu hjá mér
og virtist varast að líta í átt til
mín.
Loks settist hann einn við
borðið og daman hans fór
fram. Hann sneri baki við mér,
og ég sá, að hann þekkti mig,
en vildi ekki tala við mig. Ég
var orðin reið. Hugrekki mitt
hafði aukizt við vindrykkjuna
og ég stóð upp og gekk í átt
til hans. Ég fann, að ég riðaði
á fótunum og mér fannst gó'
ið ganga í bylgjum. Ég var
með sjóriðu.
Það kom illskuglampi í augu
Framh. á bls. 40.
Jálkim flýgur út
FÁLKINN 37